Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 11:42 Ívar Pétur Kjartansson vinur Uhunoma afhendir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur undirskriftalistann fyrir utan ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glímir auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi. Efnt var til undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að stjórnvöld veittu Uhunoma alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Alls söfnuðust 45.744 undirskriftir. „Það sýnir að íslenska þjóðin taki mjög skýra afstöðu og sendi skýr skilaboð til stjórnvalda og það eru margir sem vilja að Uhonoma fái að vera hérna,“ sagði Tómas Manoury, vinur Uhunoma, í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Ívar Pétur Kjartansson og Tómas Manoury, vinir Uhunoma.Vísir/vilhelm Ívar Pétur Kjartansson, annar vinur Uhunoma, sagði að fyrirhuguð brottvísun Uhunoma væri sér mjög þungbær. „Á persónulegu „leveli“ finnst mér hún [ákvörðun stjórnvalda] hræðileg og sorgleg. Uhunoma er vinur minn og ég vil ekki missa hann úr mínu lífi.“ Þá sagði Tómas að Uhunoma væri miður sín vegna málsins. „Þessi staða eins og hann er í núna fer mjög illa í hann. Hann er bara hræddur og finnur fyrir miklu óréttlæti þannig að við erum að reyna að styðja í gegnum þetta. Og gerum allt sem við getum til að hann fái að vera hérna.“ Hér fyrir neðan má sjá þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tók við undirskriftunum 45 þúsund fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glímir auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi. Efnt var til undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að stjórnvöld veittu Uhunoma alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Alls söfnuðust 45.744 undirskriftir. „Það sýnir að íslenska þjóðin taki mjög skýra afstöðu og sendi skýr skilaboð til stjórnvalda og það eru margir sem vilja að Uhonoma fái að vera hérna,“ sagði Tómas Manoury, vinur Uhunoma, í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Ívar Pétur Kjartansson og Tómas Manoury, vinir Uhunoma.Vísir/vilhelm Ívar Pétur Kjartansson, annar vinur Uhunoma, sagði að fyrirhuguð brottvísun Uhunoma væri sér mjög þungbær. „Á persónulegu „leveli“ finnst mér hún [ákvörðun stjórnvalda] hræðileg og sorgleg. Uhunoma er vinur minn og ég vil ekki missa hann úr mínu lífi.“ Þá sagði Tómas að Uhunoma væri miður sín vegna málsins. „Þessi staða eins og hann er í núna fer mjög illa í hann. Hann er bara hræddur og finnur fyrir miklu óréttlæti þannig að við erum að reyna að styðja í gegnum þetta. Og gerum allt sem við getum til að hann fái að vera hérna.“ Hér fyrir neðan má sjá þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tók við undirskriftunum 45 þúsund fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01
Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05