Vaxtalaust lán Sif Huld Albertsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 07:31 Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að. Í nýrri úttekt sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, og vísar í íslenskar rannsóknir, kemur fram að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins meta líkamlega og andlega heilsu sína verri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Mat á eigin heilsu er nátengt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þessu verður að breyta, landsbyggðin á ekki að fá verri þjónustu eða þurfa að borga meira fyrir hana en íbúar höfuðborgarsvæðisins en svoleiðis er það í dag. Þörf er á að sérfræðilæknar komi út á land og sinni þjónustunni þar. Kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan bensín. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. En af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið 10-14 daga, það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en bílaleigubíll er greiddur af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Við getum líka tekið dæmi um skekkju í kerfinu ef farið er keyrandi á einkabíl í læknisferð. Ef farið er á einkabíl er greitt 31,61 kr. á hvern ekinn km frá heimilis til áfangastaðar.Til að setja þetta í samhengi þá er akstursgjald ríkisstarfsmanna, 114 kr. á hvern ekinn km. Það er eitthvað skakkt við að Alþingismenn okkar fái 114 kr. pr. km. á meðan foreldrar barna sem þurfa að komast með barnið sitt til læknis fái 31,61 kr.pr.km. Ekki hefur verið gerð grein fyrir því vinnutapi sem foreldri verður fyrir í þessari greiningu, en það mun alltaf vera einn til tveir vinnudagar sem foreldri missir úr vinnu til þess að koma barninu sínu til læknis. Reglugerð Sjúkratrygginga gera jafnframt ráð fyrir að einstaklingur fái aðeins greitt fyrir tvær ferðir á ári. Það er ljóst að margir þurfa að fara oftar og bera þá allan kostnað af þeim ferðum sjálfir. Það er alls ekki skrítið þegar horft er á þessi dæmi sem eru bara brotabrot af þeim sem ég hef, af hverju íbúar landsbyggðarinnar meti sig með verri líkamlega og andlega heilsu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þessu þarf að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Byggðamál Sif Huld Albertsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að. Í nýrri úttekt sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, og vísar í íslenskar rannsóknir, kemur fram að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins meta líkamlega og andlega heilsu sína verri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Mat á eigin heilsu er nátengt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þessu verður að breyta, landsbyggðin á ekki að fá verri þjónustu eða þurfa að borga meira fyrir hana en íbúar höfuðborgarsvæðisins en svoleiðis er það í dag. Þörf er á að sérfræðilæknar komi út á land og sinni þjónustunni þar. Kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan bensín. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. En af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið 10-14 daga, það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en bílaleigubíll er greiddur af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Við getum líka tekið dæmi um skekkju í kerfinu ef farið er keyrandi á einkabíl í læknisferð. Ef farið er á einkabíl er greitt 31,61 kr. á hvern ekinn km frá heimilis til áfangastaðar.Til að setja þetta í samhengi þá er akstursgjald ríkisstarfsmanna, 114 kr. á hvern ekinn km. Það er eitthvað skakkt við að Alþingismenn okkar fái 114 kr. pr. km. á meðan foreldrar barna sem þurfa að komast með barnið sitt til læknis fái 31,61 kr.pr.km. Ekki hefur verið gerð grein fyrir því vinnutapi sem foreldri verður fyrir í þessari greiningu, en það mun alltaf vera einn til tveir vinnudagar sem foreldri missir úr vinnu til þess að koma barninu sínu til læknis. Reglugerð Sjúkratrygginga gera jafnframt ráð fyrir að einstaklingur fái aðeins greitt fyrir tvær ferðir á ári. Það er ljóst að margir þurfa að fara oftar og bera þá allan kostnað af þeim ferðum sjálfir. Það er alls ekki skrítið þegar horft er á þessi dæmi sem eru bara brotabrot af þeim sem ég hef, af hverju íbúar landsbyggðarinnar meti sig með verri líkamlega og andlega heilsu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þessu þarf að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun