Handbolti

Sjö mörk Rúnars dugðu ekki til á kvöldi sem var ekki Ís­lendinga­kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Kárason í leik með Ribe.
Rúnar Kárason í leik með Ribe. heimasíða ribe esbjerg

Ribe-Esbjerg tapaði með fimm marka mun, 34-29, er liðið mætti Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Skanderborg leiddi í hálfleik 16-15 en voru sterkari á heimavelli Ribe í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur.

Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir Ribe úr sínum tólf skotum. Hann var markahæsti maður Ribe. Hann gaf að auki fjórar stoðsendingar.

Gunnar Steinn Jónsson gerði fjögur mörk og gafa þrjár stoðsendingar en Daníel Þór Ingason skoraði ekki úr sínu eina skoti í leiknum.

Ribe er í ellefta sæti deildarinnar með fimmtán stig en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir og samherjar í Vendsyssel fengu skell 37-26 er liðið mætti København Håndbold.

Elín Jóna varði fimm bolta og var með 25% markvörslu í marki Vendsyssel sem er á botni deildarinnar með þrjú stig. Steinunn Hansdóttir gerði eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×