Leikmenn ÍBV gagnrýna fréttaflutning: Hissa á lágkúrulegri umfjöllun Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. febrúar 2021 21:00 Sunna Jónsdóttir í leik með ÍBV. vísir/bára Leikmenn Olís-deildar liðs ÍBV furða sig á umfjöllun fjölmiðla um ásakanir Britney Cots, leikmanns FH, í garð þjálfara Eyjakvenna. Í viðtali sem birt var á vef Morgunblaðsins seint á fimmtudagskvöld fór Britney Cots um víðan völl þar sem hún sagði frá því að hún fái almennt ósanngjarna meðferð frá dómurum Olís-deildarinnar. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því að þjálfari ÍBV, Sigurður Bragason, hefði ýtt sér harkalega í leik liðanna fyrir rúmum þremur vikum síðan. Myndband af þessari meintu hrindingu má sjá hér. Í dag sendu leikmenn ÍBV frá sér tilkynningu sem lesa má í heild hér fyrir neðan. „Okkur langar aðeins að velta upp nokkrum punktum eftir frétt sem kom í fjölmiðlum í gær og hefur farið eins og eldur um sinu um miðlana. Við í meistaraflokki kvenna hjá ÍBV undir stjórn Sigurðs Bragasonar erum hissa á umfjölluninni og teljum þetta einungis vera til að skaða mannorð hans og þá okkar í leiðinni. Við stöndum 100% með honum og okkur finnst fréttamennskan til skammar, lágkúruleg og virðist vera að þarna sé einungis verið að reyna sækja klikk á fréttina. Við skiljum ekki af hverju hann fékk ekki að segja sína hlið áður en þetta fór í fjölmiðla og þess þá heldur að leikmaðurinn eða klúbburinn hennar hafi ekki bara haft samband beint við Sigga áður en farið var með þetta í loftið, ef þetta fór svona fyrir brjóstið á henni. Einnig viljum við nefna að leikurinn var leikinn fyrir 3 vikum síðan og Siggi eða við vissum ekki af þessum eftirmálum. Siggi á fjölskyldu og að vita til þess að dætur hans lesi svona fréttir um hann sem eiga ekki rétt á sér skaðar til dæmis bæði hann og þær. Siggi er mikill keppnismaður, með mikla réttlætiskennd, ástríðufullur, skemmtilegur, brennir fyrir handbolta og stendur við bakið á sínu fólki. Við erum heppnar að hann sé búinn að færa sig yfir í kvennaboltann og er all in þar eins og honum er einum lagið. Ef talað er um einhversskonar kynþáttafordóma í umtöluðum fréttum þá má nefna að við í ÍBV erum með leikmenn frá 4 löndum þar sem allir eru með hlutverk, fá að njóta sín og líður vel. Stemmningin í hópnum er góð, Siggi á stóran þátt í því og hann stendur við bakið á okkur öllum. Einnig viljum við koma á framfæri að við sem spiluðum leikinn fannst eins og Siggi hefði gefið leikmanninum vinalegt klapp og sagt don’t worry á meðan ein af okkur lá eftir samstuð, en það eru okkar svör við þessu atviki. Leikmaðurinn hefði einnig getað beðið leikmanninn okkar afsökunar eftir leik ef það var það sem hún ætlaði að gera en það gerði hún ekki. Svona fréttir skapa leiðinlegt umtal og skaða mannorð. Réttast væri einnig að heyra allar hliðar málsins áður en svona fréttir eru settar út með einhverjum dúndurfyrirsögnum. Leyfið okkur frekar að spila leikinn sem við öll elskum og reynum að gera okkar besta í og vinsamlegast fjallið faglega um það. Með fyrirfram þökk. Áfram handbolti og ÍBV. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna, Sunna Jónsdóttir.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Í viðtali sem birt var á vef Morgunblaðsins seint á fimmtudagskvöld fór Britney Cots um víðan völl þar sem hún sagði frá því að hún fái almennt ósanngjarna meðferð frá dómurum Olís-deildarinnar. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því að þjálfari ÍBV, Sigurður Bragason, hefði ýtt sér harkalega í leik liðanna fyrir rúmum þremur vikum síðan. Myndband af þessari meintu hrindingu má sjá hér. Í dag sendu leikmenn ÍBV frá sér tilkynningu sem lesa má í heild hér fyrir neðan. „Okkur langar aðeins að velta upp nokkrum punktum eftir frétt sem kom í fjölmiðlum í gær og hefur farið eins og eldur um sinu um miðlana. Við í meistaraflokki kvenna hjá ÍBV undir stjórn Sigurðs Bragasonar erum hissa á umfjölluninni og teljum þetta einungis vera til að skaða mannorð hans og þá okkar í leiðinni. Við stöndum 100% með honum og okkur finnst fréttamennskan til skammar, lágkúruleg og virðist vera að þarna sé einungis verið að reyna sækja klikk á fréttina. Við skiljum ekki af hverju hann fékk ekki að segja sína hlið áður en þetta fór í fjölmiðla og þess þá heldur að leikmaðurinn eða klúbburinn hennar hafi ekki bara haft samband beint við Sigga áður en farið var með þetta í loftið, ef þetta fór svona fyrir brjóstið á henni. Einnig viljum við nefna að leikurinn var leikinn fyrir 3 vikum síðan og Siggi eða við vissum ekki af þessum eftirmálum. Siggi á fjölskyldu og að vita til þess að dætur hans lesi svona fréttir um hann sem eiga ekki rétt á sér skaðar til dæmis bæði hann og þær. Siggi er mikill keppnismaður, með mikla réttlætiskennd, ástríðufullur, skemmtilegur, brennir fyrir handbolta og stendur við bakið á sínu fólki. Við erum heppnar að hann sé búinn að færa sig yfir í kvennaboltann og er all in þar eins og honum er einum lagið. Ef talað er um einhversskonar kynþáttafordóma í umtöluðum fréttum þá má nefna að við í ÍBV erum með leikmenn frá 4 löndum þar sem allir eru með hlutverk, fá að njóta sín og líður vel. Stemmningin í hópnum er góð, Siggi á stóran þátt í því og hann stendur við bakið á okkur öllum. Einnig viljum við koma á framfæri að við sem spiluðum leikinn fannst eins og Siggi hefði gefið leikmanninum vinalegt klapp og sagt don’t worry á meðan ein af okkur lá eftir samstuð, en það eru okkar svör við þessu atviki. Leikmaðurinn hefði einnig getað beðið leikmanninn okkar afsökunar eftir leik ef það var það sem hún ætlaði að gera en það gerði hún ekki. Svona fréttir skapa leiðinlegt umtal og skaða mannorð. Réttast væri einnig að heyra allar hliðar málsins áður en svona fréttir eru settar út með einhverjum dúndurfyrirsögnum. Leyfið okkur frekar að spila leikinn sem við öll elskum og reynum að gera okkar besta í og vinsamlegast fjallið faglega um það. Með fyrirfram þökk. Áfram handbolti og ÍBV. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna, Sunna Jónsdóttir.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira