Hálf milljón punkta á forsíðunni, einn fyrir hvert tapað líf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 17:45 Á forsíðu New York Times í dag eru 500 þúsund punktar, einn fyrir hvert líf sem tapast hefur í faraldrinum í Bandaríkjunum. New York Times Hátt í hálf milljón hefur látið lífið í Bandaríkjunum af völdum covid-19 frá því við upphaf faraldursins þar í landi. Stórblaðið New York Times birti af þessu tilefni hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni, sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum sjúkdómsins í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið af völdum covid-19 var staðfest í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur þeim farið fjölgandi sem tapað hafa baráttunni við sjúkdóminn en hvergi í heiminum hafa fleiri dauðsföll verið staðfest og í Bandaríkjunum. Þannig nálgast tala látinna nú hálfa milljón, sem jafngildir fleiri bandarískum mannslífum en týndust í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni og í Víetnam-stríðinu til samans að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Punktunum sem prýða forsíðuna er raðað upp í súlu niður eftir síðunni endilangri þar sem punktunum er deilt niður í tímaröð. Þannig er mest bil á milli punkta efst í súlunni sem sýnir fyrstu dauðsföllin af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þéttastir standa punktarnir neðarlega í súlunni, eða á sautján daga tímabili frá 2. til 19. janúar þegar skráð dauðsföll voru hvað flest. Á hádegi í gær höfðu verið staðfest 497.380 dauðsföll af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi síðan þá. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum og nú horfi á margan hátt til betri vegar nú þegar bóluefni er komið í umferð, eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar sem eru í töluverðum hlutfallslegum vexti. Forsíða blaðsins var einnig með heldur öðru sniði en vanalega þann 24. maí í fyrra. Þá birti blaðið lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem týnt höfðu lífinu af völdum Covid-19 sjúkdómsins. Fjölmiðlar Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið af völdum covid-19 var staðfest í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur þeim farið fjölgandi sem tapað hafa baráttunni við sjúkdóminn en hvergi í heiminum hafa fleiri dauðsföll verið staðfest og í Bandaríkjunum. Þannig nálgast tala látinna nú hálfa milljón, sem jafngildir fleiri bandarískum mannslífum en týndust í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni og í Víetnam-stríðinu til samans að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Punktunum sem prýða forsíðuna er raðað upp í súlu niður eftir síðunni endilangri þar sem punktunum er deilt niður í tímaröð. Þannig er mest bil á milli punkta efst í súlunni sem sýnir fyrstu dauðsföllin af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þéttastir standa punktarnir neðarlega í súlunni, eða á sautján daga tímabili frá 2. til 19. janúar þegar skráð dauðsföll voru hvað flest. Á hádegi í gær höfðu verið staðfest 497.380 dauðsföll af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi síðan þá. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum og nú horfi á margan hátt til betri vegar nú þegar bóluefni er komið í umferð, eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar sem eru í töluverðum hlutfallslegum vexti. Forsíða blaðsins var einnig með heldur öðru sniði en vanalega þann 24. maí í fyrra. Þá birti blaðið lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem týnt höfðu lífinu af völdum Covid-19 sjúkdómsins.
Fjölmiðlar Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira