Bannað að snertast en 150 þúsund smokkum dreift Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 12:30 Fræg smokkaauglýsing fataframleiðandans Benetton sem birtist í blöðum í kringum Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Getty/Claire Mackintosh Fremstu íþróttastjörnur heims hafa fengið misvísandi skilaboð í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó sem fara fram í sumar þrátt fyrir heimsfaraldurinn sem geysar. Í 33 blaðsíðna leiðbeiningabæklingi sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa gefið út, varðandi sóttvarnareglur á leikunum, kemur fram að fólki verði að lágmarka snertingu við aðra eins og mögulegt sé. Þannig eru handabönd og faðmlög bönnuð, fólk á að dvelja eins stuttan tíma og hægt er í ólympíuþorpinu, sleppa því að fara á staði utan þorpsins, og þar fram eftir götunum. Brjóti fólk reglurnar, sem verða endurskoðaðar eftir því sem nær dregur leikunum, á það á hættu að verða hent út af leikunum. Skipuleggjendur munu engu að síður dreifa miklum fjölda smokka í ólympíuþorpinu, líkt og á undanförnum Ólympíuleikum. Samkvæmt South China Morning Post verður 150 þúsund smokkum dreift. Að þessu hafa netverjar hent gaman og meðal annars spurt hvort nota eigi smokkana í stað sóttvarnagríma. Smokkum hefur verið dreift á Ólympíuleikum frá því í Seúl í Suður-Kóreu árið 1988 þegar þeim var fyrst dreift til að hefta útbreiðslu HIV. Á leikunum í Ríó 2016 var 450.000 smokkum dreift. Mælst til bólusetningar en hún er ekki skilyrði Ólympíuleikarnir verða settir föstudaginn 23. júlí. Skipuleggjendur hvetja til þess að íþróttafólk verði bólusett áður en það mæti til Tókýó en það er þó ekki skilyrði til að fá að keppa. Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Dagur Sigurðsson verður einnig á leikunum sem þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta, og frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson fylgir sjálfsagt lærisveini sínum Daniel Ståhl og fleirum á leikana. Leikarnir áttu að fara fram síðasta sumar en var þá frestað um eitt ár vegna faraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Í 33 blaðsíðna leiðbeiningabæklingi sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa gefið út, varðandi sóttvarnareglur á leikunum, kemur fram að fólki verði að lágmarka snertingu við aðra eins og mögulegt sé. Þannig eru handabönd og faðmlög bönnuð, fólk á að dvelja eins stuttan tíma og hægt er í ólympíuþorpinu, sleppa því að fara á staði utan þorpsins, og þar fram eftir götunum. Brjóti fólk reglurnar, sem verða endurskoðaðar eftir því sem nær dregur leikunum, á það á hættu að verða hent út af leikunum. Skipuleggjendur munu engu að síður dreifa miklum fjölda smokka í ólympíuþorpinu, líkt og á undanförnum Ólympíuleikum. Samkvæmt South China Morning Post verður 150 þúsund smokkum dreift. Að þessu hafa netverjar hent gaman og meðal annars spurt hvort nota eigi smokkana í stað sóttvarnagríma. Smokkum hefur verið dreift á Ólympíuleikum frá því í Seúl í Suður-Kóreu árið 1988 þegar þeim var fyrst dreift til að hefta útbreiðslu HIV. Á leikunum í Ríó 2016 var 450.000 smokkum dreift. Mælst til bólusetningar en hún er ekki skilyrði Ólympíuleikarnir verða settir föstudaginn 23. júlí. Skipuleggjendur hvetja til þess að íþróttafólk verði bólusett áður en það mæti til Tókýó en það er þó ekki skilyrði til að fá að keppa. Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum en það er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Dagur Sigurðsson verður einnig á leikunum sem þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta, og frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson fylgir sjálfsagt lærisveini sínum Daniel Ståhl og fleirum á leikana. Leikarnir áttu að fara fram síðasta sumar en var þá frestað um eitt ár vegna faraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira