Sendiherra ESB skipað að yfirgefa Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2021 16:53 Isabel Brilhante Pedrosa, sendiherra ESB, fer hér af fundi með Jorge Arreaza, utanríkirsáðherra Venesúela, eftir að hann tilkynnti henni að hún þyrfti að yfirgefa landið innan þriggja daga. AP/Ariana Cubillos Ríkisstjórn Venesúela hefur skipað sendiherra Evrópusambandsins þar að yfirgefa landið. Það var gert í kjölfar þess að ESB beitti nítján embættismenn í Venesúela viðskiptaþvingunum. Sendiherrann, Isabel Brilhante Pedrosa, hefur þrjá sólarhringa til að yfirgefa Venesúela. Þjóðþing Venesúela, sem er undir stjórn flokks Nicolas Madúró, forseta, samþykkti í gær þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin vísaði Pedrosa úr landi og að viðvera ESB í Venesúela yfir höfuð verði endurskoðuð. Utanríkisráðherrar ESB sökuðu í gær embættismennina nítján um mannréttindabrot í Venesúela og um að grafa undan lýðræðinu þar. Í heildina hafa 55 embættismenn í Venesúela verið beittir viðskiptaþvingunum af ESB. Það felur í sér að eigur þeirra innan landamæra sambandsins eru frystar og þeim er meinað að ferðast þangað. Aðgerðirnar snúa að kosningum til þjóðþingsins sem haldnar voru í Venesúela í desember. Þær hafa verið harðlega gagnrýndar og neitaði stjórnarandstaða landsins að taka þátt í þeim. Utanríkisráðherrar ESB hafa sagt þær ómarkverðar, samkvæmt frétt Politico. Ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga kosningarnar var að Hæstiréttur landsins hafi látið fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og þess í stað skipað þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Sjá einnig: Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Nýju þvinganirnar eru til viðbótar við þær sem beitt var gegn Venesúela árið 2017. Þá bannaði ESB meðal annars sölu vopna til Venesúela. Í kjölfar þess lýsti Madúró því yfir að Pedrosa ætti að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa. Það gerði hún ekki og þrátt fyrir það greip ríkisstjórn Madúrós ekki til frekari aðgerða. Sakaðir um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sakaði ríkisstjórn Madúrós um glæpi gegn mannkyninu í fyrra. Voru öryggissveitir landsins sagðar hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi um áraraðir. Venesúela var áður meðal auðugustu ríkja Suður-Ameríku en hefur á undanförnum árum átt í gífurlegum efnahagserfiðleikum. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. Milljónir hafa flúið frá Venesúela á undanförnum árum. Venesúela Evrópusambandið Tengdar fréttir Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. 30. maí 2020 09:00 Þvertekur fyrir að hafa komið að „innrásinni“ undarlegu Trump sagði í dag að ef Bandaríkin gripu til aðgerða í Venesúela yrði það gert með öðruvísi hætti. Það yrði raunveruleg innrás og alvöru her yrði sendur. 8. maí 2020 15:24 Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. 7. maí 2020 08:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Sendiherrann, Isabel Brilhante Pedrosa, hefur þrjá sólarhringa til að yfirgefa Venesúela. Þjóðþing Venesúela, sem er undir stjórn flokks Nicolas Madúró, forseta, samþykkti í gær þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin vísaði Pedrosa úr landi og að viðvera ESB í Venesúela yfir höfuð verði endurskoðuð. Utanríkisráðherrar ESB sökuðu í gær embættismennina nítján um mannréttindabrot í Venesúela og um að grafa undan lýðræðinu þar. Í heildina hafa 55 embættismenn í Venesúela verið beittir viðskiptaþvingunum af ESB. Það felur í sér að eigur þeirra innan landamæra sambandsins eru frystar og þeim er meinað að ferðast þangað. Aðgerðirnar snúa að kosningum til þjóðþingsins sem haldnar voru í Venesúela í desember. Þær hafa verið harðlega gagnrýndar og neitaði stjórnarandstaða landsins að taka þátt í þeim. Utanríkisráðherrar ESB hafa sagt þær ómarkverðar, samkvæmt frétt Politico. Ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga kosningarnar var að Hæstiréttur landsins hafi látið fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og þess í stað skipað þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Sjá einnig: Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Nýju þvinganirnar eru til viðbótar við þær sem beitt var gegn Venesúela árið 2017. Þá bannaði ESB meðal annars sölu vopna til Venesúela. Í kjölfar þess lýsti Madúró því yfir að Pedrosa ætti að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa. Það gerði hún ekki og þrátt fyrir það greip ríkisstjórn Madúrós ekki til frekari aðgerða. Sakaðir um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sakaði ríkisstjórn Madúrós um glæpi gegn mannkyninu í fyrra. Voru öryggissveitir landsins sagðar hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi um áraraðir. Venesúela var áður meðal auðugustu ríkja Suður-Ameríku en hefur á undanförnum árum átt í gífurlegum efnahagserfiðleikum. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. Milljónir hafa flúið frá Venesúela á undanförnum árum.
Venesúela Evrópusambandið Tengdar fréttir Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. 30. maí 2020 09:00 Þvertekur fyrir að hafa komið að „innrásinni“ undarlegu Trump sagði í dag að ef Bandaríkin gripu til aðgerða í Venesúela yrði það gert með öðruvísi hætti. Það yrði raunveruleg innrás og alvöru her yrði sendur. 8. maí 2020 15:24 Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. 7. maí 2020 08:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43
Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03
Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. 30. maí 2020 09:00
Þvertekur fyrir að hafa komið að „innrásinni“ undarlegu Trump sagði í dag að ef Bandaríkin gripu til aðgerða í Venesúela yrði það gert með öðruvísi hætti. Það yrði raunveruleg innrás og alvöru her yrði sendur. 8. maí 2020 15:24
Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. 7. maí 2020 08:30