Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 10:31 Simone Biles með gullverðlaunin sem hún vann á heimsmeistaramótinu 2019. Getty/ Laurence Griffiths Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. Fimleikaheimurinn í Bandaríkjunum hefur nötrað síðan að upp komst um ömurlegt háttalag læknis fimleikalandsliðsins en Larry Nassar var á endanum dæmdur í þrjú hundruð ára fangelsi fyrir að misnota meira en 250 fimleikastelpur í skjóli starfs síns með læknir fimleikasambandsins. Simone Biles kom fram á sínum tíma og sagði frá því að Larry Nassar hefði líka misnotað hana. Hún hefur frá byrjun gagnrýnt bandaríska fimleikasambandið, USA Gymnastics, fyrir að leyfa þessu að viðgangast í svo langan tíma og reyna síðan að breiða yfir það sem fimleikastelpurnar máttu þola á bak við tjöldin og inn í læstum herbergjum. Þrátt fyrir að Larry Nassar sé löngu kominn í fangelsi og skipt hafi um yfirmenn hjá fimleikasambandinu þá er Simone Biles hvergi nærri sátt með stöðu mála. Hún heimtar sjálfstæða rannsókn á því hvernig svona gat gerst. Simone Biles says if she had a daughter, she wouldn t want her in U.S.A. Gymnastics as it s run now, following the Larry Nassar sexual abuse scandal. I don t feel comfortable enough they haven t ensured us that it s never going to happen again. https://t.co/7zMDohczqg pic.twitter.com/0Tz0SuIU46— 60 Minutes (@60Minutes) February 15, 2021 Simone Biles hefur alls unnið þrjátíu verðlaun á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum en hún er 23 ára gömul. Biles vann fjögur gull og ein bronsverðlaun á síðustu Ólympíuleikum í Ríó 2016. Biles ræddi mál bandaríska fimleikasambandsins í nýju viðtali í 60 minutes þættinum á CBS. „Þetta er langt frá því að vera búið. Það er enn fullt af spurningum sem þarf að svara,“ sagði Simone Biles. Fréttamaður 60 minutes þáttarins spurði Biles hvort hún myndi leyfa dóttur sinni að æfa á vegum bandaríska fimleikasambandsins. „Nei. Vegna þess að ég er ekki sannfærð og líður ekki nógu vel með þetta af því að þau hafa ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum og hvað þau hafa gert. Þau hafa ekki enn fullvissað okkur um að þetta muni ekki koma fyrir aftur,“ sagði Biles. I didn t come this far to only come this far, says Olympic gymnast Simone Biles about her decision to keep training another year to compete in the Olympics, which were delayed because of the pandemic. https://t.co/eNp21alsip pic.twitter.com/YHCJpj2mEH— 60 Minutes (@60Minutes) February 15, 2021 Simone Biles finnst að bandaríska fimleikasambandið og bandaríska Ólympíunefndina hafi brugðist henni. „Við færum þeim verðlaun. Við skilum okkar. Þið getið ekki sinnt ykkar starfi á móti. Þetta er ógeðslegt,“ sagði Biles. Þegar Biles var spurð út í hvaða spurningum þyrfti að svara: „Bara hver vissi hvað og hvenær. Þið hafði brugðist svo mörgum íþróttamönnum og flest af okkur voru undir lögaldri,“ sagði Simone Biles. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mál Larry Nassar Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Fimleikaheimurinn í Bandaríkjunum hefur nötrað síðan að upp komst um ömurlegt háttalag læknis fimleikalandsliðsins en Larry Nassar var á endanum dæmdur í þrjú hundruð ára fangelsi fyrir að misnota meira en 250 fimleikastelpur í skjóli starfs síns með læknir fimleikasambandsins. Simone Biles kom fram á sínum tíma og sagði frá því að Larry Nassar hefði líka misnotað hana. Hún hefur frá byrjun gagnrýnt bandaríska fimleikasambandið, USA Gymnastics, fyrir að leyfa þessu að viðgangast í svo langan tíma og reyna síðan að breiða yfir það sem fimleikastelpurnar máttu þola á bak við tjöldin og inn í læstum herbergjum. Þrátt fyrir að Larry Nassar sé löngu kominn í fangelsi og skipt hafi um yfirmenn hjá fimleikasambandinu þá er Simone Biles hvergi nærri sátt með stöðu mála. Hún heimtar sjálfstæða rannsókn á því hvernig svona gat gerst. Simone Biles says if she had a daughter, she wouldn t want her in U.S.A. Gymnastics as it s run now, following the Larry Nassar sexual abuse scandal. I don t feel comfortable enough they haven t ensured us that it s never going to happen again. https://t.co/7zMDohczqg pic.twitter.com/0Tz0SuIU46— 60 Minutes (@60Minutes) February 15, 2021 Simone Biles hefur alls unnið þrjátíu verðlaun á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum en hún er 23 ára gömul. Biles vann fjögur gull og ein bronsverðlaun á síðustu Ólympíuleikum í Ríó 2016. Biles ræddi mál bandaríska fimleikasambandsins í nýju viðtali í 60 minutes þættinum á CBS. „Þetta er langt frá því að vera búið. Það er enn fullt af spurningum sem þarf að svara,“ sagði Simone Biles. Fréttamaður 60 minutes þáttarins spurði Biles hvort hún myndi leyfa dóttur sinni að æfa á vegum bandaríska fimleikasambandsins. „Nei. Vegna þess að ég er ekki sannfærð og líður ekki nógu vel með þetta af því að þau hafa ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum og hvað þau hafa gert. Þau hafa ekki enn fullvissað okkur um að þetta muni ekki koma fyrir aftur,“ sagði Biles. I didn t come this far to only come this far, says Olympic gymnast Simone Biles about her decision to keep training another year to compete in the Olympics, which were delayed because of the pandemic. https://t.co/eNp21alsip pic.twitter.com/YHCJpj2mEH— 60 Minutes (@60Minutes) February 15, 2021 Simone Biles finnst að bandaríska fimleikasambandið og bandaríska Ólympíunefndina hafi brugðist henni. „Við færum þeim verðlaun. Við skilum okkar. Þið getið ekki sinnt ykkar starfi á móti. Þetta er ógeðslegt,“ sagði Biles. Þegar Biles var spurð út í hvaða spurningum þyrfti að svara: „Bara hver vissi hvað og hvenær. Þið hafði brugðist svo mörgum íþróttamönnum og flest af okkur voru undir lögaldri,“ sagði Simone Biles.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mál Larry Nassar Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira