„Vonin um kraftaverk lifir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. Hún ítrekar þakkir til allra þeirra sem hafa tekið þátt í leitinni að John Snorra og þeim Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, samferðamönnum hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra. Leitin að þremenningunum hefur ekki enn borið árangur en yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að halda grunnbúðum opnum. Leit mun því halda áfram eftir því sem veður og aðstæður leyfa. „Ég vil ítreka þakkir mínar til allra sem hafa tekið þátt í leitinni að þeim John Snorra, Ali og J Pablo. Leitin er mjög krefjandi og hefur verið stýrt af pakistönskum yfirvöldum og fagmennska borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur verið ómetanleg. Þeir félagar eru enn týndir en vonin um kraftaverk lifir. Hjörtu okkar, ástvina þeirra, slá með þeim,“ segir Lína Móey. „Það er búið að vera ótrúlegt að finna þann kraft sem hefur verið í leitinni, bæði af hálfu íslenskra, pakistanskra og síleskra yfirvalda. Ekki síður hefur sú umhyggja og sá stuðningur sem fjöldi fólks hefur sýnt okkur styrkt fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Hjartans þakkir til ykkar allra.“ Í gær var greint frá því að fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra, Sadparas og Mohrs væru á heimleið. Víðtæk leit hefur farið fram að göngumönnunum í fjallinu en þeirra hefur nú verið saknað í tíu daga. Gervihnattamyndir hafa verið skoðaðar, fjallið sjálft gengið að hluta og pakistanski herinn leitað úr lofti. Vanessa O´Brien sem var í fylgdarliðinu sagði frá því í gær að svefnpokar, rifin tjöld og dýnur hafi fundist á fjallinu en engin ummerki um mennina þrjá. Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherrann á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, sagði frá því á Twitter að John Snorri hafi verið með tvö tæki, sem gefa frá sér staðsetningarupplýsingar, með sér á fjallinu og fartölvu að auki. Hann hafi skilið fartölvuna og annað staðsetningartækið eftir í grunnbúðunum á K2. Hitt staðsetningartækið hafi hætt að senda frá sér merki 5. febrúar klukkan 7:13 að staðartíma og hafi hann þá verið í 7.843 metra hæð. Sajid hafi verið með honum á þeim tímapunkti en engin merki hafa borist frá tækinu síðan. O´Brien sagði í gær að boðað yrði til blaðamannafundar í dag og að þar verði sérstaklega greint frá fréttum sem tengjast Ali Sadpara. Fréttin hefur verið uppfærð. John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hún ítrekar þakkir til allra þeirra sem hafa tekið þátt í leitinni að John Snorra og þeim Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, samferðamönnum hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra. Leitin að þremenningunum hefur ekki enn borið árangur en yfirvöld í Pakistan hafa ákveðið að halda grunnbúðum opnum. Leit mun því halda áfram eftir því sem veður og aðstæður leyfa. „Ég vil ítreka þakkir mínar til allra sem hafa tekið þátt í leitinni að þeim John Snorra, Ali og J Pablo. Leitin er mjög krefjandi og hefur verið stýrt af pakistönskum yfirvöldum og fagmennska borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur verið ómetanleg. Þeir félagar eru enn týndir en vonin um kraftaverk lifir. Hjörtu okkar, ástvina þeirra, slá með þeim,“ segir Lína Móey. „Það er búið að vera ótrúlegt að finna þann kraft sem hefur verið í leitinni, bæði af hálfu íslenskra, pakistanskra og síleskra yfirvalda. Ekki síður hefur sú umhyggja og sá stuðningur sem fjöldi fólks hefur sýnt okkur styrkt fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Hjartans þakkir til ykkar allra.“ Í gær var greint frá því að fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra, Sadparas og Mohrs væru á heimleið. Víðtæk leit hefur farið fram að göngumönnunum í fjallinu en þeirra hefur nú verið saknað í tíu daga. Gervihnattamyndir hafa verið skoðaðar, fjallið sjálft gengið að hluta og pakistanski herinn leitað úr lofti. Vanessa O´Brien sem var í fylgdarliðinu sagði frá því í gær að svefnpokar, rifin tjöld og dýnur hafi fundist á fjallinu en engin ummerki um mennina þrjá. Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherrann á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, sagði frá því á Twitter að John Snorri hafi verið með tvö tæki, sem gefa frá sér staðsetningarupplýsingar, með sér á fjallinu og fartölvu að auki. Hann hafi skilið fartölvuna og annað staðsetningartækið eftir í grunnbúðunum á K2. Hitt staðsetningartækið hafi hætt að senda frá sér merki 5. febrúar klukkan 7:13 að staðartíma og hafi hann þá verið í 7.843 metra hæð. Sajid hafi verið með honum á þeim tímapunkti en engin merki hafa borist frá tækinu síðan. O´Brien sagði í gær að boðað yrði til blaðamannafundar í dag og að þar verði sérstaklega greint frá fréttum sem tengjast Ali Sadpara. Fréttin hefur verið uppfærð.
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira