Efnið er framleitt af belgíska lyfjaframleiðandanum Janssen sem aftur er í eigu lyfjarisans Johnson&Johnson og er það mun ódýrara í framleiðslu en efnin frá Pfizer og Moderna sem þegar eru í notkun. Þá þarf aðeins eina sprautu af Janssen efninu en tvær af hinum tegundunum.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir heimildum innan úr Hvíta húsinu að þar á bæ vonist menn til að hægt verði að dreifa þremur milljónum skammta af efninu strax í næstu viku, fáist markaðsleyfi.
Íslendingar fá bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga frá Janssen, en það er háð markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu en áætluð afhending hér á landi er á öðrum ársfjórðungi.