Óttast að stjórnarskrárkreppa leiði til frekara ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 14:43 Frá kröfugönguni í Mógadisjú í morgun. EPA/SAID YUSUF WARSAME Mikil skothríð hefur heyrst í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun og hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda sem vilja kosningar. Vitni segja sveitir sem stóðu vörð um leiðtoga stjórnarandstöðunnar hafa skipst á skotum við öryggissveitir þegar kröfuganga fór fram. Sómalar hafa staðið í ákveðinni stjórnarskrárkreppu undanfarnar tvær vikur eftir að kosningar voru ekki haldnar þann 8. febrúar, eins og til stóð. Viðræður um nýjar kosningar hafa ekki skilað árangri. Stjórnarandstaðan hefur sakað Abdullahi Mohamed, forseta, um að reyna að svindla í kosningunum. Nú sé kjörtímabili hans lokið og því sé hann ekki lengur forseti. Enn sem komið er eru forsetar og þingmenn óbeint kjörnir af öldungum ættbálka landsins. Washington Post segir greinendur lengi hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á spillingu og hafa yfirvöld landsins lengi heitið því að koma á lýðræðislegum kosningum. Það hefur þó ekki gerst enn. Reuters segir mögulegt að deilurnar gæti skipt her landsins upp milli ættbálka. Fyrrverandi yfirmaður sérsveita landsins segir að stjórn vanti í hernum og óttast hann að hermenn yfirgefi stöður sínar og að mikill árangur í baráttunni við hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem tengjast al-Qaeda, gæti tapast. Fyrir kröfugönguna sagði Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, fyrrverandi forseti Sómalíu, að öryggissveitir hefðu ráðist á hótel í borginni þar sem hann hefur haldið til, ásamt öðrum fyrrverandi forseta. Öryggisráðherra landsins svaraði þeim ásökunum með því að segja að vopnaðir menn hefðu fyrst skotið á hermenn og skothríðinni hefði verið svarað. Al Jazeera segir öldurnar hafa lægt í dag en enn sé mikill ótti í borginni. Mohamed, núverandi forseti, tilheyrir Darod ættbálknum, sem er sérstaklega valdamikill í landinu. Flestir hermenn í borginni og nærliggjandi byggðum tilheyra hins vegar öðrum ættbálkum sem eru fyrirferðarmiklir í stjórnarandstöðunni. Einn viðmælandi Washington Post sagði hættu á að deilurnar leiddu til frekara ofbeldis. Hér má sjá myndbönd af því þegar skothríðin hófst nærri kröfugöngunni í morgun. UPDATE: Additional footage of gunfire in Mogadishu this morning. pic.twitter.com/rDYcR56DAc— Conflict News (@Conflicts) February 19, 2021 Sómalía Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Sómalar hafa staðið í ákveðinni stjórnarskrárkreppu undanfarnar tvær vikur eftir að kosningar voru ekki haldnar þann 8. febrúar, eins og til stóð. Viðræður um nýjar kosningar hafa ekki skilað árangri. Stjórnarandstaðan hefur sakað Abdullahi Mohamed, forseta, um að reyna að svindla í kosningunum. Nú sé kjörtímabili hans lokið og því sé hann ekki lengur forseti. Enn sem komið er eru forsetar og þingmenn óbeint kjörnir af öldungum ættbálka landsins. Washington Post segir greinendur lengi hafa sagt þetta fyrirkomulag bjóða upp á spillingu og hafa yfirvöld landsins lengi heitið því að koma á lýðræðislegum kosningum. Það hefur þó ekki gerst enn. Reuters segir mögulegt að deilurnar gæti skipt her landsins upp milli ættbálka. Fyrrverandi yfirmaður sérsveita landsins segir að stjórn vanti í hernum og óttast hann að hermenn yfirgefi stöður sínar og að mikill árangur í baráttunni við hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem tengjast al-Qaeda, gæti tapast. Fyrir kröfugönguna sagði Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, fyrrverandi forseti Sómalíu, að öryggissveitir hefðu ráðist á hótel í borginni þar sem hann hefur haldið til, ásamt öðrum fyrrverandi forseta. Öryggisráðherra landsins svaraði þeim ásökunum með því að segja að vopnaðir menn hefðu fyrst skotið á hermenn og skothríðinni hefði verið svarað. Al Jazeera segir öldurnar hafa lægt í dag en enn sé mikill ótti í borginni. Mohamed, núverandi forseti, tilheyrir Darod ættbálknum, sem er sérstaklega valdamikill í landinu. Flestir hermenn í borginni og nærliggjandi byggðum tilheyra hins vegar öðrum ættbálkum sem eru fyrirferðarmiklir í stjórnarandstöðunni. Einn viðmælandi Washington Post sagði hættu á að deilurnar leiddu til frekara ofbeldis. Hér má sjá myndbönd af því þegar skothríðin hófst nærri kröfugöngunni í morgun. UPDATE: Additional footage of gunfire in Mogadishu this morning. pic.twitter.com/rDYcR56DAc— Conflict News (@Conflicts) February 19, 2021
Sómalía Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira