Kyrie vill fá Kobe á nýtt merki NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2021 12:00 Kyrie Irving og til hliðar er hugmynd hans af NBA merkinu með Kobe Bryant. Samsett/Getty og Instagram Bandaríska körfuboltastjarnan Kyrie Irving vill að Kobe Bryant verði minnst sérstaklega með því að gera nýtt merki NBA-deildarinnar sem yrði byggt á mynd af Kobe. Merki NBA-deildarinnar er grafísk mynd af körfuboltamanni og enginn vafi er á því að útlínumyndin á því er af Jerry West. Merki NBA deildarinnar var hannað af grafíska hönnuðinum Alan Siegel árið 1969 og hann notaði þá mynd af West sem fyrirmynd þótt að hann hafi aldrei staðfest það sjálfur. West var þá stærsta hvíta stjarna NBA-deildarinnar. Kyrie Irving vill ekki aðeins breyta merkinu til að minnast Kobe Bryant heldur vill hann líka að þeldökkir körfuboltamenn NBA-deildarinnar fái meiri viðurkenningu. Kyrie Irving talaði fyrir nýju Kobe merki á samfélagsmiðlum og birti mynd af sinni hugmynd sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kyrie (Kaire) (@kyrieirving) Kyrie Irving spilar nú með Brooklyn Nets en hann hefur lengi verið í hópi bestu sóknarmanna NBA-deildarinnar og varð á sínum tíma NBA-meistari með Cleveland Cavaliers. „Þetta verður að gerast sama hvað einhverjir segja við því. Svartir kóngar byggðu upp þessa deild,“ skrifaði Kyrie Irving við myndina af hans tillögu að nýju merki NBA-deildarinnar. Meðal þeirra sem hafa tekið vel í hugmynd Kyrie er Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. „Elska þetta,“ skrifaði hún. Jerry West er enn að störfum í tengslum við NBA-deildina þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Hann spilaði i deildinni frá 1960 til 1974 og þjálfaði í NBA frá 1976 til 1979. Hann er núna í framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers. Jerry West var með 31,2 stig að meðaltali í leik tímabilið 1969 til 1970 eða um það bil að NBA merkið varð til. Hann gaf þá einnig 7,5 stoðsendingar í leik. West lék alls 932 deildarleiki í NBA og var með 27,0 stig, 5,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann varð aftur á móti aðeins einu sinni NBA meistari. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmu ári, þá aðeins 41 árs gamall. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers á ferlinum og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 deildarleikjum en skoraði 25,6 stig í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Það er hins vegar ólíklegt að Kyrie verði að ósk sinni því það væri alveg eins hægt að nota mynd af mönnum eins og Michael Jordan eða Bill Russell ef það ætti að breyta. Mestar líkur eru á því að NBA-deildin haldi merkinu óbreyttu. NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Sjá meira
Merki NBA-deildarinnar er grafísk mynd af körfuboltamanni og enginn vafi er á því að útlínumyndin á því er af Jerry West. Merki NBA deildarinnar var hannað af grafíska hönnuðinum Alan Siegel árið 1969 og hann notaði þá mynd af West sem fyrirmynd þótt að hann hafi aldrei staðfest það sjálfur. West var þá stærsta hvíta stjarna NBA-deildarinnar. Kyrie Irving vill ekki aðeins breyta merkinu til að minnast Kobe Bryant heldur vill hann líka að þeldökkir körfuboltamenn NBA-deildarinnar fái meiri viðurkenningu. Kyrie Irving talaði fyrir nýju Kobe merki á samfélagsmiðlum og birti mynd af sinni hugmynd sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Kyrie (Kaire) (@kyrieirving) Kyrie Irving spilar nú með Brooklyn Nets en hann hefur lengi verið í hópi bestu sóknarmanna NBA-deildarinnar og varð á sínum tíma NBA-meistari með Cleveland Cavaliers. „Þetta verður að gerast sama hvað einhverjir segja við því. Svartir kóngar byggðu upp þessa deild,“ skrifaði Kyrie Irving við myndina af hans tillögu að nýju merki NBA-deildarinnar. Meðal þeirra sem hafa tekið vel í hugmynd Kyrie er Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant. „Elska þetta,“ skrifaði hún. Jerry West er enn að störfum í tengslum við NBA-deildina þrátt fyrir að vera orðinn 82 ára gamall. Hann spilaði i deildinni frá 1960 til 1974 og þjálfaði í NBA frá 1976 til 1979. Hann er núna í framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers. Jerry West var með 31,2 stig að meðaltali í leik tímabilið 1969 til 1970 eða um það bil að NBA merkið varð til. Hann gaf þá einnig 7,5 stoðsendingar í leik. West lék alls 932 deildarleiki í NBA og var með 27,0 stig, 5,8 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann varð aftur á móti aðeins einu sinni NBA meistari. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmu ári, þá aðeins 41 árs gamall. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers á ferlinum og var með 25,0 stig, 5,2 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 deildarleikjum en skoraði 25,6 stig í 220 leikjum í úrslitakeppninni. Það er hins vegar ólíklegt að Kyrie verði að ósk sinni því það væri alveg eins hægt að nota mynd af mönnum eins og Michael Jordan eða Bill Russell ef það ætti að breyta. Mestar líkur eru á því að NBA-deildin haldi merkinu óbreyttu.
NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum