Handbolti

Öruggt hjá Viktori Gísla og fé­lögum | Sex ís­lensk mörk í tapi Kristian­stad

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson og Teitur Örn Einarsson voru báðir í eldlínunni í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson og Teitur Örn Einarsson voru báðir í eldlínunni í kvöld. EPA/Getty

Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. GOG vann öruggan sigur á Kadetten, 34-27, og Kristanstad lá á heimavelli gegn Füchse Berlin, 23-36 lokatölur.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í marki danska liðsins GOG er það tók á móti lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten frá Sviss. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem GOG leiddi með aðeins tveimur mörkum þá byrjuðu Viktor Gísli og félagar síðari hálfleikinn af krafti.

Þeir sigldu lærisveina Aðalsteins í kaf og ef ekki hefði verið fyrri góðan lokakafla gestanna hefði sigurinn verið mun stærri, lokatölur 34-28. GOG er í öðru sæti með sex stig, þremur stigum minna en Rhein-Neckar Löwen sem trónir á toppnum.

Íslendingalið Kristianstad átti aldrei roð í refina frá Berlín. Teitur Örn Einarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson skoruðu báðir þrjú mörk í liði Kristianstad er liðið tapaði 23-36 á heimavelli.

Kristianstad er enn í 2. sæti riðilsins en Nimes og Sporting eiga bæði tvo leiki til góða og gætu þar með náð öðru sætinu af sænska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×