Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 12:11 Fleiri mega fara á skíði samkvæmt nýjum sóttvarnareglum fyrir skíðasvæði landsins. Vísir/Vilhelm Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun. Hann fagnar breytingunni en óttast þó að henni fylgi lengri biðraðir í lyftur vegna tveggja metra reglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýju reglurnar en í þeim felst að forráðamenn skíðasvæða landsins mega frá og með deginum í dag taka á móti allt að fimmtíu prósent af reiknaðri móttökugetu í staðinn fyrir tuttugu og fimm prósent áður. Tímasetning breytinganna vekur athygli enda er vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum landsins að hefjast og útlit er fyrir að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína út á land til að bregða sér á skíði. Sjá nánar: Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina en forstöðumaður skíðasvæðisins segir að fleiri miðar verði nú settir í sölu en þó ekki því sem nemur helmingi af hámarks mótttökugetu - fyrst um sinn. „Við erum að auka, í þessum töluðu orðum, sirka upp í 2500-3000 miða og síðan verðum við bara að sjá hvernig helgin kemur út. Við vorum búin að skipuleggja helgina með tilliti til mannafla og skipulagi á svæðinu þannig að það er aðallega það að við þurfum að skipuleggja raðir og gera útfærslu á tveggja metra reglu alls staðar því hópamyndunin er náttúrulega mest í röðunum og það er það sem menn eru að horfa mest til varðandi smit.“ Þetta sagði Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Stólalyftan sé ákveðinn flöskuháls því tveggja metra reglan dragi úr afkastagetu lyftunnar. Fréttirnar komu Brynjari í opna skjöldu en hvernig komu þær til? „Samtök skíðasvæða hafa verið beinu sambandi við Landlæknisembættið og Almannavarnir og eru með tengilið þar inni sem við erum að vinna með. Við höfum verið svolítið að ýta á að fá að fara í 50% og það var bara verið að vinna þessar reglur eins fljótt og hægt er. Ég fékk fréttirnar klukkan hálf tíu í morgun,“ sagði Brynjar og skellti uppúr. Hann bætti við að allir væru að gera sitt besta og skildi vel að sóttvarnayfirvöld hafi fyrst látið lögregluna vita um breytingarnar. Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23 800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Hann fagnar breytingunni en óttast þó að henni fylgi lengri biðraðir í lyftur vegna tveggja metra reglunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í morgun nýju reglurnar en í þeim felst að forráðamenn skíðasvæða landsins mega frá og með deginum í dag taka á móti allt að fimmtíu prósent af reiknaðri móttökugetu í staðinn fyrir tuttugu og fimm prósent áður. Tímasetning breytinganna vekur athygli enda er vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum landsins að hefjast og útlit er fyrir að fjölmargir af höfuðborgarsvæðinu leggi leið sína út á land til að bregða sér á skíði. Sjá nánar: Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Uppselt var á skíði í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina en forstöðumaður skíðasvæðisins segir að fleiri miðar verði nú settir í sölu en þó ekki því sem nemur helmingi af hámarks mótttökugetu - fyrst um sinn. „Við erum að auka, í þessum töluðu orðum, sirka upp í 2500-3000 miða og síðan verðum við bara að sjá hvernig helgin kemur út. Við vorum búin að skipuleggja helgina með tilliti til mannafla og skipulagi á svæðinu þannig að það er aðallega það að við þurfum að skipuleggja raðir og gera útfærslu á tveggja metra reglu alls staðar því hópamyndunin er náttúrulega mest í röðunum og það er það sem menn eru að horfa mest til varðandi smit.“ Þetta sagði Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Stólalyftan sé ákveðinn flöskuháls því tveggja metra reglan dragi úr afkastagetu lyftunnar. Fréttirnar komu Brynjari í opna skjöldu en hvernig komu þær til? „Samtök skíðasvæða hafa verið beinu sambandi við Landlæknisembættið og Almannavarnir og eru með tengilið þar inni sem við erum að vinna með. Við höfum verið svolítið að ýta á að fá að fara í 50% og það var bara verið að vinna þessar reglur eins fljótt og hægt er. Ég fékk fréttirnar klukkan hálf tíu í morgun,“ sagði Brynjar og skellti uppúr. Hann bætti við að allir væru að gera sitt besta og skildi vel að sóttvarnayfirvöld hafi fyrst látið lögregluna vita um breytingarnar.
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23 800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. 19. febrúar 2021 10:23
800 manns í Hlíðarfjalli í dag Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra. 30. janúar 2021 11:33