Serena spennt fyrir viðureigninni gegn Osaka í undanúrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2021 23:01 Serena hefur spilað vel í Ástralíu. EPA-EFE/DAVE HUNT Segja má að drottningin og prinsessan mætist í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis á fimmtudag, þann 18. febrúar, þegar Serena Williams og hin 23 ára gamla Naomi Osaka mætast. Serena er mjög spennt fyrir einvíginu. Þær Serena og Osaka mættust í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins árið 2018 þar sem Osaka kom öllum á óvart og vann glæstan sigur. Sigur Osaka féll í skuggann af því þegar Williams lét Carlos Ramos dómara heyra það eftir það sem var að hennar mati slæmur dómur. Serena bað Osaka afsökunar í kjölfarið þar sem fréttamiðlar fjölluðu í raun meira um það heldur en sigur Osaka. Hún fyrirgaf Serenu þó auðveldlega enda má segja að Williams hafi verið átrúnaðargoð Osaka frá unga aldri. Kominn tími á sigur Hin 39 ára gamla Serena Williams er komin í undanúrslit í Ástralíu í fyrsta skipti síðan hún vann mótið 2017, þá ólétt. Síðan hún eignaðist dóttur sína, Alexis Olympia Ohanian Junior, hefur hún fjórum sinnum komist í úrslit á risamótum en alltaf beðið ósigur. Henni líður hins vegar vel fyrir komandi undanúrslitaleik. Karatsev continues magic run Djokovic wills his way to a win Serena shines against HalepThe home stretch is here. Don't miss a moment of all that unfolded on Day 9 with The AO Show #AusOpen | #AO2021— #AusOpen (@AustralianOpen) February 16, 2021 „Mér líður vel. Ég hef haldið dampi, sem var augljóslega markmiðið. Ég á eftir að mæta mögnuðum mótherja svo það væri gaman ef ég held áfram að bæta leik minn. Ég verð að gera það. Ég er komin í undanúrslit sem er nokkuð magnað svo það er spennandi,“ sagði Serena eftir að hafa unnið Simona Halep í síðustu umferð. Halep, sem vann Serenu í úrslitum á Wimbledon 2019, hrósaði mótherja sínum og sagði hana hafa spilað frábærlega. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist á fimmtudag þegar tennis drottningin mætir tennis prinsessunni, þegar aðdáandinn mætir átrúnaðargoðinu. Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Þær Serena og Osaka mættust í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins árið 2018 þar sem Osaka kom öllum á óvart og vann glæstan sigur. Sigur Osaka féll í skuggann af því þegar Williams lét Carlos Ramos dómara heyra það eftir það sem var að hennar mati slæmur dómur. Serena bað Osaka afsökunar í kjölfarið þar sem fréttamiðlar fjölluðu í raun meira um það heldur en sigur Osaka. Hún fyrirgaf Serenu þó auðveldlega enda má segja að Williams hafi verið átrúnaðargoð Osaka frá unga aldri. Kominn tími á sigur Hin 39 ára gamla Serena Williams er komin í undanúrslit í Ástralíu í fyrsta skipti síðan hún vann mótið 2017, þá ólétt. Síðan hún eignaðist dóttur sína, Alexis Olympia Ohanian Junior, hefur hún fjórum sinnum komist í úrslit á risamótum en alltaf beðið ósigur. Henni líður hins vegar vel fyrir komandi undanúrslitaleik. Karatsev continues magic run Djokovic wills his way to a win Serena shines against HalepThe home stretch is here. Don't miss a moment of all that unfolded on Day 9 with The AO Show #AusOpen | #AO2021— #AusOpen (@AustralianOpen) February 16, 2021 „Mér líður vel. Ég hef haldið dampi, sem var augljóslega markmiðið. Ég á eftir að mæta mögnuðum mótherja svo það væri gaman ef ég held áfram að bæta leik minn. Ég verð að gera það. Ég er komin í undanúrslit sem er nokkuð magnað svo það er spennandi,“ sagði Serena eftir að hafa unnið Simona Halep í síðustu umferð. Halep, sem vann Serenu í úrslitum á Wimbledon 2019, hrósaði mótherja sínum og sagði hana hafa spilað frábærlega. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist á fimmtudag þegar tennis drottningin mætir tennis prinsessunni, þegar aðdáandinn mætir átrúnaðargoðinu.
Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira