Svandís ekki gera það! Gylfi Þór Gíslason skrifar 23. febrúar 2021 21:21 Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna. Ef svo verður er næstum vonlaust fyrir lögregluna að ætla að taka á þessum málum. Ef við erum köllluð t.d. út í eitthvert teiti og þar eru upplýsingar um mikið magn fíkniefna. Þá getur sölumaðurinn á staðnum dreift efnunum „í löglegu magni neysluskammta“ á alla í teitinu og sagt þeim að segja að þau eigi efnin. Þessir sölumenn kynna sér fljótt hvernig best er að láta ekki hanka sig í lögunum. Fólkið í teitinu framvísar efnum og sem er þá allt „löglegt magn“ efna og lögreglan gengur út með skottið á milli lappanna hefur engar heimildir til að taka á hlutunum. En sölumaðurinn situr glottandi hjá, fær svo efnin sín aftur og jafnvel selur þeim efnin sem geymdu af því að sakleysingjarnir sem voru beðnir um að handleggja efnin sjá hvað þetta er nú löglegt og heyra lofsöng hinna sem hafa prófað hvað þetta sé nú góð víma og skaðlaus og ég veit ekki hvað og hvað. Ég vil miklu frekar sjá að það verði sett í lög að viðurlög við að vera tekinn með ólögleg efni verði boðin meðferð, aðstoð til að losna undan efnunum. Álíka og hefur verið innleitt í sambandi við heimilsofbeldi. Þ.e. að málum verði fylgt eftir. Að hjá þeim sem er tekinn með fíkniefni verði efnin tekin og viðkomandi boðin aðstoð að losna undan fíkniefnadjöflinum. Boðinn aðgangur að neyslurými á vegum heilbrigðiskerfisins á meðan að viðkomandi vinnur í sínum málum. Í framhaldi af því er viðkomandi hjálpað til að losna undan fíkninni. Því það er sorglegt að horfa upp á unga fólkið segja við mann, að það geti ekki hætt þessu. Jafnvel ungmenni sem hafa rétt prófað kannabisefni og geta ekki hætt þessu. Þ.e. að verði boðið upp á álíka aðstoð og er fyrir þá sem eru langt leiddir, en ekki á sama stað. Ekki getur lögreglan tekið einhvern af þeim sem væru með „neysluskammt“ á sér og farið að yfirheyra hann. Lögreglan hefði ekkert vald til þess. Annað dæmi sem mun blasa við lögreglumönnum ef ákveðin „neyslu skammtur“ verður lögleiddur. Þá eigum við lögreglumenn á hættu með að horfa upp á einhvern aðila ganga hjá. Lögreglan óskar eftir að leita á viðkomandi. Sá hinn sami framvísar „löglegum neysluskammti“. Lögreglan getur því næst horft upp á viðkomandi ganga hjá nokkrum sinnum. Ávallt þegar viðkomandi væri stöðvaður væri hann með „löglegan neysluskammt“ á sér og peninga og viðkomandi gæti farið að ásaka lögreglu um einelti. Við megum aldrei fara að gefa eftir með því að réttlæta neyslu þessara efna. Ég sem lögreglumaður hef horft upp á of marga ánetjast þessu til þess að geta sætt mig við að neysla þessara efna verði leyfð. Nei Svandís EKKi gera þetta. Höfundur er lögreglumaður á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna. Ef svo verður er næstum vonlaust fyrir lögregluna að ætla að taka á þessum málum. Ef við erum köllluð t.d. út í eitthvert teiti og þar eru upplýsingar um mikið magn fíkniefna. Þá getur sölumaðurinn á staðnum dreift efnunum „í löglegu magni neysluskammta“ á alla í teitinu og sagt þeim að segja að þau eigi efnin. Þessir sölumenn kynna sér fljótt hvernig best er að láta ekki hanka sig í lögunum. Fólkið í teitinu framvísar efnum og sem er þá allt „löglegt magn“ efna og lögreglan gengur út með skottið á milli lappanna hefur engar heimildir til að taka á hlutunum. En sölumaðurinn situr glottandi hjá, fær svo efnin sín aftur og jafnvel selur þeim efnin sem geymdu af því að sakleysingjarnir sem voru beðnir um að handleggja efnin sjá hvað þetta er nú löglegt og heyra lofsöng hinna sem hafa prófað hvað þetta sé nú góð víma og skaðlaus og ég veit ekki hvað og hvað. Ég vil miklu frekar sjá að það verði sett í lög að viðurlög við að vera tekinn með ólögleg efni verði boðin meðferð, aðstoð til að losna undan efnunum. Álíka og hefur verið innleitt í sambandi við heimilsofbeldi. Þ.e. að málum verði fylgt eftir. Að hjá þeim sem er tekinn með fíkniefni verði efnin tekin og viðkomandi boðin aðstoð að losna undan fíkniefnadjöflinum. Boðinn aðgangur að neyslurými á vegum heilbrigðiskerfisins á meðan að viðkomandi vinnur í sínum málum. Í framhaldi af því er viðkomandi hjálpað til að losna undan fíkninni. Því það er sorglegt að horfa upp á unga fólkið segja við mann, að það geti ekki hætt þessu. Jafnvel ungmenni sem hafa rétt prófað kannabisefni og geta ekki hætt þessu. Þ.e. að verði boðið upp á álíka aðstoð og er fyrir þá sem eru langt leiddir, en ekki á sama stað. Ekki getur lögreglan tekið einhvern af þeim sem væru með „neysluskammt“ á sér og farið að yfirheyra hann. Lögreglan hefði ekkert vald til þess. Annað dæmi sem mun blasa við lögreglumönnum ef ákveðin „neyslu skammtur“ verður lögleiddur. Þá eigum við lögreglumenn á hættu með að horfa upp á einhvern aðila ganga hjá. Lögreglan óskar eftir að leita á viðkomandi. Sá hinn sami framvísar „löglegum neysluskammti“. Lögreglan getur því næst horft upp á viðkomandi ganga hjá nokkrum sinnum. Ávallt þegar viðkomandi væri stöðvaður væri hann með „löglegan neysluskammt“ á sér og peninga og viðkomandi gæti farið að ásaka lögreglu um einelti. Við megum aldrei fara að gefa eftir með því að réttlæta neyslu þessara efna. Ég sem lögreglumaður hef horft upp á of marga ánetjast þessu til þess að geta sætt mig við að neysla þessara efna verði leyfð. Nei Svandís EKKi gera þetta. Höfundur er lögreglumaður á Vestfjörðum.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar