John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2021 12:48 Raja Nasir Khan, fyrir miðju, á fréttamannafundinum fyrr í dag. Sajid Ali Sadpara, til hægri, sonur Ali Sadpara, var einnig á fundinum. AP/M.H. Balti Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. Frá þessu segir á síðu Daily Pakistan þar sem vísað er í orð pakistansks embættismanns. Sajid Ali Sadpara, sonur Ali Sadpara, sagði við blaðamenn í Skardu fyrr í dag að Pakistan hefði misst mikinn fjallgöngumann. „Faðir minn og tveir aðrir fjallgöngumenn eru ekki lengur meðal vor,“ sagði Sadpara. T163- #K2winter: It is with profound sadness and a heavy heart that we are declaring the missing climbers #AliSadpara, #JohnSnorri,& #JPMohr as dead since we couldn't trace anything about their whereabouts during the extensive search mission. We did everything humanly possible... pic.twitter.com/pZCTuTfF4s— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 18, 2021 Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherra á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, greindi frá því á fréttamannafundi fyrr í dag að þremenningarnir væru taldir af. Það væri niðurstaða veðurfræðinga, annarra fjallgöngumanna og sérfræðinga pakistanskra hersins. Enginn geti lifað svo lengi við svo erfiðar veðuraðstæður. Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru í hópi þeirra sem reyndu að klífa K2 að vetrarlagi, fyrstir manna.Facebook Khan sagði að leit að líkum mannanna yrði þó fram haldið. Tugir fjallgöngumanna reyndu að klífa K2 í vetur í þeirri von um að verða þeir fyrstu til að sigra fjallið að vetrarlagi. Það varð nepalskur fjallgöngumaður, Mingma Gyalje, og félagar hans sem náðu fyrstir takmarkinu um miðjan janúar. Andlát John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17. febrúar 2021 15:39 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59 „Vonin um kraftaverk lifir“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. 15. febrúar 2021 10:00 Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2 Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju. 12. febrúar 2021 15:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Frá þessu segir á síðu Daily Pakistan þar sem vísað er í orð pakistansks embættismanns. Sajid Ali Sadpara, sonur Ali Sadpara, sagði við blaðamenn í Skardu fyrr í dag að Pakistan hefði misst mikinn fjallgöngumann. „Faðir minn og tveir aðrir fjallgöngumenn eru ekki lengur meðal vor,“ sagði Sadpara. T163- #K2winter: It is with profound sadness and a heavy heart that we are declaring the missing climbers #AliSadpara, #JohnSnorri,& #JPMohr as dead since we couldn't trace anything about their whereabouts during the extensive search mission. We did everything humanly possible... pic.twitter.com/pZCTuTfF4s— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 18, 2021 Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherra á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, greindi frá því á fréttamannafundi fyrr í dag að þremenningarnir væru taldir af. Það væri niðurstaða veðurfræðinga, annarra fjallgöngumanna og sérfræðinga pakistanskra hersins. Enginn geti lifað svo lengi við svo erfiðar veðuraðstæður. Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru í hópi þeirra sem reyndu að klífa K2 að vetrarlagi, fyrstir manna.Facebook Khan sagði að leit að líkum mannanna yrði þó fram haldið. Tugir fjallgöngumanna reyndu að klífa K2 í vetur í þeirri von um að verða þeir fyrstu til að sigra fjallið að vetrarlagi. Það varð nepalskur fjallgöngumaður, Mingma Gyalje, og félagar hans sem náðu fyrstir takmarkinu um miðjan janúar.
Andlát John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17. febrúar 2021 15:39 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59 „Vonin um kraftaverk lifir“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. 15. febrúar 2021 10:00 Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2 Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju. 12. febrúar 2021 15:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Sjá meira
Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17. febrúar 2021 15:39
Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59
„Vonin um kraftaverk lifir“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. 15. febrúar 2021 10:00
Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2 Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju. 12. febrúar 2021 15:01