Djokovic vann átjánda titilinn kvalinn af meiðslum Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2021 10:00 Novak Djokovic smellir kossi á verðlaunagripinn á ströndinni í Melbourne. Getty/Graham Denholm „Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Novak Djokovic. Serbinn viðurkenndi eftir átjánda risamótssigur sinn í tennis að hann hefði spilað meiddur í síðustu leikjunum á mótinu sem lauk í Ástralíu um helgina. Djokovic er nú aðeins tveimur risamótstitlum frá metinu sem Roger Federer og Rafael Nadal deila yfir flesta sigra á risamótunum fjórum. Það sem gerir sigur Djokovic á Opna ástralska mótinu enn merkilegri er að hann tognaði í kviðvöðva í sigrinum gegn Taylor Fritz í 3. umferð. „Ég var ansi áhyggjufullur. Það virtist ekki raunhæft að ég gæti spilað. Ég vissi það ekki fyrr en tveimur klukkutímum fyrir leikinn í fjórðu umferð. Þá fór ég aftur út á völl og spilaði í fyrsta sinn síðan í þriðju umferðinni,“ sagði Djokovic. „Sársaukinn var ekki meiri en svo að ég þoldi hann. Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Djokovic. Lék meiddur í fjórum leikjum en tapaði bara tveimur settum Á meðal þeirra sem Djokovic vann þrátt fyrir meiðslin voru tveir spilarar sem hafa náð að vera í þriðja sæti heimslistans, þeir Milos Raonic og Alexander Zverev, og í úrslitunum mætti Djokovic Rússanum Daniil Medvedev sem hafði unnið 20 leiki í röð. Djokovic vann raunar af miklu öryggi, meðal annars úrslitaleikinn í þremur settum, og skeytti ekki um að meiðslin gætu versnað við að negla uppgjöfum yfir netið. Hann tapaði aðeins tveimur settum meiddur, í samtals fjórum leikjum. „Hvort ég hafi verið meðvitaður um þá staðreynd að ég gæti mögulega gert meiðslin enn verri? Já, ég vissi það. Ef það var eitthvað mót sem ég hefði samt spilað á þá var það þetta mót, eða hvaða risamót sem er, þó að það gæti kostað verri meiðsli. Ég gerði þetta auðvitað ekki allt sjálfur. Læknateymið og sjúkraþjálfarinn minn unnu frábært starf. Með Guðs mildi tókst mér að vinna þetta afrek og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Djokovic. Tennis Ástralía Serbía Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Sjá meira
Djokovic er nú aðeins tveimur risamótstitlum frá metinu sem Roger Federer og Rafael Nadal deila yfir flesta sigra á risamótunum fjórum. Það sem gerir sigur Djokovic á Opna ástralska mótinu enn merkilegri er að hann tognaði í kviðvöðva í sigrinum gegn Taylor Fritz í 3. umferð. „Ég var ansi áhyggjufullur. Það virtist ekki raunhæft að ég gæti spilað. Ég vissi það ekki fyrr en tveimur klukkutímum fyrir leikinn í fjórðu umferð. Þá fór ég aftur út á völl og spilaði í fyrsta sinn síðan í þriðju umferðinni,“ sagði Djokovic. „Sársaukinn var ekki meiri en svo að ég þoldi hann. Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Djokovic. Lék meiddur í fjórum leikjum en tapaði bara tveimur settum Á meðal þeirra sem Djokovic vann þrátt fyrir meiðslin voru tveir spilarar sem hafa náð að vera í þriðja sæti heimslistans, þeir Milos Raonic og Alexander Zverev, og í úrslitunum mætti Djokovic Rússanum Daniil Medvedev sem hafði unnið 20 leiki í röð. Djokovic vann raunar af miklu öryggi, meðal annars úrslitaleikinn í þremur settum, og skeytti ekki um að meiðslin gætu versnað við að negla uppgjöfum yfir netið. Hann tapaði aðeins tveimur settum meiddur, í samtals fjórum leikjum. „Hvort ég hafi verið meðvitaður um þá staðreynd að ég gæti mögulega gert meiðslin enn verri? Já, ég vissi það. Ef það var eitthvað mót sem ég hefði samt spilað á þá var það þetta mót, eða hvaða risamót sem er, þó að það gæti kostað verri meiðsli. Ég gerði þetta auðvitað ekki allt sjálfur. Læknateymið og sjúkraþjálfarinn minn unnu frábært starf. Með Guðs mildi tókst mér að vinna þetta afrek og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Djokovic.
Tennis Ástralía Serbía Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Sjá meira