Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 13:41 Frá fundi indverskra og kínverskra hermanna í Himalæjafjöllum þann 10. febrúar. Ríkin féllust nýverið á að draga úr spennu á svæðinu. AP/Her Indlands Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár. Strax í kjölfar átakanna á landamærum ríkjanna í sumar tilkynntu Indverjar að tuttugu hermenn þeirra hefðu fallið og sökuðu þeir Kínverja um beita frumstæðum en hættulegum bareflum. Meðal annars sögðu þeir kínverska hermenn hafa beitt naglakylfum. Þetta var í fyrsta sinn í 45 ár sem mannfall varð á landamærunum og sökuðu ráðamenn ríkjanna hermenn hins ríkisins um að hafa farið fyrst yfir landamærin í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Sjá einnig: Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Talið var að kínverskir hermenn hefðu einnig fallið og sögðust Indverjar hafa hlerað skilaboð um að rúmlega fjörutíu hermenn hefðu fallið eða særst. AP fréttaveitan hefur eftir indverskum embættismanni að indverjar telji nú að minnst fjórtán kínverskir hermenn hefðu særst og átta þeirra dáið. Einn ríkismiðla Kína sagði frá því í morgun að fjórir hermenn sem hefðu fallið hefðu verið heiðraðir og að ofursti sem leiddi þá og hafi særst alvarlega hafi fengið verðlaun fyrir að verja landamæri ríkisins. Four Chinese soldiers, who were sacrificed in last June's border conflict, were posthumously awarded honorary titles and first-class merit citations, Central Military Commission announced Friday. A colonel, who led them and seriously injured, was conferred with honorary title. pic.twitter.com/Io9Wk3pXaU— People's Daily, China (@PDChina) February 19, 2021 Frá því í sumar hafa bæði ríkin sent tugi þúsunda hermanna að landamærunum og komið þar fyrir vopnum og öðrum búnaði. Samband ríkjanna hefur boðið verulega hnekki samhliða deilunum. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Síðan þá hafa landamæri ríkjanna í raun ekki verið skilgreind og hefur þess í stað verið farið eftir því hvaða ríki stýrir hvaða svæði. Nýverið komust ríkin þó að samkomulagi um að draga hermenn af svæðinu og breikka bilið milli fylkinga, er svo má að orði komast. Frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna mun fara fram um helgina, samkvæmt frétt Times of India. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Strax í kjölfar átakanna á landamærum ríkjanna í sumar tilkynntu Indverjar að tuttugu hermenn þeirra hefðu fallið og sökuðu þeir Kínverja um beita frumstæðum en hættulegum bareflum. Meðal annars sögðu þeir kínverska hermenn hafa beitt naglakylfum. Þetta var í fyrsta sinn í 45 ár sem mannfall varð á landamærunum og sökuðu ráðamenn ríkjanna hermenn hins ríkisins um að hafa farið fyrst yfir landamærin í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Sjá einnig: Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Talið var að kínverskir hermenn hefðu einnig fallið og sögðust Indverjar hafa hlerað skilaboð um að rúmlega fjörutíu hermenn hefðu fallið eða særst. AP fréttaveitan hefur eftir indverskum embættismanni að indverjar telji nú að minnst fjórtán kínverskir hermenn hefðu særst og átta þeirra dáið. Einn ríkismiðla Kína sagði frá því í morgun að fjórir hermenn sem hefðu fallið hefðu verið heiðraðir og að ofursti sem leiddi þá og hafi særst alvarlega hafi fengið verðlaun fyrir að verja landamæri ríkisins. Four Chinese soldiers, who were sacrificed in last June's border conflict, were posthumously awarded honorary titles and first-class merit citations, Central Military Commission announced Friday. A colonel, who led them and seriously injured, was conferred with honorary title. pic.twitter.com/Io9Wk3pXaU— People's Daily, China (@PDChina) February 19, 2021 Frá því í sumar hafa bæði ríkin sent tugi þúsunda hermanna að landamærunum og komið þar fyrir vopnum og öðrum búnaði. Samband ríkjanna hefur boðið verulega hnekki samhliða deilunum. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Síðan þá hafa landamæri ríkjanna í raun ekki verið skilgreind og hefur þess í stað verið farið eftir því hvaða ríki stýrir hvaða svæði. Nýverið komust ríkin þó að samkomulagi um að draga hermenn af svæðinu og breikka bilið milli fylkinga, er svo má að orði komast. Frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna mun fara fram um helgina, samkvæmt frétt Times of India. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn.
Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila