Hundrað prósent helgi hjá Álex Abrines Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 12:00 Alex Abrines fagnar hér þriggja stiga körfu í bikarúrslitaleiknum móti Real Madrid. Getty/Borja B. Hojas Barcelona leikmaðurinn Álex Abrines náði einstöku afreki þegar Barcelona tryggði sér sigur í spænska Konungsbikarnum i körfubolta í gær. Barcelona tryggði sér Konungsbikarinn í 26. sinn með því að vinna fimmtán stiga sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum, 88-73. Börsungar hafa unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins var valinn mikilvægasti leikmaður helgarinnar en hann var með 19 stig að meðaltali fyrir Barcelonaliðið. Það var aftur á móti frammistaða annars leikmanns sem kom honum í sögubækurnar. TREMENDO @alexabrines!!!!Primer jugador en TODA la historia que completa una #CopaACB con 100% de acierto en triples, en cuartos (3 de 3), en semis (3 de 3) y en la final (2 de 2).Y aún hay más: Abrines JAMÁS ha fallado un tiro de campo en un partido de #CopaACB (16 de 16) pic.twitter.com/M3JaS9IRV5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 14, 2021 Einhverjir þjálfarar hefðu kannski sett upp meira fyrir spænska landsliðsmanninn Álex Abrines sem klikkaði ekki á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna alla helgina. Við erum ekki að tala um sniðskot eða vítaskot. Við erum að tala um skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Barcelona liðið spilaði þrjá leiki á þremur dögum, átta liða úrslit á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og loks úrslitaleikinn á sunnudegi. Álex Abrines tók þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á Unicaja á föstudagskvöldið, þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á TD Systems Baskonia í undanúrslitunum og loks tvö í úrslitaleiknum á móti Real Madrid. Öll þessi átta þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og Abrines var því með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í leikjunum þremur. Hér fyrir neðan má sjá myndband með skotum kappans í Konungsbikarnum. @alexabrines, PERFECTO desde el 6,75 en la #CopaACB ¡8 de 8 en triples!#DíseloConBasket pic.twitter.com/PDXJ4cDJtJ— #CopaACB (@ACBCOM) February 15, 2021 Abrines var reyndar hundrað prósent á öllum sviðum því hann hitti úr eina tveggja stiga skotinu sínu og báðum vítunum líka. Hann var alls með 28 stig á 57 mínútum í leikjunum þremur og því aðeins að spila 19,1 mínútu í leik. Álex Abrines er 27 ára gamall skotbakvörður sem lék með Oklahoma City Thunder frá 2016 til 2019. Þá hafði hann verið hjá Barcelona í fjögur ár og hann kom aftur í Barcelona eftir tíma sinn í NBA-deildinni þar sem hann var með 5,3 stig í leik á þremur tímabilum. Spænski körfuboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Barcelona tryggði sér Konungsbikarinn í 26. sinn með því að vinna fimmtán stiga sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum, 88-73. Börsungar hafa unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins var valinn mikilvægasti leikmaður helgarinnar en hann var með 19 stig að meðaltali fyrir Barcelonaliðið. Það var aftur á móti frammistaða annars leikmanns sem kom honum í sögubækurnar. TREMENDO @alexabrines!!!!Primer jugador en TODA la historia que completa una #CopaACB con 100% de acierto en triples, en cuartos (3 de 3), en semis (3 de 3) y en la final (2 de 2).Y aún hay más: Abrines JAMÁS ha fallado un tiro de campo en un partido de #CopaACB (16 de 16) pic.twitter.com/M3JaS9IRV5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 14, 2021 Einhverjir þjálfarar hefðu kannski sett upp meira fyrir spænska landsliðsmanninn Álex Abrines sem klikkaði ekki á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna alla helgina. Við erum ekki að tala um sniðskot eða vítaskot. Við erum að tala um skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Barcelona liðið spilaði þrjá leiki á þremur dögum, átta liða úrslit á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og loks úrslitaleikinn á sunnudegi. Álex Abrines tók þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á Unicaja á föstudagskvöldið, þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á TD Systems Baskonia í undanúrslitunum og loks tvö í úrslitaleiknum á móti Real Madrid. Öll þessi átta þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og Abrines var því með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í leikjunum þremur. Hér fyrir neðan má sjá myndband með skotum kappans í Konungsbikarnum. @alexabrines, PERFECTO desde el 6,75 en la #CopaACB ¡8 de 8 en triples!#DíseloConBasket pic.twitter.com/PDXJ4cDJtJ— #CopaACB (@ACBCOM) February 15, 2021 Abrines var reyndar hundrað prósent á öllum sviðum því hann hitti úr eina tveggja stiga skotinu sínu og báðum vítunum líka. Hann var alls með 28 stig á 57 mínútum í leikjunum þremur og því aðeins að spila 19,1 mínútu í leik. Álex Abrines er 27 ára gamall skotbakvörður sem lék með Oklahoma City Thunder frá 2016 til 2019. Þá hafði hann verið hjá Barcelona í fjögur ár og hann kom aftur í Barcelona eftir tíma sinn í NBA-deildinni þar sem hann var með 5,3 stig í leik á þremur tímabilum.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira