Sebastian: Eigum við ekki að leyfa Lalla að halda að hann sé enn í skuld? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. febrúar 2021 17:42 Lárus Helgi Ólafsson varði frábærlega í marki Fram gegn KA. vísir/elín björg Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði að sterk vörn hefði lagt grunninn að sigrinum á KA í dag. „Fyrir leik sagði ég að ef allt færi eftir bókinni yrði lítið skorað. Þeir eru með frábæra vörn og frábæran markvörð og eru fljótir fram. Mér fannst við leysa varnarleikinn frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að Ægir [Hrafn Jónsson] er meiddur og Þorvaldur [Tryggvason] veikur,“ sagði Sebastian við Vísi eftir leikinn í Safamýrinni. „En aðrir stigu upp og ég er mest ánægður hvernig við leystum sjö á sex í vörninni eftir að hafa kolfallið á því prófi gegn Gróttu.“ Lárus Helgi Ólafsson var magnaður í marki Fram og varði nítján skot, eða tæplega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Sebastian var að vonum ánægður með frammistöðu Lárusar. „Ég er ógeðslega ánægður með að verða fyrstir til að stöðva þetta áhlaup KA. Lalli gaf okkur nokkur atriði á mikilvægum augnablikum þegar þeir hefðu getað náð áhlaupi sem þeir hafa verið svo frægir fyrir í vetur,“ sagði Sebastian. „Lalli er búinn að vera pínu sár út í það hvað hann var slappur gegn Gróttu og sagðist skulda tvö stig og borgaði þau svo sannarlega í dag. En eigum við nokkuð að segja honum frá því? Eigum við ekki að leyfa honum að halda að hann sé enn í skuld?“ sagði Sebastian léttur. Þjálfarinn var nokkuð sáttur með sóknarleik Frammara í dag. „Vörnin þeirra er frábær. Vilhelm Poulsen náði sér engan veginn á strik í dag. Í ljósi þess er þetta ótrúlega gott. Þetta var ofboðslega mikil þolinmæðisvinna. Það er erfitt að finna glufur á vörninni þeirra sem er góð. Þeir láta andstæðinginn taka skot sem henta markverðinum og þess vegna er erfitt að freistast ekki til að taka fyrsta sénsinn. En við náðum því og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Sebastian. „Mest af öllu er ég ánægður með að vera kominn með innbyrðis á þá. Þess vegna tók ég leikhlé undir lokin. Það skiptir máli að menn slaki ekki á. Maður veit aldrei. Af fenginni reynslu á ferlinum geta svona atriði skipt máli. En til öryggis vildi ég vera viss um að við hefðum innbyrðis á þá.“ Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 26-22 | Ólafssynir kláruðu KA-menn Fram varð fyrsta liðið í febrúar til að vinna KA þegar liðin áttust við í Safamýrinni í dag. Lokatölur 26-22, Fram í vil. 28. febrúar 2021 17:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Fyrir leik sagði ég að ef allt færi eftir bókinni yrði lítið skorað. Þeir eru með frábæra vörn og frábæran markvörð og eru fljótir fram. Mér fannst við leysa varnarleikinn frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að Ægir [Hrafn Jónsson] er meiddur og Þorvaldur [Tryggvason] veikur,“ sagði Sebastian við Vísi eftir leikinn í Safamýrinni. „En aðrir stigu upp og ég er mest ánægður hvernig við leystum sjö á sex í vörninni eftir að hafa kolfallið á því prófi gegn Gróttu.“ Lárus Helgi Ólafsson var magnaður í marki Fram og varði nítján skot, eða tæplega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Sebastian var að vonum ánægður með frammistöðu Lárusar. „Ég er ógeðslega ánægður með að verða fyrstir til að stöðva þetta áhlaup KA. Lalli gaf okkur nokkur atriði á mikilvægum augnablikum þegar þeir hefðu getað náð áhlaupi sem þeir hafa verið svo frægir fyrir í vetur,“ sagði Sebastian. „Lalli er búinn að vera pínu sár út í það hvað hann var slappur gegn Gróttu og sagðist skulda tvö stig og borgaði þau svo sannarlega í dag. En eigum við nokkuð að segja honum frá því? Eigum við ekki að leyfa honum að halda að hann sé enn í skuld?“ sagði Sebastian léttur. Þjálfarinn var nokkuð sáttur með sóknarleik Frammara í dag. „Vörnin þeirra er frábær. Vilhelm Poulsen náði sér engan veginn á strik í dag. Í ljósi þess er þetta ótrúlega gott. Þetta var ofboðslega mikil þolinmæðisvinna. Það er erfitt að finna glufur á vörninni þeirra sem er góð. Þeir láta andstæðinginn taka skot sem henta markverðinum og þess vegna er erfitt að freistast ekki til að taka fyrsta sénsinn. En við náðum því og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Sebastian. „Mest af öllu er ég ánægður með að vera kominn með innbyrðis á þá. Þess vegna tók ég leikhlé undir lokin. Það skiptir máli að menn slaki ekki á. Maður veit aldrei. Af fenginni reynslu á ferlinum geta svona atriði skipt máli. En til öryggis vildi ég vera viss um að við hefðum innbyrðis á þá.“
Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 26-22 | Ólafssynir kláruðu KA-menn Fram varð fyrsta liðið í febrúar til að vinna KA þegar liðin áttust við í Safamýrinni í dag. Lokatölur 26-22, Fram í vil. 28. febrúar 2021 17:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 26-22 | Ólafssynir kláruðu KA-menn Fram varð fyrsta liðið í febrúar til að vinna KA þegar liðin áttust við í Safamýrinni í dag. Lokatölur 26-22, Fram í vil. 28. febrúar 2021 17:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða