Krabbameinsfélagið: Ríkið gerði ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 19:15 „Á 70 ára afmælisári horfir nú Krabbameinsfélagið fram á veginn og beitir sér áfram í þágu fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra, sem og í rannsóknum, fræðslu, forvörnum og ráðgjöf,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm „Stuttar framlengingar þjónustusamnings Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimunina eru ítrekað nefndar í skýrslunni, sem hindrun fyrir þróun í starfseminni. Af sama leiddi að áhersla í starfi Leitarstöðvarinnar var mest á þjónustu við konurnar.“ Þetta segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands um niðurstöður hlutaúttektar landlæknisembættisins á starfsemi Leitarstöðvarinnar. Þar segir að félagið fagni því að niðurstöður liggi fyrir en æskilegt væri að úttektir af þessu tagi væru gerðar með reglubundnum hætti. Ástæða úttektarinnar er alvarlegt atvik sem kom upp þegar kona greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir ranga greiningu á Leitarstöðinni. Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins er ítrekað að árangur Íslands þegar kemur að krabbameinum í leghálsi sé með því besta sem gerist í heiminum. Þá segir að auknar gæðakröfur í heilbrigðisþjónustu séu alltaf af hinu góða og að í úttektinni sé að finna ábendingar um aukið innra og ytra gæðaeftirlit. „Á starfstíma Leitarstöðvarinnar gerði verkkaupi ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál. Væri Leitarstöðin enn starfandi yrði að sjálfsögðu brugðist við ábendingunum í samstarfi við Embætti landlæknis. Í skýrslunni kemur fram að virkt innra gæðaeftirlit var til staðar á Leitarstöðinni en einnig tillaga um að efla það enn frekar.“ Enn fremur segir að Krabbameinsfélagið sé stolt af starfi og árangri Leitarstöðvarinnar, þar sem starfsfólk hafi unnið af heilindum og miklum metnaði. „Úttektin er mikilvægur leiðarvísir í áframhaldandi skimunarstarfi. Þótt það fari ekki fram innan veggja Krabbameinsfélagsins, lætur félagið sig gæði skimana varða. Félagið þakkar Landlæknisembættinu samstarfið við úttektina og óskar því, Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslunni, alls hins besta við framkvæmd skimana í framtíðinni.“ Tilkynninguna í heild má finna hér. Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands um niðurstöður hlutaúttektar landlæknisembættisins á starfsemi Leitarstöðvarinnar. Þar segir að félagið fagni því að niðurstöður liggi fyrir en æskilegt væri að úttektir af þessu tagi væru gerðar með reglubundnum hætti. Ástæða úttektarinnar er alvarlegt atvik sem kom upp þegar kona greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir ranga greiningu á Leitarstöðinni. Í tilkynningu Krabbameinsfélagsins er ítrekað að árangur Íslands þegar kemur að krabbameinum í leghálsi sé með því besta sem gerist í heiminum. Þá segir að auknar gæðakröfur í heilbrigðisþjónustu séu alltaf af hinu góða og að í úttektinni sé að finna ábendingar um aukið innra og ytra gæðaeftirlit. „Á starfstíma Leitarstöðvarinnar gerði verkkaupi ekki athugasemdir um verklag eða gæðamál. Væri Leitarstöðin enn starfandi yrði að sjálfsögðu brugðist við ábendingunum í samstarfi við Embætti landlæknis. Í skýrslunni kemur fram að virkt innra gæðaeftirlit var til staðar á Leitarstöðinni en einnig tillaga um að efla það enn frekar.“ Enn fremur segir að Krabbameinsfélagið sé stolt af starfi og árangri Leitarstöðvarinnar, þar sem starfsfólk hafi unnið af heilindum og miklum metnaði. „Úttektin er mikilvægur leiðarvísir í áframhaldandi skimunarstarfi. Þótt það fari ekki fram innan veggja Krabbameinsfélagsins, lætur félagið sig gæði skimana varða. Félagið þakkar Landlæknisembættinu samstarfið við úttektina og óskar því, Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslunni, alls hins besta við framkvæmd skimana í framtíðinni.“ Tilkynninguna í heild má finna hér.
Skimun fyrir krabbameini Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira