Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 20:18 Ted Cruz á flugvellinum í Cancun. Getty/MEGA/GC Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. Sjálfur segist Cruz hafa farið í ferðina dætra sinna vegna, en í yfirlýsingu sagðist hann hafa viljað vera „góður faðir“ eftir að dæturnar báðu um frí. Í það minnsta 24 eru látnir vegna vetrarstormanna og hefur frostið farið niður í átján stig. Stormarnir hafa jafnframt haft gífurleg áhrif á orkuinnviði, en meira en milljón hafa verið án rafmagns og frosnar vatnslagnir haft áhrif á bæði heimili og sjúkrahús í ríkinu. Búist er við því að rafmagnstruflanirnar verði viðvarandi næstu daga og hafa íbúar á ákveðnum svæðum verið beðnir um að sjóða neysluvatn vegna mögulegra skemmda. Skólar hafa verið lokaðir vegna veðurs og segir Cruz dætur sínar hafa beðið um að fara í frí með vinum. Hann hafi því ákveðið að skipuleggja ferð til þess að vera góður faðir en sjálfur hefði hann upplifað rafmagnsleysi og verið án hita eins og margir aðrir íbúar ríkisins vegna veðursins. „Stórkostlegasta ríkið í stórkostlegasta landi heims hefur verið án rafmagns,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Vikan hefði verið erfið fyrir íbúa en hann væri þó sjálfur í stöðugum samskiptum við yfirvöld varðandi stöðu mála. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis en Hildur Heimisdóttir Salinas, sem búsett er í Coppell á Dallas-svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að mikil reiði væri á meðal íbúa ríkisins. Bandaríkin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Sjálfur segist Cruz hafa farið í ferðina dætra sinna vegna, en í yfirlýsingu sagðist hann hafa viljað vera „góður faðir“ eftir að dæturnar báðu um frí. Í það minnsta 24 eru látnir vegna vetrarstormanna og hefur frostið farið niður í átján stig. Stormarnir hafa jafnframt haft gífurleg áhrif á orkuinnviði, en meira en milljón hafa verið án rafmagns og frosnar vatnslagnir haft áhrif á bæði heimili og sjúkrahús í ríkinu. Búist er við því að rafmagnstruflanirnar verði viðvarandi næstu daga og hafa íbúar á ákveðnum svæðum verið beðnir um að sjóða neysluvatn vegna mögulegra skemmda. Skólar hafa verið lokaðir vegna veðurs og segir Cruz dætur sínar hafa beðið um að fara í frí með vinum. Hann hafi því ákveðið að skipuleggja ferð til þess að vera góður faðir en sjálfur hefði hann upplifað rafmagnsleysi og verið án hita eins og margir aðrir íbúar ríkisins vegna veðursins. „Stórkostlegasta ríkið í stórkostlegasta landi heims hefur verið án rafmagns,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Vikan hefði verið erfið fyrir íbúa en hann væri þó sjálfur í stöðugum samskiptum við yfirvöld varðandi stöðu mála. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis en Hildur Heimisdóttir Salinas, sem búsett er í Coppell á Dallas-svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að mikil reiði væri á meðal íbúa ríkisins.
Bandaríkin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira