„Auðvitað finnur maður alltaf einhverjar „inspo“ myndir á Instagram en ég held að ég sé ekki mikið að fylgja einhverjum Instagram tískustílum, þannig að ég er frekar „basic“ þegar kemur að förðun.“
Áherslan er á ljósar varir, ljómandi húð og augnskugga í ljósum, brúnum, gylltum og rauðum tónum. Birgitta Líf gerði sig til í nýjasta þættinum frá Ingunni Sig og Heiði Ósk í Snyrtiborðinu með HI Beauty. Þar talar hún um sínar uppáhalds förðunarvörur og segir frá þeim snyrtivörum sem hún getur ekki verið án.
„Örugglega augabrúnapenni því að annars er ég eins og ég sé gegnsæ. Varasalvi klárlega og sólarpúður, kinnalitur líka.“
Það kemur ekki á óvart að Laugar Spa vörurnar séu fastur liður í húðrútínu Birgittu enda er hún markaðsstjóri World Class og dóttir Dísu og Bjössa, eigenda World Class og Laugar Spa. Hún notar meðal annars ljómaserum undir farða og einnig eitt og sér þegar hún er óförðuð í stað litaðs dagkrems.
„Það er appelsínugult á litinn og það er af gulrótarseyði sem er í því svo það er mjög frískandi.“
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan.
Heiður Ósk og Ingunn Sig eigendur Reykjavík Makeup School eru þáttastjórnendur Snyrtiborðsins með HI Beauty. Þær eru farðaðar með vörum frá YSL beauty, Urban Decay og Lancome. Hárið þeirra er stíliserað með John Frieda hárvörum. Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík Makeup School og víðar og verða sýndir vikulega hér á Vísi.
Instagram: @the_hibeauty