Búið að selja húsið sem kallaði á hlífðarfatnað og allsherjar endurnýjun Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 22:58 Í raun hefur ekkert verið gert fyrir húsið síðan 1964. Víðfrægt hús í Kópavogi sem vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum hefur verið selt. Fasteignasali benti áhugasömum kaupendum á að skoða húsið í hlífðarfatnaði af heilsufarsástæðum. Þetta kemur fram á fasteignavef Vísis en Fréttablaðið greindi fyrst frá sölunni. Eignin sem er staðsett í Skólagerði 47 er í vægast sagt slæmu ásigkomulagi af ljósmyndum að dæma en fram kemur í fasteignaauglýsingu að töluvert sé um myglu og rakaskemmdir í húsinu. Fasteignasali vildi ekkert gefa upp um söluverð eða kaupanda eignarinnar í samtali við Fréttablaðið en uppgefið verð hússins eru 38,5 milljónir króna og fasteignamat þess 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Að sögn fasteignasala er nauðsynlegt að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Áður hefur verið greint frá því að húsið hafi tilheyrt dánarbúi Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að í ljósi aðstæðna geti seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína gagnvart kaupanda að fullu. Kaupandi hússins þarf að fara í mikla endurnýjun á eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Fram hefur komið að nágrannar hafi kvartað ítrekað undan viðhaldsskorti á húsinu og haft áhyggjur af því að ástand þess myndi minnka virði eignar sinnar. Kópavogur Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Þetta kemur fram á fasteignavef Vísis en Fréttablaðið greindi fyrst frá sölunni. Eignin sem er staðsett í Skólagerði 47 er í vægast sagt slæmu ásigkomulagi af ljósmyndum að dæma en fram kemur í fasteignaauglýsingu að töluvert sé um myglu og rakaskemmdir í húsinu. Fasteignasali vildi ekkert gefa upp um söluverð eða kaupanda eignarinnar í samtali við Fréttablaðið en uppgefið verð hússins eru 38,5 milljónir króna og fasteignamat þess 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Að sögn fasteignasala er nauðsynlegt að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Áður hefur verið greint frá því að húsið hafi tilheyrt dánarbúi Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að í ljósi aðstæðna geti seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína gagnvart kaupanda að fullu. Kaupandi hússins þarf að fara í mikla endurnýjun á eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Fram hefur komið að nágrannar hafi kvartað ítrekað undan viðhaldsskorti á húsinu og haft áhyggjur af því að ástand þess myndi minnka virði eignar sinnar.
Kópavogur Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira