Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2021 11:30 Britney Cots er á sínu þriðja tímabili með FH. fh Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. Í viðtali við mbl.is fer Britney yfir atvikið. Hún ætlaði að biðja Hörpu Valeyju Gylfadóttur, leikmann ÍBV, afsökunar eftir að hafa lent í samstuði við hana. Sigurður, sem hlúði að Hörpu, stjakaði þá við Britney sem brá mjög. „Ég ætlaði að biðja hana afsökunar, en þjálfarinn brást svona við. Ég var í sjokki eftir þetta atvik því þetta á ekki að gerast. Hann ýtti mér harkalega í burtu og vildi ekki sjá mig. Ég var í áfalli en mér fannst réttast að halda áfram að spila því þetta var hörkuleikur. Þess vegna brást ég ekki verr við þessu. Mér sýndist líka dómararnir sjá atvikið, en þeir gerðu ekkert í því,“ sagði Britney. Atvikið má sjá á 1:03:30 í myndbandinu hér fyrir neðan. Britney segir að öðruvísi hefði verið tekið á málinu ef það hefði komið upp í karlaleik. „Þegar ég kom heim eftir leikinn horfði ég aftur á atvikið og ég hugsaði mikið um það sem hafði gerst. Fyrir mér er völlurinn staður sem þér á að líða vel á, en þarna leið mér ekki vel og mér fannst ég óörugg. Eina sem ég bið um er virðing frá öllum svo við getum spilað eins vel og mögulega hægt er. Það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði gerst í karlaleik. Ég hefði getað brugðist allt öðruvísi við þessu en ég vildi halda áfram að spila og hjálpa liðinu. Ég vil tala um þetta því enginn leikmaður á að lenda í þessu, sérstaklega ekki ungar stelpur,“ sagði Britney. Senegalska landsliðkonan telur sig fá ósanngjarna meðferð frá dómurum í Olís-deildinni, sérstaklega eftir atvik þar sem Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, meiddist þegar Britney varð fyrir því óláni að fara með höndina í auga hennar. Steinunn missti sjónina tímabundið en er komin aftur á ferðina. „Já, mér finnst það. Í einu atviki var ég tekin úr umferð og svo var brotið augljóslega á mér og ekkert var dæmt, svo strax í kjölfarið í hraðaupphlaupi fékk ég dæmdar tvær mínútur á mig þegar ég var ekki nálægt neinum. Dómarinn ætlaði að gefa liðsfélaga mínum tvær, en hætti við og gaf mér tvær. Mér fannst það mjög skrítið, dónalegt og ósanngjarnt. Það var líka mjög skrítið að sjá dómarana ekki taka á því þegar þjálfarinn ýtti mér,“ sagði Britney sem veltir því fyrir sér hvort þjóðerni hennar hafi áhrif á það hvernig dómarar dæma hjá henni. „Það er erfitt að segja. Það á ekki að skipta máli hver á í hlut, en auðvitað var fólk í áfalli að sjá Steinunni svona slasaða, hún er risastórt nafn í íslenskum handbolta. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég sé útlendingur og hún svona stórt nafn, ég veit það ekki.“ Í viðtalinu hrósar Britney Steinunni fyrir viðbrögð hennar eftir atvikið í leik Fram og FH í janúar og segir að þær hafi ræðst oft við síðan þá. „Hún hefur verið virkilega góð og almennileg. Við höfum talað reglulega saman eftir þetta og hún tók þessu rosalega vel.“ Britney er á sínu þriðja tímabili hjá FH. Hún er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 39 mörk. Olís-deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Í viðtali við mbl.is fer Britney yfir atvikið. Hún ætlaði að biðja Hörpu Valeyju Gylfadóttur, leikmann ÍBV, afsökunar eftir að hafa lent í samstuði við hana. Sigurður, sem hlúði að Hörpu, stjakaði þá við Britney sem brá mjög. „Ég ætlaði að biðja hana afsökunar, en þjálfarinn brást svona við. Ég var í sjokki eftir þetta atvik því þetta á ekki að gerast. Hann ýtti mér harkalega í burtu og vildi ekki sjá mig. Ég var í áfalli en mér fannst réttast að halda áfram að spila því þetta var hörkuleikur. Þess vegna brást ég ekki verr við þessu. Mér sýndist líka dómararnir sjá atvikið, en þeir gerðu ekkert í því,“ sagði Britney. Atvikið má sjá á 1:03:30 í myndbandinu hér fyrir neðan. Britney segir að öðruvísi hefði verið tekið á málinu ef það hefði komið upp í karlaleik. „Þegar ég kom heim eftir leikinn horfði ég aftur á atvikið og ég hugsaði mikið um það sem hafði gerst. Fyrir mér er völlurinn staður sem þér á að líða vel á, en þarna leið mér ekki vel og mér fannst ég óörugg. Eina sem ég bið um er virðing frá öllum svo við getum spilað eins vel og mögulega hægt er. Það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði gerst í karlaleik. Ég hefði getað brugðist allt öðruvísi við þessu en ég vildi halda áfram að spila og hjálpa liðinu. Ég vil tala um þetta því enginn leikmaður á að lenda í þessu, sérstaklega ekki ungar stelpur,“ sagði Britney. Senegalska landsliðkonan telur sig fá ósanngjarna meðferð frá dómurum í Olís-deildinni, sérstaklega eftir atvik þar sem Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, meiddist þegar Britney varð fyrir því óláni að fara með höndina í auga hennar. Steinunn missti sjónina tímabundið en er komin aftur á ferðina. „Já, mér finnst það. Í einu atviki var ég tekin úr umferð og svo var brotið augljóslega á mér og ekkert var dæmt, svo strax í kjölfarið í hraðaupphlaupi fékk ég dæmdar tvær mínútur á mig þegar ég var ekki nálægt neinum. Dómarinn ætlaði að gefa liðsfélaga mínum tvær, en hætti við og gaf mér tvær. Mér fannst það mjög skrítið, dónalegt og ósanngjarnt. Það var líka mjög skrítið að sjá dómarana ekki taka á því þegar þjálfarinn ýtti mér,“ sagði Britney sem veltir því fyrir sér hvort þjóðerni hennar hafi áhrif á það hvernig dómarar dæma hjá henni. „Það er erfitt að segja. Það á ekki að skipta máli hver á í hlut, en auðvitað var fólk í áfalli að sjá Steinunni svona slasaða, hún er risastórt nafn í íslenskum handbolta. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég sé útlendingur og hún svona stórt nafn, ég veit það ekki.“ Í viðtalinu hrósar Britney Steinunni fyrir viðbrögð hennar eftir atvikið í leik Fram og FH í janúar og segir að þær hafi ræðst oft við síðan þá. „Hún hefur verið virkilega góð og almennileg. Við höfum talað reglulega saman eftir þetta og hún tók þessu rosalega vel.“ Britney er á sínu þriðja tímabili hjá FH. Hún er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 39 mörk.
Olís-deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða