Breiðablik vann 7-0 sigur en staðan var 6-0 í hálfleik. Agla María Albertsdóttir gerði þrjú mörk, Karítas Tómasdóttir tvö mörk og þær Birta Georgsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sitt hvort markið.
Í Keflavík unnu heimastúlkur 8-2 sigur á Selfoss. Eva Lind Daníelsdóttir gerði tvö mörk og þær María Rún Guðmundsdóttir, Dröfn Einarsdóttir og Natasha Moraa Ansai eitt hvor.
Selfoss gerði þar að auki þrjú sjálfsmörk en Þóra Jónsdóttir og Unnur Dóra Birgisdóttir gerðu mörk Selfoss.
Fylkir vann svo 4-0 sigur á FH í Árbænum.