Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að ríkin ætli sér að vinna áfram að lausn á þeim deiluefnum sem eftir standa. Sé sú ákvörðun að báðir aðildar hörfi með hersveitir sínar stórt skref í þá átt að ná lausn í málinu.
Deilt hefur verið um landamærin á svæðinu allt frá vopnuðum átökum ríkjanna á haustmánuðum 1962.
Í júní á síðasta ári féllu tuttugu indverskir hermenn í átökum í Galwan-dalnum, en mannfallið var það fyrsta í deilum ríkjanna í fjóra áratugi.
Þá greindu kínversk stjórnvöld frá því fyrr í mánuðinum að fjórir kínverskir hermenn hafi sömuleiðis fallið í átökunum síðasta sumar.