„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2021 12:17 Frá komu fólks til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. Það er í trássi við leiðbeiningar um sóttkví fyrir fólk sem kemur til Íslands enda eiga viðkomandi að vera í sóttkví fram að seinni sýnatöku. Á Covid.is stendur: Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að fara með út á flugvöll. Borið hefur á því að fólk virði ekki þessar reglur heldur sæki sitt nánast út á völl. Víðir var spurður að því hvort brugðist hefði verið við þessu. Svaraði hann því til að eftirlit með komufarþegum, sem hafa verið á annað hundrað daglega undanfarið, hafi verið aukið. Hann nefndi þó að eitt vandamál væri að flugrútan sé hætt að ganga. Svo fáir hafi notað hana að ekki hafi verið rekstrargrundvöllur fyrir henni. Verið sé að leita leiða til að bjóða upp á aðrar lausnir eða koma flugrútunni í gang með einhverjum hætti. „Við höfum líka séð að með þessu aukna eftirliti höfum við orðið vör við það að fólk er að taka til dæmis leigubíla niður í bæ í Keflavík og er sótt þar,“ segir Víðir. „Brotaviljinn er ansi einbeittur í mörgum dæmum sem við höfum verið að sjá og það er erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja,“ segir Víðir. Hann bætti við að leiðbeiningar um þetta væru í endurskoðun og væri hluti af þeim veikleikum á landamærum sem væru til skoðunar. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Það er í trássi við leiðbeiningar um sóttkví fyrir fólk sem kemur til Íslands enda eiga viðkomandi að vera í sóttkví fram að seinni sýnatöku. Á Covid.is stendur: Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að fara með út á flugvöll. Borið hefur á því að fólk virði ekki þessar reglur heldur sæki sitt nánast út á völl. Víðir var spurður að því hvort brugðist hefði verið við þessu. Svaraði hann því til að eftirlit með komufarþegum, sem hafa verið á annað hundrað daglega undanfarið, hafi verið aukið. Hann nefndi þó að eitt vandamál væri að flugrútan sé hætt að ganga. Svo fáir hafi notað hana að ekki hafi verið rekstrargrundvöllur fyrir henni. Verið sé að leita leiða til að bjóða upp á aðrar lausnir eða koma flugrútunni í gang með einhverjum hætti. „Við höfum líka séð að með þessu aukna eftirliti höfum við orðið vör við það að fólk er að taka til dæmis leigubíla niður í bæ í Keflavík og er sótt þar,“ segir Víðir. „Brotaviljinn er ansi einbeittur í mörgum dæmum sem við höfum verið að sjá og það er erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja,“ segir Víðir. Hann bætti við að leiðbeiningar um þetta væru í endurskoðun og væri hluti af þeim veikleikum á landamærum sem væru til skoðunar.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira