Í þáttunum verður reynt að leiða fram þá sýn sem flokkarnir hafa gagnvart viðspyrnu og framtíð ferðaþjónustunnar og efnahagslífsins inn í næstu mánuði og næsta kjörtímabil.
Hvernig sjá þau framtíð greinarinnar fyrir sér? Hvernig ætla þau að styðja við endurreisn hennar og hvaða breytingar þarf að gera á rekstrarumhverfinu? Hvert verður hlutverk ferðaþjónustu í verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun á næstu árum og áratugum?
Útsendingin hefst klukkan 9:15 og má sjá hana í spilaranum að neðan.
Fylgist með samtali við stjórnmálin um framtíð ferðaþjónustunnar á Vísi.is alla miðvikudagsmorgna fram að páskum.