Stefnan sem Ísland þarfnast Jason Steinþórsson skrifar 25. febrúar 2021 08:01 Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling. Samkvæmt nýrri úttekt Transparency International (TI) er Ísland í 17. sæti í þessum efnum, en var í ellefta sæti árið 2019. Er nú svo komið að Ísland er spilltast Norðurlandanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Við urðum okkur til háborinnar og alþjóðlegrar skammar þegar nýtt dómskerfi var sett á laggirnar, bara vegna þess að dómsmálaráðherra gat ekki stillt sig um að fikta í því. Eftirmanni hennar finnst eðlilegt að hringja í lögreglustjórann á aðfangadag til að „forvitnast“ þegar samflokksmaður hunsar sóttvarnatilmæli eigin ríkisstjórnar. Ekki í fyrsta sinn sem dómsmálaráðherra þessa flokks hringir í lögreglustjóra til að „forvitnast“ um lögreglumál. Sagt hefur verið að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Þó ekki meiri en svo að enn eru ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, eins og sýnt var fram á nýverið. Verkefni sem hefur verið unnið að lengi með átaki, skýrslum, nefndarsetum og fjármagni sem allt átti að tryggja að kynin fengju sömu laun. Forsætisráðherra talaði nýverið um að hún gæti sætt sig við að ná því fram árið 2030, sem er ótrúlegt metnaðarleysi. Við höfum slegið okkur til riddara í umhverfismálum, sem er ein mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir, en ef nánar er að gáð þá erum við enn einnig miklir slóðar þar. Skólp rennur óhindrað út í sjó, ár og læki víða, flokkun er nánast á steinaldarstigi miðað við margar aðrar þjóðir og annað er eftir því. Nánast öll hugsun og framkvæmd í umhverfismálum er á þá leið að þau séu hliðarverkefni, sérstaklega á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hinn metnaðarfulli umhverfisráðherra er ekki öfundsverður af samstarfsfólki hans. Hvað er til ráða? Í mínum huga er ekki nema eitt að gera: Gjörbreyta samsetningu þingheims. Fá inn fólk sem vill breyta til batnaðar, laga það sem þarf að laga, gera samfélagið hér sjálfbært og valdefla almenning. Fá hann með sér í það verkefnið að skapa hér öflugt nýsköpunarsamfélag þar sem umhverfismál, jafnrétti, manngæska og samvinna eru höfð í fyrirrúmi. Opna og lýðræðisvæða samfélagið þar sem upplýsingar, aðgengi og þjónusta er fyrir almenning og almenningur kemur að ákvörðunum um sín málefni. Gera okkur tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar – saman. Breytum og gerum þetta rétt Þegar horft er yfir sviðið þá kemur ekki nema eitt til greina þegar fyrrnefnd markmið eru reifuð. Það er nauðsynlegt að Píratar fái lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Grunnstefna Pírata, sem allt starf flokksins hvílir á, er skýr: Ákvarðanir byggðar á gögnum, mannréttindavernd og valddreifing. Píratar eru þannig eini flokkurinn sem vill takmarka eigin völd og opna allt upp á gátt – sem er nauðsynlegt viðhorf í samfélagi sem fellur árlega niður spillingarlistann. Píratar eru óhræddir við gagnrýna óþægileg mál og taka umdeildar ákvarðanir, séu þær vel rökstuddar. Við þurfum fleiri upplýstar ákvarðanir á Alþingi og færri ákvarðanir sem byggja á pólitískri refskák og hrossakaupum. Við þurfum grunnstefnu Pírata. Í næstu kosningum er því nauðsynlegt að Píratar fái víðtækan stuðning. Það gæti fært þeim lykilráðuneyti í ríkisstjórn og lagt grunninn að upplýstri, gangsærri og mannúðlegri uppbyggingu til framtíðar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og býður sig fram í forvali Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling. Samkvæmt nýrri úttekt Transparency International (TI) er Ísland í 17. sæti í þessum efnum, en var í ellefta sæti árið 2019. Er nú svo komið að Ísland er spilltast Norðurlandanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Við urðum okkur til háborinnar og alþjóðlegrar skammar þegar nýtt dómskerfi var sett á laggirnar, bara vegna þess að dómsmálaráðherra gat ekki stillt sig um að fikta í því. Eftirmanni hennar finnst eðlilegt að hringja í lögreglustjórann á aðfangadag til að „forvitnast“ þegar samflokksmaður hunsar sóttvarnatilmæli eigin ríkisstjórnar. Ekki í fyrsta sinn sem dómsmálaráðherra þessa flokks hringir í lögreglustjóra til að „forvitnast“ um lögreglumál. Sagt hefur verið að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Þó ekki meiri en svo að enn eru ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, eins og sýnt var fram á nýverið. Verkefni sem hefur verið unnið að lengi með átaki, skýrslum, nefndarsetum og fjármagni sem allt átti að tryggja að kynin fengju sömu laun. Forsætisráðherra talaði nýverið um að hún gæti sætt sig við að ná því fram árið 2030, sem er ótrúlegt metnaðarleysi. Við höfum slegið okkur til riddara í umhverfismálum, sem er ein mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir, en ef nánar er að gáð þá erum við enn einnig miklir slóðar þar. Skólp rennur óhindrað út í sjó, ár og læki víða, flokkun er nánast á steinaldarstigi miðað við margar aðrar þjóðir og annað er eftir því. Nánast öll hugsun og framkvæmd í umhverfismálum er á þá leið að þau séu hliðarverkefni, sérstaklega á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hinn metnaðarfulli umhverfisráðherra er ekki öfundsverður af samstarfsfólki hans. Hvað er til ráða? Í mínum huga er ekki nema eitt að gera: Gjörbreyta samsetningu þingheims. Fá inn fólk sem vill breyta til batnaðar, laga það sem þarf að laga, gera samfélagið hér sjálfbært og valdefla almenning. Fá hann með sér í það verkefnið að skapa hér öflugt nýsköpunarsamfélag þar sem umhverfismál, jafnrétti, manngæska og samvinna eru höfð í fyrirrúmi. Opna og lýðræðisvæða samfélagið þar sem upplýsingar, aðgengi og þjónusta er fyrir almenning og almenningur kemur að ákvörðunum um sín málefni. Gera okkur tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar – saman. Breytum og gerum þetta rétt Þegar horft er yfir sviðið þá kemur ekki nema eitt til greina þegar fyrrnefnd markmið eru reifuð. Það er nauðsynlegt að Píratar fái lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Grunnstefna Pírata, sem allt starf flokksins hvílir á, er skýr: Ákvarðanir byggðar á gögnum, mannréttindavernd og valddreifing. Píratar eru þannig eini flokkurinn sem vill takmarka eigin völd og opna allt upp á gátt – sem er nauðsynlegt viðhorf í samfélagi sem fellur árlega niður spillingarlistann. Píratar eru óhræddir við gagnrýna óþægileg mál og taka umdeildar ákvarðanir, séu þær vel rökstuddar. Við þurfum fleiri upplýstar ákvarðanir á Alþingi og færri ákvarðanir sem byggja á pólitískri refskák og hrossakaupum. Við þurfum grunnstefnu Pírata. Í næstu kosningum er því nauðsynlegt að Píratar fái víðtækan stuðning. Það gæti fært þeim lykilráðuneyti í ríkisstjórn og lagt grunninn að upplýstri, gangsærri og mannúðlegri uppbyggingu til framtíðar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og býður sig fram í forvali Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun