Sex gráðu hiti í húsinu í viku en fékk samt 900 þúsund króna rafmagnsreikning Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2021 08:31 Rafmagnsverð hækkaði gífurlega í Texas síðustu vikuna og sitja margir eftir með sárt ennið. AP/David J. Phillip Eftir gífurlega erfiða viku, nístingskulda og rafmagns- og vatnsleysi standa margir íbúar Texas í Bandaríkjunum nú frammi fyrir því að þurfa að greiða himinháa rafmagnsreikninga. Einhverjir íbúar hafa fengið reikninga fyrir allt að fimm þúsund dali, sem samsvarar tæpum 650 þúsund krónum, og er það fyrir eina viku. Minnst einn íbúi fékk 900 þúsund króna reikning. Lítið um er um lög og reglur þegar kemur að orkumarkaði Texas og bjóða orkusölur neytendum upp á að borga markaðsverð fyrir rafmagn, sem getur reynst fólki ódýrara þegar lítið álag er á kerfi ríkisins. Flestir viðskiptavinir kjósa þó að greiða fast verð. Fyrirtækin sem um ræðir vöruðu viðskiptavini sína við því um síðustu helgin að reikningarnir gætu orðið háir og voru viðskiptavinirnir jafnvel hvattir til að skipta um orkusala í hraði. Margir sem reyndu að skipta um þjónustuaðila gátu það ekki og aðrir áttu í öðrum vandræðum vegna kuldakastsins sem hefur leitt til minnst 70 dauðsfalla í Texas og nærliggjandi ríkjum og gífurlegra skemmda á innviðum. Í frétt Dallas Morning News segir að markaðsverð rafmagnsins hafi á tíma farið upp í níu þúsund dali á megavattsstund, sem þýði að rafmagn hafi kostað níu dali á kílóvattsstund, sem við venjulegar aðstæður kosti um sjö sent og jafnvel minna. Níu þúsund dalir var hámarksverð sem lög og reglur Texas leyfa og hélst verðið þar stóran hluta síðustu viku. Ráðamenn í Texas, Greg Abbott, ríkisstjóri, og þingmenn, funduðu vegna málsins í gærkvöldi og segjast þeir ætla að leita lausnar og koma til móts við íbúa Texas sem hafa fengið háa reikninga. Texans shouldn't have to face a spike in their energy costs.To quickly address this issue I held an emergency meeting today with legislative leaders to begin crafting solutions. We are working to fix this fast.#txlegehttps://t.co/qYrQq1J5ho— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 21, 2021 Blaðamann DMN ræddu við Karen Cosby, sem er viðskiptavinur Griddy. Hún segist hafa slökkt á rafmagninu í húsi sínu, að einu herbergi undanskildu þar sem hún hélt til með tveimur hundum sínum. Það eina sem hún hafi gert hafi verið að keyra einn hitablásara, kaffivél á morgnanna og hitað máltíðir sínar í örbylgjuofni. Þrátt fyrir að hitinn í húsinu hennar hafi verið um sex gráður alla frá því á mánudaginn, hafi hún fengið fimm þúsund dala reikning, eins og svo margir aðrir. CNN ræddi við DeAndre Upshaw, sem reyndi ítrekað að skipta um orkusölu en án árangurs. Hann sat svo uppi með sjö þúsund dala rafmagnsreikning, sem er um 900 þúsund krónur. Honum tókst að komast hjá því að greiða reikninginn í bili, með því að tengja hann við kreditkort sem var ekki í notkun en segist hafa heyrt af fólki sem hafi ekki haft tök á því og bankar hafi tekið allt fé af reikningum þeirra. Griddy er stærsta orkusala Texas. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast sömuleiðis vera að leita lausna fyrir viðskiptavini sína sem standa frammi fyrir þessum gífurlega háu reikningum. At Griddy, transparency has always been our goal. We know you are angry and so are we. Pissed, in fact. Here s what s been going down: https://t.co/6rShCYfJGu@PUCTX @ERCOT_ISO pic.twitter.com/mj43p8kG4C— Griddy (@GoGriddy) February 19, 2021 Bandaríkin Tengdar fréttir Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19. febrúar 2021 10:19 Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Verstu vetrarhörkur í manna minnum Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. 