Kyrie vill fá Kobe á nýtt merki NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2021 12:00 Kyrie Irving og til hliðar er hugmynd hans af NBA merkinu með Kobe Bryant. Samsett/Getty og Instagram Bandaríska körfuboltastjarnan Kyrie Irving vill að Kobe Bryant verði minnst sérstaklega með því að gera nýtt merki NBA-deildarinnar sem yrði byggt á mynd af Kobe. Merki NBA-deildarinnar er grafísk mynd af körfuboltamanni og enginn vafi er á því að útlínumyndin á því er af Jerry West. Merki NBA deildarinnar var hannað af grafíska hönnuðinum Alan Siegel árið 1969 og hann notaði þá mynd af West sem fyrirmynd þótt að hann hafi aldrei staðfest það sjálfur. West var þá stærsta hvíta stjarna NBA-deildarinnar. Kyrie Irving vill ekki aðeins breyta merkinu til að minnast Kobe Bryant heldur vill hann líka að þeldökkir körfuboltamenn NBA-deildarinnar fái meiri viðurkenningu. Kyrie Irving talaði fyrir nýju Kobe merki á samfélagsmiðlum og birti mynd af sinni hugmynd sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kyrie (Kaire) (@kyrieirving) Kyrie Irving spilar nú með Brooklyn Nets en hann hefur lengi verið í hópi bestu sóknarmanna NBA-deildarinnar og varð á sínum tíma NBA-meistari með Cleveland Cavaliers. „Þetta verður að gerast sama hvað einhverjir segja við því. Svartir kóngar byggðu upp þessa deild,“ skrifaði Kyrie Irving við myndina af hans tillögu að nýju merki NBA-deildarinnar. Meðal þeirra sem hafa tekið vel í hugmynd Kyrie er Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. „Elska þetta,“ skrifaði hún. Jerry West er enn að störfum í tengslum við NBA-deildina þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Hann spilaði i deildinni frá 1960 til 1974 og þjálfaði í NBA frá 1976 til 1979. Hann er núna í framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers. Jerry West var með 31,2 stig að meðaltali í leik tímabilið 1969 til 1970 eða um það bil að NBA merkið varð til. Hann gaf þá einnig 7,5 stoðsendingar í leik. West lék alls 932 deildarleiki í NBA og var með 27,0 stig, 5,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann varð aftur á móti aðeins einu sinni NBA meistari. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmu ári, þá aðeins 41 árs gamall. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers á ferlinum og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 deildarleikjum en skoraði 25,6 stig í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Það er hins vegar ólíklegt að Kyrie verði að ósk sinni því það væri alveg eins hægt að nota mynd af mönnum eins og Michael Jordan eða Bill Russell ef það ætti að breyta. Mestar líkur eru á því að NBA-deildin haldi merkinu óbreyttu. NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn bjóða núna upp á sérstakt Frank Booker árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sjá meira
Merki NBA-deildarinnar er grafísk mynd af körfuboltamanni og enginn vafi er á því að útlínumyndin á því er af Jerry West. Merki NBA deildarinnar var hannað af grafíska hönnuðinum Alan Siegel árið 1969 og hann notaði þá mynd af West sem fyrirmynd þótt að hann hafi aldrei staðfest það sjálfur. West var þá stærsta hvíta stjarna NBA-deildarinnar. Kyrie Irving vill ekki aðeins breyta merkinu til að minnast Kobe Bryant heldur vill hann líka að þeldökkir körfuboltamenn NBA-deildarinnar fái meiri viðurkenningu. Kyrie Irving talaði fyrir nýju Kobe merki á samfélagsmiðlum og birti mynd af sinni hugmynd sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kyrie (Kaire) (@kyrieirving) Kyrie Irving spilar nú með Brooklyn Nets en hann hefur lengi verið í hópi bestu sóknarmanna NBA-deildarinnar og varð á sínum tíma NBA-meistari með Cleveland Cavaliers. „Þetta verður að gerast sama hvað einhverjir segja við því. Svartir kóngar byggðu upp þessa deild,“ skrifaði Kyrie Irving við myndina af hans tillögu að nýju merki NBA-deildarinnar. Meðal þeirra sem hafa tekið vel í hugmynd Kyrie er Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. „Elska þetta,“ skrifaði hún. Jerry West er enn að störfum í tengslum við NBA-deildina þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Hann spilaði i deildinni frá 1960 til 1974 og þjálfaði í NBA frá 1976 til 1979. Hann er núna í framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers. Jerry West var með 31,2 stig að meðaltali í leik tímabilið 1969 til 1970 eða um það bil að NBA merkið varð til. Hann gaf þá einnig 7,5 stoðsendingar í leik. West lék alls 932 deildarleiki í NBA og var með 27,0 stig, 5,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann varð aftur á móti aðeins einu sinni NBA meistari. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmu ári, þá aðeins 41 árs gamall. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers á ferlinum og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 deildarleikjum en skoraði 25,6 stig í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Það er hins vegar ólíklegt að Kyrie verði að ósk sinni því það væri alveg eins hægt að nota mynd af mönnum eins og Michael Jordan eða Bill Russell ef það ætti að breyta. Mestar líkur eru á því að NBA-deildin haldi merkinu óbreyttu.
NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn bjóða núna upp á sérstakt Frank Booker árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sjá meira