Segja friðlandið orðið að óskiljanlegri kerfisvitleysu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2021 23:02 Þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir eru fiskeldisbændur á Þverá í Vatnsfirði. Egill Aðalsteinsson Barnafjölskylda sem flutti á fiskeldisbýli á Barðaströnd segir þungt í vöfum að vera innan friðlands Vatnsfjarðar. Í neyð sinni ákváðu þau á endanum að byggja íbúðarhús í óleyfi á bakka eldistjarnar fremur en að hírast áfram með börnin í örlitlu pallhýsi. Þau Kristín Ósk Matthíasdóttir og Sveinn Viðarsson fluttu af Suðurlandi fyrir sex árum til að taka við býli á Barðaströnd þar sem jarðhiti er nýttur til að ala bleikju. Þau Svein og Kristínu óraði samt ekki fyrir þeim hindrunum sem fylgdu því að jörðin er innan friðlands Vatnsfjarðar. -En er þá allt þyngra í vöfum af því að þetta er friðland? „Já, ekki spurning,“ svarar Kristín í fréttum Stöðvar 2. Nýja íbúðarhúsið byggðu þau framan við eldishúsið á bakka eldistjarnar. Séð inn Vatnsfjörð í átt að Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Það er búið að gera þetta að kerfisvitleysu. Þetta er orðið rosalega þungt í vöfum að reyna að reka eitthvað í dag í svona umhverfi. Kerfið er orðið svo flókið og snúið að við föttum það ekki, - þekkjum ekki orðið hvernig þetta virkar sjálf. Við erum búin að búa til svo mikla kerfisvitleysu að við skiljum þetta ekki,“ segir Sveinn. Þau leigðu fyrst íbúðarhús í sveitinni en þegar eigendurnir þurftu það undir eigin fjölskyldu lentu þau á hrakhólum þar sem ekkert annað hús var á lausu í sveitinni. Þau neyddust til að búa í tíu fermetra pallhýsi og vildu því sjálf byggja. „Við vorum búin að sækja og sækja um leyfi. Það gengur ekki með tvö börn að vera í camper í tíu mánuði, sko. Þetta var ekki forsvaranlegt, sko,“ segir Kristín. „Við neituðum bara að gefast upp og byggðum húsið,“ segir Sveinn. Leyfið fékkst svo loksins síðastliðinn föstudag. Horft út Vatnsfjörð í átt að Brjánslæk.Egill Aðalsteinsson Sveinn segist samt ekki ætla að leggjast gegn því að svæðið verði gert að þjóðgarði, eins og núna er áformað. „Mér er svo sem alveg sama hvað þeir gera. Ég hef ekkert á móti þessu. Þetta er bara fínt. Ég held að það verði bara gaman að þessu. Bara meiri áskorun – áskorun um að hafa snyrtilegt í kringum sig,“ segir Sveinn. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var fjallað um Barðaströnd en þar hefur börnum snarfjölgað. „Það var eitt þegar við komum. Nú eru þau tólf,“ segir Kristín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Fiskeldi Landbúnaður Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00 Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. 15. janúar 2021 23:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Þau Kristín Ósk Matthíasdóttir og Sveinn Viðarsson fluttu af Suðurlandi fyrir sex árum til að taka við býli á Barðaströnd þar sem jarðhiti er nýttur til að ala bleikju. Þau Svein og Kristínu óraði samt ekki fyrir þeim hindrunum sem fylgdu því að jörðin er innan friðlands Vatnsfjarðar. -En er þá allt þyngra í vöfum af því að þetta er friðland? „Já, ekki spurning,“ svarar Kristín í fréttum Stöðvar 2. Nýja íbúðarhúsið byggðu þau framan við eldishúsið á bakka eldistjarnar. Séð inn Vatnsfjörð í átt að Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Það er búið að gera þetta að kerfisvitleysu. Þetta er orðið rosalega þungt í vöfum að reyna að reka eitthvað í dag í svona umhverfi. Kerfið er orðið svo flókið og snúið að við föttum það ekki, - þekkjum ekki orðið hvernig þetta virkar sjálf. Við erum búin að búa til svo mikla kerfisvitleysu að við skiljum þetta ekki,“ segir Sveinn. Þau leigðu fyrst íbúðarhús í sveitinni en þegar eigendurnir þurftu það undir eigin fjölskyldu lentu þau á hrakhólum þar sem ekkert annað hús var á lausu í sveitinni. Þau neyddust til að búa í tíu fermetra pallhýsi og vildu því sjálf byggja. „Við vorum búin að sækja og sækja um leyfi. Það gengur ekki með tvö börn að vera í camper í tíu mánuði, sko. Þetta var ekki forsvaranlegt, sko,“ segir Kristín. „Við neituðum bara að gefast upp og byggðum húsið,“ segir Sveinn. Leyfið fékkst svo loksins síðastliðinn föstudag. Horft út Vatnsfjörð í átt að Brjánslæk.Egill Aðalsteinsson Sveinn segist samt ekki ætla að leggjast gegn því að svæðið verði gert að þjóðgarði, eins og núna er áformað. „Mér er svo sem alveg sama hvað þeir gera. Ég hef ekkert á móti þessu. Þetta er bara fínt. Ég held að það verði bara gaman að þessu. Bara meiri áskorun – áskorun um að hafa snyrtilegt í kringum sig,“ segir Sveinn. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var fjallað um Barðaströnd en þar hefur börnum snarfjölgað. „Það var eitt þegar við komum. Nú eru þau tólf,“ segir Kristín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Fiskeldi Landbúnaður Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00 Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. 15. janúar 2021 23:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00
Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. 15. janúar 2021 23:30