17. febrúar 2021 19:31 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Minnst einn íbúi fékk 900 þúsund króna reikning. Lítið um er um lög og reglur þegar kemur að orkumarkaði Texas og bjóða orkusölur neytendum upp á að borga markaðsverð fyrir rafmagn, sem getur reynst fólki ódýrara þegar lítið álag er á kerfi ríkisins. Flestir viðskiptavinir kjósa þó að greiða fast verð. Fyrirtækin sem um ræðir vöruðu viðskiptavini sína við því um síðustu helgin að reikningarnir gætu orðið háir og voru viðskiptavinirnir jafnvel hvattir til að skipta um orkusala í hraði. Margir sem reyndu að skipta um þjónustuaðila gátu það ekki og aðrir áttu í öðrum vandræðum vegna kuldakastsins sem hefur leitt til minnst 70 dauðsfalla í Texas og nærliggjandi ríkjum og gífurlegra skemmda á innviðum. Í frétt Dallas Morning News segir að markaðsverð rafmagnsins hafi á tíma farið upp í níu þúsund dali á megavattsstund, sem þýði að rafmagn hafi kostað níu dali á kílóvattsstund, sem við venjulegar aðstæður kosti um sjö sent og jafnvel minna. Níu þúsund dalir var hámarksverð sem lög og reglur Texas leyfa og hélst verðið þar stóran hluta síðustu viku. Ráðamenn í Texas, Greg Abbott, ríkisstjóri, og þingmenn, funduðu vegna málsins í gærkvöldi og segjast þeir ætla að leita lausnar og koma til móts við íbúa Texas sem hafa fengið háa reikninga. Texans shouldn't have to face a spike in their energy costs.To quickly address this issue I held an emergency meeting today with legislative leaders to begin crafting solutions. We are working to fix this fast.#txlegehttps://t.co/qYrQq1J5ho— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 21, 2021 Blaðamann DMN ræddu við Karen Cosby, sem er viðskiptavinur Griddy. Hún segist hafa slökkt á rafmagninu í húsi sínu, að einu herbergi undanskildu þar sem hún hélt til með tveimur hundum sínum. Það eina sem hún hafi gert hafi verið að keyra einn hitablásara, kaffivél á morgnanna og hitað máltíðir sínar í örbylgjuofni. Þrátt fyrir að hitinn í húsinu hennar hafi verið um sex gráður alla frá því á mánudaginn, hafi hún fengið fimm þúsund dala reikning, eins og svo margir aðrir. CNN ræddi við DeAndre Upshaw, sem reyndi ítrekað að skipta um orkusölu en án árangurs. Hann sat svo uppi með sjö þúsund dala rafmagnsreikning, sem er um 900 þúsund krónur. Honum tókst að komast hjá því að greiða reikninginn í bili, með því að tengja hann við kreditkort sem var ekki í notkun en segist hafa heyrt af fólki sem hafi ekki haft tök á því og bankar hafi tekið allt fé af reikningum þeirra. Griddy er stærsta orkusala Texas. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast sömuleiðis vera að leita lausna fyrir viðskiptavini sína sem standa frammi fyrir þessum gífurlega háu reikningum. At Griddy, transparency has always been our goal. We know you are angry and so are we. Pissed, in fact. Here s what s been going down: https://t.co/6rShCYfJGu@PUCTX @ERCOT_ISO pic.twitter.com/mj43p8kG4C— Griddy (@GoGriddy) February 19, 2021
Bandaríkin Tengdar fréttir Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19. febrúar 2021 10:19 Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Verstu vetrarhörkur í manna minnum Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. 17. febrúar 2021 19:31 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19. febrúar 2021 10:19
Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18
Verstu vetrarhörkur í manna minnum Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. 17. febrúar 2021 19:31
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01