Telja Hjálmar samningsbundinn og ætla að kæra ef þess þarf Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 08:31 Hjálmar Stefánsson er að mati Hauka samningsbundinn félaginu út maí. vísir/bára „Okkar túlkun er sú að hann sé samningsbundinn Haukum. Þetta fer bara sína leið í héraðsdómi ef að þess þarf,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, um mál landsliðsmannsins Hjálmars Stefánssonar. Hjálmar hefur verið leikmaður Carbajosa á Spáni frá því í ágúst en er á heimleið eftir landsleikina nú í febrúar og hefur átt í viðræðum við Val, samkvæmt upplýsingum Vísis. Hjálmar er með landsliðinu í Kósovó þar sem það mætir Slóvakíu á morgun og Lúxemborg á laugardaginn. Haukar telja hins vegar að Hjálmar megi ekki spila með öðru íslensku liði fyrr en frá og með næstu leiktíð. Fjögur stig skilja að Val og Hauka í Dominos-deildinni, í blöndu af fallbaráttu og baráttu um sæti í úrslitakeppninni, og því mikið undir fyrir bæði félög. Hjálmar skrifaði undir samning við Hauka árið 2019 sem gilda átti fram til 31. maí 2021. Þeim samningi var skilað inn á borð KKÍ og nafn Hjálmars birtist enn á vef KKÍ þegar flett er upp í skrá yfir samningsbundna leikmenn. Hjálmar Stefánsson er skráður með samning við Hauka á vef KKÍ.Skjáskot/kki.is „Það var ákvæði í samningnum sem vísaði til þess að hann mætti fara til erlends liðs, en á sama hátt kemur greinilega fram að hann megi ekki ræða við íslensk lið. Við vorum því til í að hleypa honum út ef hann fengi tækifæri þar, en lítum svo á að ef hann er ekki að leita að tækifærum þar sé hann enn samningsbundinn Haukum,“ segir Bragi. Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukaliðinu á komandi leiktíð en hann hefur gert samning við Aquimisa Carbajosa um að...Posted by Haukar körfubolti on Laugardagur, 22. ágúst 2020 Haukar reyndu að fá Hjálmar aftur þegar ljóst var að hann væri á heimleið en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafa ráðfært sig við lögfræðing og telja málið mjög skýrt. „Hann fékk að fara út og elta draumana, en ef að það er ekki lengur þannig þá fellur hann bara aftur á samninginn. Okkar lögfræðingur segir þetta vera nokkuð klippt og skorið. Það sé augljóst í hverju samningurinn felist. Honum sé veitt tækifæri til að fara út í atvinnumennsku en ekki tækifæri til að leita til annarra liða á Íslandi á meðan á samningnum stendur.“ Í höndum Spánverja að veita félagaskipti Þegar Hjálmar fór frá Haukum til Spánar þurftu Haukar að gefa samþykki sitt. KKÍ gaf þá út leyfisbréf, svokallað „letter of clearance“, til spænska sambandsins og Aquimisa Carbajosa „eignaðist“ Hauk. Það er því í höndum spænska félagsins að veita leyfi fyrir félagaskiptum núna, og spænska sambandsins að staðfesta það við KKÍ. Hjálmar Stefánsson spilar með íslenska landsliðinu í Kósóvó síðar í mánuðinum, í lokaleikjunum í forkeppni HM.vísir/bára „Þetta flækir málið. Við vorum ekki í aðstöðu til að synja honum um undirskrift félagaskipta. En það breytir bara því ekki að samkvæmt samningalögum og íslenskum vinnuréttarlögum er hann með samning við rekstrarfélag Hauka ehf.,“ segir Bragi. Beiðni frá Val eða öðru félagi um félagaskipti fyrir Hjálmar hefur ekki borist KKÍ svo vitað sé og því í raun ekkert sem Haukar geta gert að svo stöddu. Eins og fyrr segir eru þeir reiðubúnir að leita til almennra dómstóla ef þess gerist þörf. „Við höfum sent okkar rökstuðning á KKÍ. Ég veit ekki hvaða verkfæri KKÍ hefur til að takast á við þetta mál en annars verður þetta bara einkamál. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað leiðinlegir við hann. Hann samdi bara við okkur og okkur finnst eðlilegt að hann reyni ekki að nýta sér einhverja tæknigalla í samningi til að hlaupast undan honum,“ segir Bragi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Valur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Hjálmar hefur verið leikmaður Carbajosa á Spáni frá því í ágúst en er á heimleið eftir landsleikina nú í febrúar og hefur átt í viðræðum við Val, samkvæmt upplýsingum Vísis. Hjálmar er með landsliðinu í Kósovó þar sem það mætir Slóvakíu á morgun og Lúxemborg á laugardaginn. Haukar telja hins vegar að Hjálmar megi ekki spila með öðru íslensku liði fyrr en frá og með næstu leiktíð. Fjögur stig skilja að Val og Hauka í Dominos-deildinni, í blöndu af fallbaráttu og baráttu um sæti í úrslitakeppninni, og því mikið undir fyrir bæði félög. Hjálmar skrifaði undir samning við Hauka árið 2019 sem gilda átti fram til 31. maí 2021. Þeim samningi var skilað inn á borð KKÍ og nafn Hjálmars birtist enn á vef KKÍ þegar flett er upp í skrá yfir samningsbundna leikmenn. Hjálmar Stefánsson er skráður með samning við Hauka á vef KKÍ.Skjáskot/kki.is „Það var ákvæði í samningnum sem vísaði til þess að hann mætti fara til erlends liðs, en á sama hátt kemur greinilega fram að hann megi ekki ræða við íslensk lið. Við vorum því til í að hleypa honum út ef hann fengi tækifæri þar, en lítum svo á að ef hann er ekki að leita að tækifærum þar sé hann enn samningsbundinn Haukum,“ segir Bragi. Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukaliðinu á komandi leiktíð en hann hefur gert samning við Aquimisa Carbajosa um að...Posted by Haukar körfubolti on Laugardagur, 22. ágúst 2020 Haukar reyndu að fá Hjálmar aftur þegar ljóst var að hann væri á heimleið en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafa ráðfært sig við lögfræðing og telja málið mjög skýrt. „Hann fékk að fara út og elta draumana, en ef að það er ekki lengur þannig þá fellur hann bara aftur á samninginn. Okkar lögfræðingur segir þetta vera nokkuð klippt og skorið. Það sé augljóst í hverju samningurinn felist. Honum sé veitt tækifæri til að fara út í atvinnumennsku en ekki tækifæri til að leita til annarra liða á Íslandi á meðan á samningnum stendur.“ Í höndum Spánverja að veita félagaskipti Þegar Hjálmar fór frá Haukum til Spánar þurftu Haukar að gefa samþykki sitt. KKÍ gaf þá út leyfisbréf, svokallað „letter of clearance“, til spænska sambandsins og Aquimisa Carbajosa „eignaðist“ Hauk. Það er því í höndum spænska félagsins að veita leyfi fyrir félagaskiptum núna, og spænska sambandsins að staðfesta það við KKÍ. Hjálmar Stefánsson spilar með íslenska landsliðinu í Kósóvó síðar í mánuðinum, í lokaleikjunum í forkeppni HM.vísir/bára „Þetta flækir málið. Við vorum ekki í aðstöðu til að synja honum um undirskrift félagaskipta. En það breytir bara því ekki að samkvæmt samningalögum og íslenskum vinnuréttarlögum er hann með samning við rekstrarfélag Hauka ehf.,“ segir Bragi. Beiðni frá Val eða öðru félagi um félagaskipti fyrir Hjálmar hefur ekki borist KKÍ svo vitað sé og því í raun ekkert sem Haukar geta gert að svo stöddu. Eins og fyrr segir eru þeir reiðubúnir að leita til almennra dómstóla ef þess gerist þörf. „Við höfum sent okkar rökstuðning á KKÍ. Ég veit ekki hvaða verkfæri KKÍ hefur til að takast á við þetta mál en annars verður þetta bara einkamál. Við erum ekki að reyna að vera eitthvað leiðinlegir við hann. Hann samdi bara við okkur og okkur finnst eðlilegt að hann reyni ekki að nýta sér einhverja tæknigalla í samningi til að hlaupast undan honum,“ segir Bragi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Valur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira