Nýútskrifaður læknir gerir samning við Sony Music Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2021 15:59 Victor skrifar undir samning við Sony og útskrifast úr læknisfræðinni. Tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor, og maðurinn á bakvið sumarsmellinn Sumargleðin, skrifaði nú á dögunum undir samning við Sony Music í Danmörku, en hann segir bjarta tíma framundan bæði í læknisfræðinni og tónlistinni. „Ég er virkilega spenntur fyrir þessum samning við Sony Music og það er frábært að fá reynslumikla aðila með sér í það að koma tónlistinni sinni á framfæri,“ segir Victor. Útskrifaðist úr læknisfræði síðasta sumar Það hefur verið vægast sagt mikið um að vera hjá Victori, en fyrir utan nýja samninginn við Sony Music er rétt um hálft ár síðan hann kláraði læknisfræðinám í Slóvakíu þar sem hann lærði í læknaskólanum Jessenius Faculty of Medicine og er hann nú á kandídatsárinu sínu. „Ég útskrifaðist síðasta sumar úr læknisfræðinni, en ég er núna að taka kandídatsárið mitt hér á Íslandi þar sem maður prófar að vinna á mismunandi sviðum. Það var gríðarlega mikið að læra fyrir lokaprófin svo ég nýtti allan aukatíma sem ég fékk til að semja tónlist og er búinn að koma mér upp góðu safni af lögum sem ég hlakka til að gefa út á næstunni.” Ný tónlist á leiðinni með Rúrik Gíslasyni Victor er nýlega fluttur til Íslands frá Slóvakíu, en hann segist vera sáttur með að vera kominn heim aftur og ýmislegt spennandi sé á leiðinni frá honum í tónlistinni. Hann er þó spenntastur fyrir nýjasta verkefninu sem er tónlist sem hann hefur verið að gera með fyrrum landsliðs fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. Victor og Rúrik gefa út lag saman á næstunni. „Þetta kom nú bara til þannig að ég var nýbúinn að gefa út Sumargleðin með Ingó Veðurguð og Gumma Tóta [Guðmundir Þórarinssyni] ásamt laginu Running Back með Svölu Björgvins þegar ég áttaði mig á hvað það væri gaman að vinna með mismunandi tónlistarfólki úr ýmsum áttum. Ég heyrði svo Rúrik fyrir tilviljun syngja stuttan lagbút í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir Okkar og áttaði mig á því að þar væri alvöru rödd á ferð sem myndi passa vel við þá tónlist sem ég var að vinna í og hafði samband.“ Victor segir það verkefni hafa stækkað meira en hann bjóst við og það sé nú bæði lag og tónlistarmyndband á leiðinni ásamt fleira efni sem komi síðar. Úr nýja myndbandinu með sem Victor vann með Rúrik. „Það er glænýtt lag og tónlistarmyndband að koma út núna á föstudaginn 19. febrúar og ég er gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út svo ég get ekki beðið eftir að sýna fólki afraksturinn. Ég held að margir eigi eftir að tengja við textann en lagið fjallar í stuttu máli um að taka lífinu ekki of alvarlega og vera óhræddur við að stefna hátt.” Hér að neðan má heyra Running Back með Victori og Svölu Björgvinsdóttur frá 2019. Tónlist Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
„Ég er virkilega spenntur fyrir þessum samning við Sony Music og það er frábært að fá reynslumikla aðila með sér í það að koma tónlistinni sinni á framfæri,“ segir Victor. Útskrifaðist úr læknisfræði síðasta sumar Það hefur verið vægast sagt mikið um að vera hjá Victori, en fyrir utan nýja samninginn við Sony Music er rétt um hálft ár síðan hann kláraði læknisfræðinám í Slóvakíu þar sem hann lærði í læknaskólanum Jessenius Faculty of Medicine og er hann nú á kandídatsárinu sínu. „Ég útskrifaðist síðasta sumar úr læknisfræðinni, en ég er núna að taka kandídatsárið mitt hér á Íslandi þar sem maður prófar að vinna á mismunandi sviðum. Það var gríðarlega mikið að læra fyrir lokaprófin svo ég nýtti allan aukatíma sem ég fékk til að semja tónlist og er búinn að koma mér upp góðu safni af lögum sem ég hlakka til að gefa út á næstunni.” Ný tónlist á leiðinni með Rúrik Gíslasyni Victor er nýlega fluttur til Íslands frá Slóvakíu, en hann segist vera sáttur með að vera kominn heim aftur og ýmislegt spennandi sé á leiðinni frá honum í tónlistinni. Hann er þó spenntastur fyrir nýjasta verkefninu sem er tónlist sem hann hefur verið að gera með fyrrum landsliðs fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. Victor og Rúrik gefa út lag saman á næstunni. „Þetta kom nú bara til þannig að ég var nýbúinn að gefa út Sumargleðin með Ingó Veðurguð og Gumma Tóta [Guðmundir Þórarinssyni] ásamt laginu Running Back með Svölu Björgvins þegar ég áttaði mig á hvað það væri gaman að vinna með mismunandi tónlistarfólki úr ýmsum áttum. Ég heyrði svo Rúrik fyrir tilviljun syngja stuttan lagbút í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir Okkar og áttaði mig á því að þar væri alvöru rödd á ferð sem myndi passa vel við þá tónlist sem ég var að vinna í og hafði samband.“ Victor segir það verkefni hafa stækkað meira en hann bjóst við og það sé nú bæði lag og tónlistarmyndband á leiðinni ásamt fleira efni sem komi síðar. Úr nýja myndbandinu með sem Victor vann með Rúrik. „Það er glænýtt lag og tónlistarmyndband að koma út núna á föstudaginn 19. febrúar og ég er gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út svo ég get ekki beðið eftir að sýna fólki afraksturinn. Ég held að margir eigi eftir að tengja við textann en lagið fjallar í stuttu máli um að taka lífinu ekki of alvarlega og vera óhræddur við að stefna hátt.” Hér að neðan má heyra Running Back með Victori og Svölu Björgvinsdóttur frá 2019.
Tónlist Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira