Stefán Darri breyttist úr skúrk í hetju undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 16:00 Stefán Darri Þórsson tryggði Fram stig gegn Stjörnunni. vísir/hulda margrét Mikil spenna var á lokakafla leiks Fram og Stjörnunnar í Olís-deild karla í gær þar sem Frammarinn Stefán Darri Þórsson kom mikið við sögu. Starri Friðriksson jafnaði í 28-28 fyrir Stjörnuna með sínu áttunda marki. Fram fór í sókn sem endaði með skoti Stefáns Darra framhjá þegar hálf mínúta var eftir. Leiktöf var vissulega yfirvofandi en skot Stefáns Darra var víðsfjarri markinu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins. Hún gekk vel upp og Tandri Már Konráðsson skoraði og kom Garðbæingum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28-29. Fram tók miðjuna í flýti, Stefán Darri fékk boltann, fór framhjá Tandra og skoraði með góðu skoti framhjá Adam Thorstensen í marki Stjörnunnar í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 29-29 og Stefán Darri eflaust manna fegnastur með þá niðurstöðu. Lokakafla leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokakaflinn hjá Fram og Stjörnunni Þrátt fyrir að Fram hefði jafnað á elleftu stundu hefði þjálfari liðsins, Sebastian Alexandersson, viljað fá stigin tvö enda leiddu hans menn nánast allan tímann. „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins. Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ sagði Sebastian eftir leikinn. Patrekur sagði að Stjörnumenn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr leiknum. „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt,“ sagði Patrekur. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með tólf stig. Í næstu umferð mætir Fram KA á heimavelli á meðan Stjarnan sækir Íslandsmeistara Selfoss heim. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Fram Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Starri Friðriksson jafnaði í 28-28 fyrir Stjörnuna með sínu áttunda marki. Fram fór í sókn sem endaði með skoti Stefáns Darra framhjá þegar hálf mínúta var eftir. Leiktöf var vissulega yfirvofandi en skot Stefáns Darra var víðsfjarri markinu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins. Hún gekk vel upp og Tandri Már Konráðsson skoraði og kom Garðbæingum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28-29. Fram tók miðjuna í flýti, Stefán Darri fékk boltann, fór framhjá Tandra og skoraði með góðu skoti framhjá Adam Thorstensen í marki Stjörnunnar í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 29-29 og Stefán Darri eflaust manna fegnastur með þá niðurstöðu. Lokakafla leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokakaflinn hjá Fram og Stjörnunni Þrátt fyrir að Fram hefði jafnað á elleftu stundu hefði þjálfari liðsins, Sebastian Alexandersson, viljað fá stigin tvö enda leiddu hans menn nánast allan tímann. „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins. Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ sagði Sebastian eftir leikinn. Patrekur sagði að Stjörnumenn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr leiknum. „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt,“ sagði Patrekur. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með tólf stig. Í næstu umferð mætir Fram KA á heimavelli á meðan Stjarnan sækir Íslandsmeistara Selfoss heim. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Fram Stjarnan Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira