310 vikur sem sá besti í heimi og búinn að ná meti Roger Federer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 13:31 Novak Djokovic með bikarinn fyrir sigurinn á Opna ástralska risamótinu í tennis eftir að hann vann það á dögunum. AP/Hamish Blair Novak Djokovic er áfram besti tennismaður heims og með því að halda sæti sínu á toppi heimslistans þá setti hann nýtt met. Þetta verður 310. vika Novak Djokovic á toppi heimslistans í tennis og með því jafnar hann met Roger Federer. Með því að vinna Opna ástralska risamótið á dögunum þá er Novak Djokovic einnig öruggur um að vera líka í efsta sæti á næsta heimslista sem verður gefinn út 8. mars næstkomandi. Met Federer mun því falla eftir viku, 311. vika Djokovic sem sá besti í heimi. 3 1 0 weeks! Novak Djokovic ties officially today Roger Federer's record of number of weeks as World No.1! pic.twitter.com/3KN3onokLB— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 1, 2021 Novak Djokovic ætlar nú að einbeita sér að því að vinna fleiri risamót og ná þar með meti Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risamót. Djokovic hefur sjálfur unnið átján. „Nú þegar ég er búinn að ná þessu sögulega fyrsta sæti og hef verið lengur en nokkur annar í efsta sæti heimslistans þá er það léttir fyrir mig. Nú get ég verið með fulla einbeitingu á risamótin,“ sagði Novak Djokovic eftir sigur sinn í Melbourne. 310 weeks as number one in the world Yes my friend @djokernoleCelebrate #NoleFam Video credits: YouTube pic.twitter.com/m2xDQcQ16a— Novak Djokovic (@novakfanchile) March 1, 2021 „Þegar þú ert að reyna að ná fyrsta sæti heimslistans þá þarftu að vera að spila allt tímabilið sem og að spila vel. Þú þarft að taka þátt í öllum mótum“ sagði Djokovic. „Markmið mín breytast nú aðeins og aðlagast. Nú ætti ég að hafa meiri tíma sem eiginmaður og faðir og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Djokovic. Þetta er í fimmta skiptið sem Djokovic kemst í efsta sæti heimslistans. Hinn 33 ára gamli Serbi náði efsta sætinu af Nadal í febrúar á síðasta ári og endaði árið í sjötta sinn á toppnum. Með því jafnaði hann met Pete Sampras. "I m going to focus all my attention on Slams, mostly. (...) My goals will adapt and will shift a little bit, which means that I will have an opportunity to do that which, as a father and a husband, I m really looking forward to that."Novak Djokovic pic.twitter.com/RuMbzpFFfn— We Are Tennis (@WeAreTennis) February 23, 2021 Tennis Serbía Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Þetta verður 310. vika Novak Djokovic á toppi heimslistans í tennis og með því jafnar hann met Roger Federer. Með því að vinna Opna ástralska risamótið á dögunum þá er Novak Djokovic einnig öruggur um að vera líka í efsta sæti á næsta heimslista sem verður gefinn út 8. mars næstkomandi. Met Federer mun því falla eftir viku, 311. vika Djokovic sem sá besti í heimi. 3 1 0 weeks! Novak Djokovic ties officially today Roger Federer's record of number of weeks as World No.1! pic.twitter.com/3KN3onokLB— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 1, 2021 Novak Djokovic ætlar nú að einbeita sér að því að vinna fleiri risamót og ná þar með meti Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risamót. Djokovic hefur sjálfur unnið átján. „Nú þegar ég er búinn að ná þessu sögulega fyrsta sæti og hef verið lengur en nokkur annar í efsta sæti heimslistans þá er það léttir fyrir mig. Nú get ég verið með fulla einbeitingu á risamótin,“ sagði Novak Djokovic eftir sigur sinn í Melbourne. 310 weeks as number one in the world Yes my friend @djokernoleCelebrate #NoleFam Video credits: YouTube pic.twitter.com/m2xDQcQ16a— Novak Djokovic (@novakfanchile) March 1, 2021 „Þegar þú ert að reyna að ná fyrsta sæti heimslistans þá þarftu að vera að spila allt tímabilið sem og að spila vel. Þú þarft að taka þátt í öllum mótum“ sagði Djokovic. „Markmið mín breytast nú aðeins og aðlagast. Nú ætti ég að hafa meiri tíma sem eiginmaður og faðir og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Djokovic. Þetta er í fimmta skiptið sem Djokovic kemst í efsta sæti heimslistans. Hinn 33 ára gamli Serbi náði efsta sætinu af Nadal í febrúar á síðasta ári og endaði árið í sjötta sinn á toppnum. Með því jafnaði hann met Pete Sampras. "I m going to focus all my attention on Slams, mostly. (...) My goals will adapt and will shift a little bit, which means that I will have an opportunity to do that which, as a father and a husband, I m really looking forward to that."Novak Djokovic pic.twitter.com/RuMbzpFFfn— We Are Tennis (@WeAreTennis) February 23, 2021
Tennis Serbía Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira