Segir af sér sem forseti eftir að hafa sagt að konur tali of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 07:30 Yoshiro Mori hefur unnið í mörg ár að undirbúningi Ólympíuleikanna í Tókýó en stígur nú til hliðar nokkrum mánuðum fyrir leikanna. AP/Kim Kyung-hoon Yoshiro Mori, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur ákveðið að segja af sér aðeins nokkum mánuðum fyrir leikana. Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram í fyrra en var frestað til næsta sumars vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru ummæli Yoshiro Mori um konur sem hafa vakið upp það sterk viðbrögð og mikla óánægju að hann er nauðbeygður til að segja af sér. Tokyo 2020 president Mori resigns after sexist remarks https://t.co/vxOCV6jrYm pic.twitter.com/HOZocdpHJ5— Reuters (@Reuters) February 12, 2021 Hann er 83 ára gamall og hefur verið þekktur fyrir misgáfuleg ummæli í gegnum tíðina. Yoshiro Mori lét þau orð falla í viðtali við japanskan fjölmiðil að að ef fjölga ætti konum í undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna þá þyrfti að takmarka tímann sem þær fá að tala því þær töluðu of mikið á fundum. Ummælin hafa skiljanlega vakið upp mikla reiði og mótmæli í Japan. Nú er orðið ljóst að eina leiðin fyrir Yoshiro Mori var að segja þetta gott. Tokyo Games head Mori offers resignation https://t.co/4mMvuzLF6h— NHK WORLD News (@NHKWORLD_News) February 12, 2021 Alþjóðaólympíunefndin hefur fordæmt ummæli Mori og þá hafa yfir fjögur hundruð sjálfboðaliðar hætt við að bjóða fram aðstoð sýna á Ólympíuleikunum vegna ummælanna. Pressan var líka orðin mikil frá styrktaraðilum leikanna eins og dæmi japanska bílaframleiðandann Toyota sem er einn stærsti bakjarl Ólympíuleikanna. Mori var búinn að biðjast afsökunar á ummælum sínum en ætlaði þá ekki að segja af sér. Það dugði ekki til að lægja öldurnar og nú hefur hann látið undir pressunni og sagt af sér. Mori hafði sagt frá því í viðtali að kona sín hefði tekið hann í gegnum vegna ummælanna og að bæði dóttir sín og dótturdóttir hefði líka látið hann heyra það. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram í fyrra en var frestað til næsta sumars vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru ummæli Yoshiro Mori um konur sem hafa vakið upp það sterk viðbrögð og mikla óánægju að hann er nauðbeygður til að segja af sér. Tokyo 2020 president Mori resigns after sexist remarks https://t.co/vxOCV6jrYm pic.twitter.com/HOZocdpHJ5— Reuters (@Reuters) February 12, 2021 Hann er 83 ára gamall og hefur verið þekktur fyrir misgáfuleg ummæli í gegnum tíðina. Yoshiro Mori lét þau orð falla í viðtali við japanskan fjölmiðil að að ef fjölga ætti konum í undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna þá þyrfti að takmarka tímann sem þær fá að tala því þær töluðu of mikið á fundum. Ummælin hafa skiljanlega vakið upp mikla reiði og mótmæli í Japan. Nú er orðið ljóst að eina leiðin fyrir Yoshiro Mori var að segja þetta gott. Tokyo Games head Mori offers resignation https://t.co/4mMvuzLF6h— NHK WORLD News (@NHKWORLD_News) February 12, 2021 Alþjóðaólympíunefndin hefur fordæmt ummæli Mori og þá hafa yfir fjögur hundruð sjálfboðaliðar hætt við að bjóða fram aðstoð sýna á Ólympíuleikunum vegna ummælanna. Pressan var líka orðin mikil frá styrktaraðilum leikanna eins og dæmi japanska bílaframleiðandann Toyota sem er einn stærsti bakjarl Ólympíuleikanna. Mori var búinn að biðjast afsökunar á ummælum sínum en ætlaði þá ekki að segja af sér. Það dugði ekki til að lægja öldurnar og nú hefur hann látið undir pressunni og sagt af sér. Mori hafði sagt frá því í viðtali að kona sín hefði tekið hann í gegnum vegna ummælanna og að bæði dóttir sín og dótturdóttir hefði líka látið hann heyra það.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira