Halda röngum upplýsingum að erlendum konum svo þær fái ekki hjálp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 20:01 Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Vísir/Sigurjón Erlendar konur í ofbeldissamböndum eru ekki meðvitaðar um þau úrræði sem þeim stendur til boða. Algengt er að ofbeldismennirnir nýti sér þekkingarleysi þeirra og fullyrði að þeim verði vísað úr landi ef þær leiti sér aðstoðar. Kvennaathvarfið lét á síðasta ári vinna skýrslu um stöðu erlendra kvenna sem búið höfðu við heimilisofbeldi og leitað í athvarfið. Níutíu prósent kvennanna höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi, áttatíu prósent fyrir líkamlegu ofbeldi og sjötíu prósent fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þessar sömu konur höfðu einnig fengið morðhótun, verið beittar kynferðislegu ofbeldi og verið teknar kyrkingartaki, svo dæmi séu tekin. Fæstar þeirra vissu af tilvist Kvennaathvarfsins. „Í einhverjum tilfellum höfðu gerendur haldið að þeim röngum upplýsingum og sagt: Ef þú ferð í Kvennaathvarfið þá er það bara fyrir konur sem eru heimilislausar eða í neyslu, eða sagt: Ef þú ferð þá tek ég börnin af þér. Þetta er ekki rétt,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins. Í skýrslunni er haft eftir konu að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður af heimilinu eftir að nágrannar hringdu eftir aðstoð. Konan hafi verið of hrædd til að hringja sjálf á lögregluna. Þegar lögregla og barnavernd komu hafi konan fyrst fengið upplýsingar um athvarfið. Orðrétt segir: „Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð út um allt.“ „Það þarf að fræða þessar konur meira við komuna til landsins og það hverjir eiga að gera það, sem eru væntanlega þeir sem konan er í samskiptum við eða hennar fjölskylda,“ útskýrir Drífa. Skýrsluna í heild má lesa hér. Heimilisofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kvennaathvarfið lét á síðasta ári vinna skýrslu um stöðu erlendra kvenna sem búið höfðu við heimilisofbeldi og leitað í athvarfið. Níutíu prósent kvennanna höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi, áttatíu prósent fyrir líkamlegu ofbeldi og sjötíu prósent fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þessar sömu konur höfðu einnig fengið morðhótun, verið beittar kynferðislegu ofbeldi og verið teknar kyrkingartaki, svo dæmi séu tekin. Fæstar þeirra vissu af tilvist Kvennaathvarfsins. „Í einhverjum tilfellum höfðu gerendur haldið að þeim röngum upplýsingum og sagt: Ef þú ferð í Kvennaathvarfið þá er það bara fyrir konur sem eru heimilislausar eða í neyslu, eða sagt: Ef þú ferð þá tek ég börnin af þér. Þetta er ekki rétt,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins. Í skýrslunni er haft eftir konu að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður af heimilinu eftir að nágrannar hringdu eftir aðstoð. Konan hafi verið of hrædd til að hringja sjálf á lögregluna. Þegar lögregla og barnavernd komu hafi konan fyrst fengið upplýsingar um athvarfið. Orðrétt segir: „Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð út um allt.“ „Það þarf að fræða þessar konur meira við komuna til landsins og það hverjir eiga að gera það, sem eru væntanlega þeir sem konan er í samskiptum við eða hennar fjölskylda,“ útskýrir Drífa. Skýrsluna í heild má lesa hér.
Heimilisofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira