Vaxtalaust lán Sif Huld Albertsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 07:31 Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að. Í nýrri úttekt sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, og vísar í íslenskar rannsóknir, kemur fram að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins meta líkamlega og andlega heilsu sína verri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Mat á eigin heilsu er nátengt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þessu verður að breyta, landsbyggðin á ekki að fá verri þjónustu eða þurfa að borga meira fyrir hana en íbúar höfuðborgarsvæðisins en svoleiðis er það í dag. Þörf er á að sérfræðilæknar komi út á land og sinni þjónustunni þar. Kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan bensín. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. En af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið 10-14 daga, það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en bílaleigubíll er greiddur af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Við getum líka tekið dæmi um skekkju í kerfinu ef farið er keyrandi á einkabíl í læknisferð. Ef farið er á einkabíl er greitt 31,61 kr. á hvern ekinn km frá heimilis til áfangastaðar.Til að setja þetta í samhengi þá er akstursgjald ríkisstarfsmanna, 114 kr. á hvern ekinn km. Það er eitthvað skakkt við að Alþingismenn okkar fái 114 kr. pr. km. á meðan foreldrar barna sem þurfa að komast með barnið sitt til læknis fái 31,61 kr.pr.km. Ekki hefur verið gerð grein fyrir því vinnutapi sem foreldri verður fyrir í þessari greiningu, en það mun alltaf vera einn til tveir vinnudagar sem foreldri missir úr vinnu til þess að koma barninu sínu til læknis. Reglugerð Sjúkratrygginga gera jafnframt ráð fyrir að einstaklingur fái aðeins greitt fyrir tvær ferðir á ári. Það er ljóst að margir þurfa að fara oftar og bera þá allan kostnað af þeim ferðum sjálfir. Það er alls ekki skrítið þegar horft er á þessi dæmi sem eru bara brotabrot af þeim sem ég hef, af hverju íbúar landsbyggðarinnar meti sig með verri líkamlega og andlega heilsu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þessu þarf að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Byggðamál Sif Huld Albertsdóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að. Í nýrri úttekt sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, og vísar í íslenskar rannsóknir, kemur fram að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins meta líkamlega og andlega heilsu sína verri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Mat á eigin heilsu er nátengt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þessu verður að breyta, landsbyggðin á ekki að fá verri þjónustu eða þurfa að borga meira fyrir hana en íbúar höfuðborgarsvæðisins en svoleiðis er það í dag. Þörf er á að sérfræðilæknar komi út á land og sinni þjónustunni þar. Kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan bensín. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. En af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið 10-14 daga, það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en bílaleigubíll er greiddur af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Við getum líka tekið dæmi um skekkju í kerfinu ef farið er keyrandi á einkabíl í læknisferð. Ef farið er á einkabíl er greitt 31,61 kr. á hvern ekinn km frá heimilis til áfangastaðar.Til að setja þetta í samhengi þá er akstursgjald ríkisstarfsmanna, 114 kr. á hvern ekinn km. Það er eitthvað skakkt við að Alþingismenn okkar fái 114 kr. pr. km. á meðan foreldrar barna sem þurfa að komast með barnið sitt til læknis fái 31,61 kr.pr.km. Ekki hefur verið gerð grein fyrir því vinnutapi sem foreldri verður fyrir í þessari greiningu, en það mun alltaf vera einn til tveir vinnudagar sem foreldri missir úr vinnu til þess að koma barninu sínu til læknis. Reglugerð Sjúkratrygginga gera jafnframt ráð fyrir að einstaklingur fái aðeins greitt fyrir tvær ferðir á ári. Það er ljóst að margir þurfa að fara oftar og bera þá allan kostnað af þeim ferðum sjálfir. Það er alls ekki skrítið þegar horft er á þessi dæmi sem eru bara brotabrot af þeim sem ég hef, af hverju íbúar landsbyggðarinnar meti sig með verri líkamlega og andlega heilsu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þessu þarf að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun