Fjórir greindust með Covid-19 innanlands í gær og tengdust allir. Að sögn Þórólfs var um að ræða einstakling sem greindist með Covid-19 á landamærum, fór í einangrun en tókst samt að smita sitt nánasta fólk.
„Þetta er bara áminning um að þetta er ekkert búið. Það er enn þá hætta á að fólk getur smitast, og smit blossað upp,“ segir Þórólfur.
„Við erum áfram að biðla til fólks, sem hefur staðið sig mjög vel í gegnum áramót, jól og annað, að það er mjög mikilvægt að halda þetta út. Við getum fengið þetta allt í bakið áður en við vitum af.“