Ásdís fórnaði Ólympíuleikunum fyrir móðurhlutverkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Ásdís Hjálmsdóttir sést hér kasta spjótinu á Ólympíuleikinum í Ríó í Brasilíu árið 2016. Getty/Shaun Botterill Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppir ekki á Ólympíuleikunum í Tókýó en hefur ástæðu til að fagna öðrum sigri á sama tíma og leikarnir fara fram. „Nú þegar sannleikurinn er kominn fram í dagsljósið þá get ég sagt ykkur alla söguna,“ byrjar nýjasti pistill íslensku afrekskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttir. Hún fer nánar yfir ástæður þess að hún frestaði ekki að setja skóna upp á hilluna þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er ófrísk og á að eignast sitt fyrsta barn um það leiti og Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í ágúst. Ásdís sagði ekki frá barnaplönum sínum síðasta haust þegar hún setti skóna upp á hillu en núna er hún tilbúin að segja alla söguna. „Svo margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar ég skipti ekki um skoðun um að hætta þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Hvernig getur þú hætt minna en einu ári fyrir leikana?,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud í færslu á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Ef ég segi alveg eins og er þá voru allar ástæðurnar sem ég gaf upp í haust réttar en ég sagði samt ekki frá aðalástæðunni,“ skrifaði Ásdís og hélt áfram. „Við viljum eignast börn og ég var að verða 35 ára og eggin mín eru ekki að verða ferskari. Það var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka áhættu með,“ skrifaði Ásdís. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís en það má sjá færslu hennar hér fyrir ofan. Ásdís Hjálmsdóttir ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Ásdís keppti alls á fjórtán stórmótum fyrir Íslands hönd því auk Ólympíuleikanna þá fór hún á sex Evrópumót og fimm heimsmeistaramót. Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra. Ásdís kastaði tuttugu sinnum yfir sextíu metra á ferlinum og á 83 bestu köstin í sögu íslenskra spjótkastskvenna. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
„Nú þegar sannleikurinn er kominn fram í dagsljósið þá get ég sagt ykkur alla söguna,“ byrjar nýjasti pistill íslensku afrekskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttir. Hún fer nánar yfir ástæður þess að hún frestaði ekki að setja skóna upp á hilluna þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er ófrísk og á að eignast sitt fyrsta barn um það leiti og Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í ágúst. Ásdís sagði ekki frá barnaplönum sínum síðasta haust þegar hún setti skóna upp á hillu en núna er hún tilbúin að segja alla söguna. „Svo margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar ég skipti ekki um skoðun um að hætta þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Hvernig getur þú hætt minna en einu ári fyrir leikana?,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud í færslu á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Ef ég segi alveg eins og er þá voru allar ástæðurnar sem ég gaf upp í haust réttar en ég sagði samt ekki frá aðalástæðunni,“ skrifaði Ásdís og hélt áfram. „Við viljum eignast börn og ég var að verða 35 ára og eggin mín eru ekki að verða ferskari. Það var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka áhættu með,“ skrifaði Ásdís. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís en það má sjá færslu hennar hér fyrir ofan. Ásdís Hjálmsdóttir ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Ásdís keppti alls á fjórtán stórmótum fyrir Íslands hönd því auk Ólympíuleikanna þá fór hún á sex Evrópumót og fimm heimsmeistaramót. Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra. Ásdís kastaði tuttugu sinnum yfir sextíu metra á ferlinum og á 83 bestu köstin í sögu íslenskra spjótkastskvenna.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira