Hart tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2021 19:20 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir áskorandi hans um formannsembættið tókust á um lífskjarasamningana og skipan í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og áskorandi hans í komandi formannskjöri, Helga Guðrún Jónasdóttir, tókust harkalega á um stefnu félagsins í kjaramálum í Pallborðinu, nýjum þætti í beinni útsendingu á Vísi í dag. Helga Guðrún sagði Ragnar Þór fyrst og fremst skapa ófrið innan félagsins en Ragnar Þór sagði nauðsynlegt að forysta verkalýðshreyfingarinnar léti heyra í sér þegar gengið væri gegn kjörum launafólks. Helga Guðrún sagði Ragnar hafa klofið samstöðu verslunarmannafélaga við gerð síðustu kjarasamninga til að ganga í bandalag með Eflingu. Hann sagði lífskjarasamningana hins vegar hafa skilað auknum kaupmætti upp á tíu prósent og kjarabótum í gegnum barnabótakerfi, húsnæðiskerfið og með lækkun vaxta. Helga Gurðun Jónasdóttir sagði Ragnar Þór valda ófriði innan VR og hafa vanrækt að sinna kjörum félagsmanna.Vísir/Vilhelm Helga Guðrun sagði þetta stolnar fjaðrir þar sem Ragnar hefði rokið á dyr í miðri samningagerð. „Kosningabaráttan snýst um það meðal annars að þú raufst samstöðuna og fórst að gera bandalag við Eflingu. Þú skildir félaga þína eftir. Það er ekki mjög gott hjá formanni stéttarfélags að skilja félagana sína eftir," sagði Helga Guðrún. Ragnar Þór sagði þetta alrangt. Mikil samstaða hafi ríkt um lífskjarasamningana þegar þeir voru undirritaðir. Ragnar Þór sagði lífskjarasamningana hafa skilað tíu prósenta kaupmáttaraukningu frá því þeir voru undirritaðir. Að auki hefðu komið ýmsar kjarabætur með samningum við ríkið um skattamál og barnabætur og vextir hefðu lækkað fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá tókust þau mikið á um stöðu stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helga Guðrún sagði afskipti formanns VR af henni óeðlileg og af pólitískum toga. Formaðurinn talaði stöðugt um spillingu innan stjórna lífeyrissjóða. Sjálf sagðist Helga Guðrún hafa á árum áður starfað innan Sjálfstæðisflokksins en gengið úr honum fyrir mörgum árum og þar með sagt skilið við flokkapólitík. „Ef ég skil hann rétt felst spillingin fyrst og fremst í því að lífeyrissjóðirnir eru ekki að þjóna almenningi. Eru ekki að þjóna sjóðsfélögunum nógu vel. En það eru sjóðsfélagar sem eiga sjóðina Ragnar,“ sagði Helga Guðrún. “Nákvæmlega, ef ég má svara. Það eru sjóðsfélagar sem eiga lífeyrissjóðina og hvað er búið að vera mitt helsta baráttumál? Að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna. Aftengja atvinnurekendur og atvinnulífið í skipun stjórna lífeyrissjóðanna sem við eigum, sem sjóðsfélagar eiga. Það eru sjóðsfélagar sem eiga að skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki verkalýðshreyfingin og ekki atvinnurekendur,“ sagði Ragnar Þór. Hægt er að horfa á þáttinn, sem var rúmar 70 mínútur og mjög fjörugur í heild sinni hér á Vísi. Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Pallborðið Formannskjör í VR Tengdar fréttir Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Helga Guðrún sagði Ragnar hafa klofið samstöðu verslunarmannafélaga við gerð síðustu kjarasamninga til að ganga í bandalag með Eflingu. Hann sagði lífskjarasamningana hins vegar hafa skilað auknum kaupmætti upp á tíu prósent og kjarabótum í gegnum barnabótakerfi, húsnæðiskerfið og með lækkun vaxta. Helga Gurðun Jónasdóttir sagði Ragnar Þór valda ófriði innan VR og hafa vanrækt að sinna kjörum félagsmanna.Vísir/Vilhelm Helga Guðrun sagði þetta stolnar fjaðrir þar sem Ragnar hefði rokið á dyr í miðri samningagerð. „Kosningabaráttan snýst um það meðal annars að þú raufst samstöðuna og fórst að gera bandalag við Eflingu. Þú skildir félaga þína eftir. Það er ekki mjög gott hjá formanni stéttarfélags að skilja félagana sína eftir," sagði Helga Guðrún. Ragnar Þór sagði þetta alrangt. Mikil samstaða hafi ríkt um lífskjarasamningana þegar þeir voru undirritaðir. Ragnar Þór sagði lífskjarasamningana hafa skilað tíu prósenta kaupmáttaraukningu frá því þeir voru undirritaðir. Að auki hefðu komið ýmsar kjarabætur með samningum við ríkið um skattamál og barnabætur og vextir hefðu lækkað fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá tókust þau mikið á um stöðu stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Helga Guðrún sagði afskipti formanns VR af henni óeðlileg og af pólitískum toga. Formaðurinn talaði stöðugt um spillingu innan stjórna lífeyrissjóða. Sjálf sagðist Helga Guðrún hafa á árum áður starfað innan Sjálfstæðisflokksins en gengið úr honum fyrir mörgum árum og þar með sagt skilið við flokkapólitík. „Ef ég skil hann rétt felst spillingin fyrst og fremst í því að lífeyrissjóðirnir eru ekki að þjóna almenningi. Eru ekki að þjóna sjóðsfélögunum nógu vel. En það eru sjóðsfélagar sem eiga sjóðina Ragnar,“ sagði Helga Guðrún. “Nákvæmlega, ef ég má svara. Það eru sjóðsfélagar sem eiga lífeyrissjóðina og hvað er búið að vera mitt helsta baráttumál? Að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna. Aftengja atvinnurekendur og atvinnulífið í skipun stjórna lífeyrissjóðanna sem við eigum, sem sjóðsfélagar eiga. Það eru sjóðsfélagar sem eiga að skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna. Ekki verkalýðshreyfingin og ekki atvinnurekendur,“ sagði Ragnar Þór. Hægt er að horfa á þáttinn, sem var rúmar 70 mínútur og mjög fjörugur í heild sinni hér á Vísi.
Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Pallborðið Formannskjör í VR Tengdar fréttir Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23. febrúar 2021 13:30