„Við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2021 11:31 Baldvin Z er einn færasti leikstjóri landsins. Baldvin Z hefur gert Óróa, Vonarstræti, Lof mér að falla, Rétt 3 og margt fleira en Sindri Sindrason hitti Baldvin í Íslandi í dag á dögunum og fór yfir feril hans. Baldvins er að fara af stað í framleiðsluferli á þáttunum Svörtu sanda sem verða á Stöð 2. „Þetta er krimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. Það fyndna og skemmtilega við þetta er að ég er enginn aðdáandi af þannig seríum,“ segir Baldvin. „Núna er ég að fara gera krimmaseríu eins og ég myndi vilja horfa á. Ég ber því ábyrgð á þessu og ef þetta klikkar þá er það smekkurinn minn sem er svona lélegur.“ Hann segir að þættirnir séu um líf þriggja persóna í lítilli fjölskyldu og það sem gerist í kringum þær eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar finnst látinn. Hann segir að þættirnir séu einhvers konar blanda af Twin Peaks og Seven. Varð að vera sönn Baldvin hefur verið ótrúlega farsæll leikstjóri undanfarin ár hér á landi. „Þetta byrjaði þegar ég flyt aftur til Íslands frá Danmörku árið 2008. Ég slysast inn í þetta Óróa verkefni sem er mín fyrsta bíómynd. Mér leist ekkert á það að gera unglingamynd en ef við ætluðum að gera unglingamynd þá yrði hún að vera sönn.“ Því næst var komið að risamyndinni Vonarstræti. „Þá fóru lukkuhjólin að snúast mér í vil og þetta var rosalega mikið hark fram að því. Inn á milli framleiði ég seríur sjálfur sem hétu Hæ Gosi og við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum. En eftir Vonarstræti fékk ég loksins fyrsta símtalið þar sem ég var beðinn um að koma og leikstýra mynd,“ segir Baldvin. Eftir að hann gerði síðan kvikmyndina Lof mér að falla ákvað hann, ásamt fleirum, að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir Glassriver. Fyrirtækið framleiddi fimm þáttaraðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Baldvins er að fara af stað í framleiðsluferli á þáttunum Svörtu sanda sem verða á Stöð 2. „Þetta er krimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. Það fyndna og skemmtilega við þetta er að ég er enginn aðdáandi af þannig seríum,“ segir Baldvin. „Núna er ég að fara gera krimmaseríu eins og ég myndi vilja horfa á. Ég ber því ábyrgð á þessu og ef þetta klikkar þá er það smekkurinn minn sem er svona lélegur.“ Hann segir að þættirnir séu um líf þriggja persóna í lítilli fjölskyldu og það sem gerist í kringum þær eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar finnst látinn. Hann segir að þættirnir séu einhvers konar blanda af Twin Peaks og Seven. Varð að vera sönn Baldvin hefur verið ótrúlega farsæll leikstjóri undanfarin ár hér á landi. „Þetta byrjaði þegar ég flyt aftur til Íslands frá Danmörku árið 2008. Ég slysast inn í þetta Óróa verkefni sem er mín fyrsta bíómynd. Mér leist ekkert á það að gera unglingamynd en ef við ætluðum að gera unglingamynd þá yrði hún að vera sönn.“ Því næst var komið að risamyndinni Vonarstræti. „Þá fóru lukkuhjólin að snúast mér í vil og þetta var rosalega mikið hark fram að því. Inn á milli framleiði ég seríur sjálfur sem hétu Hæ Gosi og við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum. En eftir Vonarstræti fékk ég loksins fyrsta símtalið þar sem ég var beðinn um að koma og leikstýra mynd,“ segir Baldvin. Eftir að hann gerði síðan kvikmyndina Lof mér að falla ákvað hann, ásamt fleirum, að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir Glassriver. Fyrirtækið framleiddi fimm þáttaraðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira