„Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 20:30 Arnar Daði, þjálfari Gróttu. Vísir/Vilhelm Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu. Annað hefur komið á daginn en Grótta er með níu stig í 10. sæti deildarinnar. „Skrítið, við förum upp þarna í miðju Covid og okkur fannst á einhverjum tímapunkti eins og leikmannaglugginn væri ekkert alltof stór. Þegar uppi er staðið náðum við í frábæra blöndu af leikmönnum, óreyndir leikmenn sem hafa fengið fá tækifæri í bland við leikmenn sem hafa spilað margar mínútur og mörg tímabil í deildinni. Þegar uppi er staðið og mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Maður er að reyna njóta augnabliksins. Þetta er ekkert sjálfsagt. Það er ekkert sjálfsagt að liðið sé svona samrýnt, allir séu klárir í bátana og menn geri það sem þeim er sagt að gera. Við æfum mjög vel, það eru langir myndbandsfundir en það virðist ekki skipta neinu máli. Þegar menn sjá að þeir eru að uppskera þá eru þeir tilbúnir að leggja meira á sig en vanalega.“ „Ég segi bara sem betur fer erum við að ná í þessa tvo sigurleiki núna í röð og þrátt fyrir við séum bara með þrjá sigurleiki eftir 11 leiki erum við búnir að sýna það og sanna að undirbúningur hjálpar liðum mikið. Þetta snýst um svo marga þætti,“ sagði Arnar Daði að lokum. Klippa: Sportpakkinn: Viðtal við Arnar Daða Ítarlegra viðtal við Arnar Daða verður birt á Vísi í fyrramálið. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Sportpakkinn Tengdar fréttir Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 „Greinilega mikill tilfinninga rússíbani þessi frumraun hans í Olís deildinni“ Farið var yfir dramatískan sigur Gróttu á Fram í Olís deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Þjálfari Gróttu mætti í skrautlegt viðtal að leik loknum, fóru Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar þáttarins yfir það. 20. febrúar 2021 13:50 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Annað hefur komið á daginn en Grótta er með níu stig í 10. sæti deildarinnar. „Skrítið, við förum upp þarna í miðju Covid og okkur fannst á einhverjum tímapunkti eins og leikmannaglugginn væri ekkert alltof stór. Þegar uppi er staðið náðum við í frábæra blöndu af leikmönnum, óreyndir leikmenn sem hafa fengið fá tækifæri í bland við leikmenn sem hafa spilað margar mínútur og mörg tímabil í deildinni. Þegar uppi er staðið og mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Maður er að reyna njóta augnabliksins. Þetta er ekkert sjálfsagt. Það er ekkert sjálfsagt að liðið sé svona samrýnt, allir séu klárir í bátana og menn geri það sem þeim er sagt að gera. Við æfum mjög vel, það eru langir myndbandsfundir en það virðist ekki skipta neinu máli. Þegar menn sjá að þeir eru að uppskera þá eru þeir tilbúnir að leggja meira á sig en vanalega.“ „Ég segi bara sem betur fer erum við að ná í þessa tvo sigurleiki núna í röð og þrátt fyrir við séum bara með þrjá sigurleiki eftir 11 leiki erum við búnir að sýna það og sanna að undirbúningur hjálpar liðum mikið. Þetta snýst um svo marga þætti,“ sagði Arnar Daði að lokum. Klippa: Sportpakkinn: Viðtal við Arnar Daða Ítarlegra viðtal við Arnar Daða verður birt á Vísi í fyrramálið.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Grótta Sportpakkinn Tengdar fréttir Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 „Greinilega mikill tilfinninga rússíbani þessi frumraun hans í Olís deildinni“ Farið var yfir dramatískan sigur Gróttu á Fram í Olís deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Þjálfari Gróttu mætti í skrautlegt viðtal að leik loknum, fóru Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar þáttarins yfir það. 20. febrúar 2021 13:50 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53
„Greinilega mikill tilfinninga rússíbani þessi frumraun hans í Olís deildinni“ Farið var yfir dramatískan sigur Gróttu á Fram í Olís deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Þjálfari Gróttu mætti í skrautlegt viðtal að leik loknum, fóru Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar þáttarins yfir það. 20. febrúar 2021 13:50