Dag vantar bara tvö mörk til að verða fyrstur í hundrað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 15:31 Dagur Arnarsson fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína á móti FH um helgina. Vísir/Vilhelm Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson er efstur í Olís deild karla í handbolta á listanum yfir þá sem hafa átt þátt í flestum mörkum með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Dagur Arnarsson hefur alls komið með beinum hætti að 98 mörkum til þessa í deildinni en þetta má sjá í tölfræði HB Statz um deildina. Dagur er með flestar stoðsendingar í deildinni eða 55 í tíu leikjum sem gera 5,5 stoðsendingar í leik. Hann er tólf stoðsendingum meira en FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Dagur er einnig búinn að skora 43 mörk sjálfur. Dagur komst mjög nálægt hundraðinu í leik ÍBV og FH um helgina þar sem hann kom að fimmtán mörkum Eyjaliðsins, skoraði átta og gaf sjö stoðsendingar. Reyndar hefðu liðsfélagar hans getað hjálpað honum upp í hundraðið því þeri klúðruðu fimm sköpuðu skotfærum hjá honum. Dagur skapaði því alls tólf skotfæri í leiknum og átti síðan fjórar sendingar að auki sem gáfu vítaköst. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að strákurinn fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Því miður fyrir Eyjamenn þá dugði það ekki til sigurs. FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson átti líka möguleika á að komast í hundraðið í þessum leik í Eyjum en meiðsli komu í veg fyrir það og hann er nú fimm mörkum frá hundrað með 68 mörk og 27 stoðsendingar. Það eru leikmenn á topplistanum sem eiga inni leik í kvöld en þá fara fram síðustu þrír leikirnir í elleftu umferðinni. Af þeim er Valsarinn Anton Rúnarsson hæstur með 80 mörk en Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er fjórum mörkum á eftir honum. Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19) Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending frá leik ÍR og Hauka hefst klukkan 17.50 og útsending frá leik Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30. Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 á Stöð 2 Sport en þar verður farið yfir alla umferðina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Dagur Arnarsson hefur alls komið með beinum hætti að 98 mörkum til þessa í deildinni en þetta má sjá í tölfræði HB Statz um deildina. Dagur er með flestar stoðsendingar í deildinni eða 55 í tíu leikjum sem gera 5,5 stoðsendingar í leik. Hann er tólf stoðsendingum meira en FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson. Dagur er einnig búinn að skora 43 mörk sjálfur. Dagur komst mjög nálægt hundraðinu í leik ÍBV og FH um helgina þar sem hann kom að fimmtán mörkum Eyjaliðsins, skoraði átta og gaf sjö stoðsendingar. Reyndar hefðu liðsfélagar hans getað hjálpað honum upp í hundraðið því þeri klúðruðu fimm sköpuðu skotfærum hjá honum. Dagur skapaði því alls tólf skotfæri í leiknum og átti síðan fjórar sendingar að auki sem gáfu vítaköst. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að strákurinn fékk tíu í einkunn frá HB Statz fyrir frammistöðu sína. Því miður fyrir Eyjamenn þá dugði það ekki til sigurs. FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson átti líka möguleika á að komast í hundraðið í þessum leik í Eyjum en meiðsli komu í veg fyrir það og hann er nú fimm mörkum frá hundrað með 68 mörk og 27 stoðsendingar. Það eru leikmenn á topplistanum sem eiga inni leik í kvöld en þá fara fram síðustu þrír leikirnir í elleftu umferðinni. Af þeim er Valsarinn Anton Rúnarsson hæstur með 80 mörk en Selfyssingurinn Guðmundur Hólmar Helgason er fjórum mörkum á eftir honum. Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19) Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending frá leik ÍR og Hauka hefst klukkan 17.50 og útsending frá leik Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30. Seinni bylgjan er síðan á dagskrá klukkan 21.15 á Stöð 2 Sport en þar verður farið yfir alla umferðina. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Þáttur í flestum mörkum í Olís deild karla: (Mörk + stoðsendingar / Frá HB Statz) Dagur Arnarsson, ÍBV 98 (43+55) Ásbjörn Friðriksson, FH 95 (68+27) Tandri Már Konráðsson, Stjarnan 85 (58+27) Vilhelm Poulsen, Fram 85 (48+37) Einar Rafn Eiðsson, FH 80 (37+43) Anton Rúnarsson, Val 79 (46+33) Aki Egilsnes, KA 77 (40+37) Guðmundur Hólmar Helgason, Selfossi 76 (46+30) Ihor Kopyshynskyi, Þór Ak. 75 (70+5) Árni Bragi Eyjólfsson, KA 74 (55+19)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni