Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2021 12:15 Sigurður Ingi Jóhannsson segir hhugsanlegt að flýta upphafi framkvæmda við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness. Stöð2/Sigurjón Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti hinn 3. febrúar skýrslu starfshóps um kosti brúar og jarðgangna í tengslum við lagningu Sundabrautar frá sundahverfi í Reykjavík upp á Kjalarnes. Niðurstaðan var að brú yfir Kleppsvík frá Holtavegi yfir á Gufunes væri hagkvæmari kostur en neðansjávargöng. Samgönguráðherra er sannfærður um að brú yfir Kleppsvík verði áfram betri og hagkvæmari kostur en neðansjávargöng að loknu umhverfismati, félagshagfræðilegri greiningu og umferðarlíkansspá.Stöð2/Sigurjón Viku síðar eða hinn 11. febrúar var málið rætt í borgarráði þar sem meirihlutinn sagði samstöðu um að næsta skref fælist meðal annars í því að kanna kostina til hlítar með félagshagfræðilegri greiningu þar sem afleiddur kostnaður fyrir höfnina og nærlæg íbúahverfi komi einnig til skoðunar. En meirihlutinn vill enn skoða kostinn við göng. Jafnframt þyrfti að gera ráð fyrir samráði við íbúasamtök. Meirihlutinn í borgarstjórn vill að jarðgangakosturinn verði skoðaður betur.samgönguráðuneytið Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í borgarráði tóku hins vegar nokkurn veginn undir hugmyndir um brú. Hér sést hvernig Sundabrú myndi liggja að stórum hluta með brúarstólpum á landi allt frá Holtavegi við Sæbraut yfir á Gufunes og hvar lagður yrði vegur um nesið í framhaldinu.samgönguráðuneytið Samgönguráðherra er sannfærður um að stjórnvöld og Vegagerðin annars vegar og borgin hins vegar séu komin með sameiginlega sýn á framkvæmdina og að heildarlausnin sé komin fram. „Við höfum valkost sem eru þá jarðgöng sem munu verða metin í umhverfismatinu. Það þarf að hafa fleiri hluti þar til samanburðar,“ segir Sigurður Ingi. Aðilar ætli að gefa sér tíma í umhverfismat, skipulagsbreytingar, forhönnun og undirbúning. „Ef það er hægt að stytta þann tíma með því til að mynda að byrja hugsanlega á kaflanum frá Gufunesi upp á Kjalarnes væri það enn betra og áhugaverðara. Því ekki veitir okkur af að fá opinberar framkvæmdir í gang í samfélaginu,“ segir samgönguráðherra. Á þessari mynd sé sá hluti Sundabrautar sem myndi liggja um Gufunes og þaðan upp á Kjalarnes.samgönguráðuneytið Varðandi verkefnið í heild þurfi að ljúka félagshagfræðilegri greiningu og fá frekari upplýsingar úr umferðarlíkansspákerfi sem sveitarfélögin og Vegagerðin séu að keyra. „Ég er sannfærður um að brúin muni alltaf sýna yfirburði sína í samanburðinum því lengra og meira sem við skoðum það.“ Þannig að þessi hugmynd sé kannski að losna undan einhvers konar Teigsskógarálögum? „Já, ég er að vonast til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegagerð Sundabraut Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti hinn 3. febrúar skýrslu starfshóps um kosti brúar og jarðgangna í tengslum við lagningu Sundabrautar frá sundahverfi í Reykjavík upp á Kjalarnes. Niðurstaðan var að brú yfir Kleppsvík frá Holtavegi yfir á Gufunes væri hagkvæmari kostur en neðansjávargöng. Samgönguráðherra er sannfærður um að brú yfir Kleppsvík verði áfram betri og hagkvæmari kostur en neðansjávargöng að loknu umhverfismati, félagshagfræðilegri greiningu og umferðarlíkansspá.Stöð2/Sigurjón Viku síðar eða hinn 11. febrúar var málið rætt í borgarráði þar sem meirihlutinn sagði samstöðu um að næsta skref fælist meðal annars í því að kanna kostina til hlítar með félagshagfræðilegri greiningu þar sem afleiddur kostnaður fyrir höfnina og nærlæg íbúahverfi komi einnig til skoðunar. En meirihlutinn vill enn skoða kostinn við göng. Jafnframt þyrfti að gera ráð fyrir samráði við íbúasamtök. Meirihlutinn í borgarstjórn vill að jarðgangakosturinn verði skoðaður betur.samgönguráðuneytið Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í borgarráði tóku hins vegar nokkurn veginn undir hugmyndir um brú. Hér sést hvernig Sundabrú myndi liggja að stórum hluta með brúarstólpum á landi allt frá Holtavegi við Sæbraut yfir á Gufunes og hvar lagður yrði vegur um nesið í framhaldinu.samgönguráðuneytið Samgönguráðherra er sannfærður um að stjórnvöld og Vegagerðin annars vegar og borgin hins vegar séu komin með sameiginlega sýn á framkvæmdina og að heildarlausnin sé komin fram. „Við höfum valkost sem eru þá jarðgöng sem munu verða metin í umhverfismatinu. Það þarf að hafa fleiri hluti þar til samanburðar,“ segir Sigurður Ingi. Aðilar ætli að gefa sér tíma í umhverfismat, skipulagsbreytingar, forhönnun og undirbúning. „Ef það er hægt að stytta þann tíma með því til að mynda að byrja hugsanlega á kaflanum frá Gufunesi upp á Kjalarnes væri það enn betra og áhugaverðara. Því ekki veitir okkur af að fá opinberar framkvæmdir í gang í samfélaginu,“ segir samgönguráðherra. Á þessari mynd sé sá hluti Sundabrautar sem myndi liggja um Gufunes og þaðan upp á Kjalarnes.samgönguráðuneytið Varðandi verkefnið í heild þurfi að ljúka félagshagfræðilegri greiningu og fá frekari upplýsingar úr umferðarlíkansspákerfi sem sveitarfélögin og Vegagerðin séu að keyra. „Ég er sannfærður um að brúin muni alltaf sýna yfirburði sína í samanburðinum því lengra og meira sem við skoðum það.“ Þannig að þessi hugmynd sé kannski að losna undan einhvers konar Teigsskógarálögum? „Já, ég er að vonast til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Vegagerð Sundabraut Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00
Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06
Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21