Maðurinn sem beitti Júggabragðinu á Guðmund Guðmundsson í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 11:00 Úrklippa af umfjöllun Þjóðviljans um landsleik Íslands og Júgóslavíu fyrir 34 árum síðan. Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic lést í gær en hann er frægur hér á landi fyrir ljósmynd sem náðist af honum á þessum tíma fyrir meira en þremur áratugum síðan. Íslenskur ljósmyndari náði frægri mynd af Zlatko Saracevic í landsleik í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan. Eftir það gátu leikmenn Júgóslava ekki svarið af sér Júggabragðið lengur. Króatíska handboltagoðsögnin féll óvænt frá í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimleið eftir leik hjá sínu liði. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Hann kom oft til Íslands til að spila, spilaði hér meðal annars fyrir tvö landslið og vann verðlaun á heimsmeistaramótinu á Íslandi 1995. Úrklippa af mynd Einars Ólafsonar af Zlatko Saracevic að beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, hornamann íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni 23. febrúar 1987. Myndin birtist daginn eftir í Þjóðviljanum.Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic var frábær hægri skytta og vann verðlaun á stórmótum með bæði júgóslavneska og króatíska landsliðinu. Gullverðlaunin komu með tíu ára millibili, því hann varð heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Sviss 1986 og Ólympíumeistari með Króatíu á Ól í Atlanta 1996. Hann vann einnig silfur á HM á Íslandi 1995, brons á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og brons á EM í Portúgal 1994. Saracevic skoraði yfir tvö hundruð mörk fyrir bæði landslið Júgóslavíu frá 1981 til 1991 og fyrir landslið Króatíu frá 1992 til 2000. Stórhættulegt bragð í Laugardalshöll Saracevic er þó líklega frægastur hér á Íslandi fyrir eina mynd sem Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, náði af honum í landsleik á móti Íslandi í Laugardalshöllinni í febrúar 1987. Myndin birtist í Þjóðviljanum daginn eftir leikinn eins og sjá má á úrklippunni hér til hliðar. Ísland mætti Júgóslavíu í tveimur vináttulansleikjum í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan en Júgóslavar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar. Júgóslavar unnu fyrri leikinn 20-19 en íslensku strákarnir svöruðu með því að vinna seinni leikinn 24-20. Zlatko Saracevic skoraði fjögur mörk í fyrri leiknum en aðeins eitt í þeim síðar. Mynd Einars fór víða Myndin fræga sýndi Zlatko Saracevic beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hún var tekin í fyrri leiknum og sannaði án nokkurs vafa tilurð þessa stórhættulega bragðs sem mótherjar júgóslavneska landsliðsins höfðu kvartað yfir svo lengi. Í frétt í Þjóðviljanum daginn eftir seinni leikinn kom fram að mynd Einars Ólasonar hefði farið víða en hún var sögð þar hafa birst í Noregi og Vestur-Þýskalandi sem og hún var send sem sönnunargagn til Alþjóða handknattleiksambandsins. Það má sjá þá frétt hér fyrir neðan. Fréttin í Þjóðviljanum um að myndin hafi vakið erlendisSkjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Handbolti Króatía Tengdar fréttir Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Íslenskur ljósmyndari náði frægri mynd af Zlatko Saracevic í landsleik í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan. Eftir það gátu leikmenn Júgóslava ekki svarið af sér Júggabragðið lengur. Króatíska handboltagoðsögnin féll óvænt frá í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimleið eftir leik hjá sínu liði. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Hann kom oft til Íslands til að spila, spilaði hér meðal annars fyrir tvö landslið og vann verðlaun á heimsmeistaramótinu á Íslandi 1995. Úrklippa af mynd Einars Ólafsonar af Zlatko Saracevic að beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, hornamann íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni 23. febrúar 1987. Myndin birtist daginn eftir í Þjóðviljanum.Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic var frábær hægri skytta og vann verðlaun á stórmótum með bæði júgóslavneska og króatíska landsliðinu. Gullverðlaunin komu með tíu ára millibili, því hann varð heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Sviss 1986 og Ólympíumeistari með Króatíu á Ól í Atlanta 1996. Hann vann einnig silfur á HM á Íslandi 1995, brons á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og brons á EM í Portúgal 1994. Saracevic skoraði yfir tvö hundruð mörk fyrir bæði landslið Júgóslavíu frá 1981 til 1991 og fyrir landslið Króatíu frá 1992 til 2000. Stórhættulegt bragð í Laugardalshöll Saracevic er þó líklega frægastur hér á Íslandi fyrir eina mynd sem Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, náði af honum í landsleik á móti Íslandi í Laugardalshöllinni í febrúar 1987. Myndin birtist í Þjóðviljanum daginn eftir leikinn eins og sjá má á úrklippunni hér til hliðar. Ísland mætti Júgóslavíu í tveimur vináttulansleikjum í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan en Júgóslavar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar. Júgóslavar unnu fyrri leikinn 20-19 en íslensku strákarnir svöruðu með því að vinna seinni leikinn 24-20. Zlatko Saracevic skoraði fjögur mörk í fyrri leiknum en aðeins eitt í þeim síðar. Mynd Einars fór víða Myndin fræga sýndi Zlatko Saracevic beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hún var tekin í fyrri leiknum og sannaði án nokkurs vafa tilurð þessa stórhættulega bragðs sem mótherjar júgóslavneska landsliðsins höfðu kvartað yfir svo lengi. Í frétt í Þjóðviljanum daginn eftir seinni leikinn kom fram að mynd Einars Ólasonar hefði farið víða en hún var sögð þar hafa birst í Noregi og Vestur-Þýskalandi sem og hún var send sem sönnunargagn til Alþjóða handknattleiksambandsins. Það má sjá þá frétt hér fyrir neðan. Fréttin í Þjóðviljanum um að myndin hafi vakið erlendisSkjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn
Handbolti Króatía Tengdar fréttir Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01