Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:03 Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að hafist verði handa við undirbúning verkefnisins á næstu mánuðum en á síðasta ársfjórðungi þessa árs verði lítið svæði tekið fyrir og það „snjallvætt“. „Þar verður um eins konar sannprófunarverkefni að ræða áður en hafist verður handa af fullum krafti við mælaskiptin um mitt næsta ár. Áætlanir gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að nú muni áætlunarreikningar heyra sögunni til og reikningar byggja á raunnotkun. „Því fylgir að viðskiptavinir geta átt von á árstíðarbundnum sveiflum í orkuútgjöldum. Með nýju mælunum hafa notendur einnig möguleika á að fylgjast með orkunotkuninni á „mínum síðum“ á vef Veitna og gera ráðstafanir til sparnaðar ef þurfa þykir.“ Álestur heyrir sögunni til „Við erum ánægð með samninginn við Securitas, sem er þjónustumiðað og framsækið fyrirtæki. Verkefnið er stórt og það skiptir miklu máli að hafa öfluga samstarfsaðila,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Hann segir nýju mælana gera Veitum kleift að bæta þjónustu sína og þá mun hefðbundnum heimsóknum til notenda fækka og álestur heyra sögunni til. „Með snjallmælunum fást einnig meiri og betri upplýsingar og yfirsýn um veitukerfin sem nýtast til að gera umgengni um sameiginlegar auðlindir okkar enn ábyrgari.“ Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segist stoltur af því að fá að taka þátt í einstöku og viðamiklu tækniverkefni en Securitas sé einn fjölmennasti vinnustaður rafiðnaðarmenntaðra starfsmanna á Íslandi. „Þetta spennandi verkefni á mikla samleið með þeirri stafrænu vegferð sem Securitas er á, þar sem lögð er áhersla á snjallvæðingu, gagnsæi og aukna sjálfvirkni. Verkefnið er því í öruggum höndum hjá okkur.“ Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að hafist verði handa við undirbúning verkefnisins á næstu mánuðum en á síðasta ársfjórðungi þessa árs verði lítið svæði tekið fyrir og það „snjallvætt“. „Þar verður um eins konar sannprófunarverkefni að ræða áður en hafist verður handa af fullum krafti við mælaskiptin um mitt næsta ár. Áætlanir gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að nú muni áætlunarreikningar heyra sögunni til og reikningar byggja á raunnotkun. „Því fylgir að viðskiptavinir geta átt von á árstíðarbundnum sveiflum í orkuútgjöldum. Með nýju mælunum hafa notendur einnig möguleika á að fylgjast með orkunotkuninni á „mínum síðum“ á vef Veitna og gera ráðstafanir til sparnaðar ef þurfa þykir.“ Álestur heyrir sögunni til „Við erum ánægð með samninginn við Securitas, sem er þjónustumiðað og framsækið fyrirtæki. Verkefnið er stórt og það skiptir miklu máli að hafa öfluga samstarfsaðila,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Hann segir nýju mælana gera Veitum kleift að bæta þjónustu sína og þá mun hefðbundnum heimsóknum til notenda fækka og álestur heyra sögunni til. „Með snjallmælunum fást einnig meiri og betri upplýsingar og yfirsýn um veitukerfin sem nýtast til að gera umgengni um sameiginlegar auðlindir okkar enn ábyrgari.“ Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segist stoltur af því að fá að taka þátt í einstöku og viðamiklu tækniverkefni en Securitas sé einn fjölmennasti vinnustaður rafiðnaðarmenntaðra starfsmanna á Íslandi. „Þetta spennandi verkefni á mikla samleið með þeirri stafrænu vegferð sem Securitas er á, þar sem lögð er áhersla á snjallvæðingu, gagnsæi og aukna sjálfvirkni. Verkefnið er því í öruggum höndum hjá okkur.“
Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22