Sjö sendir til baka án gildra vottorða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2021 15:04 Frá störfum lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun. Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þessir fimm sem voru sendir til baka í gær voru stöðvaðir við eftirlit um helgina. „Það er erfitt að koma fólki til baka því það er svo stopult flug. Fólk er því hjá okkur á flugstöðinni á meðan það bíður flugs til baka. Það er verið að skoða að bæta aðstöðuna fyrir það,“ segir Sigurgeir. Tveir verða sendir heim á morgun sem voru stöðvaðir frá því eftir helgina. Talsvert af Íslendingum ekki með gild vottorð Sigurgeir segir talsvert marga Íslendinga ekki vera með viðurkennd vottorð. Það séu hraðpróf, svokölluð Antigen-próf, sem fáist með skemmri fyrirvara en PCR-prófin. Í Danmörku séu þau próf tekin gild en ekki hér á landi. Hér gildir eingöngu neikvætt PCR-próf sem allir þurfa að framvísa fyrir utan börn sem eru fædd 2005 eða síðar. „Það er talsvert af málum þar sem ferðamenn með búsetu á Íslandi eru með vottorð en ekki gild vottorð. Það eru sárafáir sem eru ekki með neitt." Sigurgeir segir að málin séu öll skoðuð með tilliti til sektar. Sekt ákvarðist af alvarleika brots. Allir eigi að vita af kröfu um vottorð „Í flestum tilfellum hefur fólk farið á heilsugæsluna og beðið um vottorð til að ferðast. Þá fær það hraðpróf sem gildir ekki hér á landamærum. Það er sannarlega ekki ásetningsbrot.“ Aftur á móti gildi annað um þá sem hafa engin vottorð og til að mynda þá sem eru sendir til baka. Ekki sé hægt að kenna lélegu upplýsingaflæði um, allir eigi að vita að þeir þurfi vottorð við landamærin. Sigurgeir ítrekar þó að þeir sem eru með löglega búsetu hér á landi sé ekki meinað að koma til landsins en þeir geti fengið sekt. Mjög seinlegt er nú að afgreiða hverja vél þrátt fyrir að fáar vélar lendi nú á vellinum. „Við erum upp í tvo tíma að tæma og fara yfir vottorðin,“ segir Sigurgeir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þessir fimm sem voru sendir til baka í gær voru stöðvaðir við eftirlit um helgina. „Það er erfitt að koma fólki til baka því það er svo stopult flug. Fólk er því hjá okkur á flugstöðinni á meðan það bíður flugs til baka. Það er verið að skoða að bæta aðstöðuna fyrir það,“ segir Sigurgeir. Tveir verða sendir heim á morgun sem voru stöðvaðir frá því eftir helgina. Talsvert af Íslendingum ekki með gild vottorð Sigurgeir segir talsvert marga Íslendinga ekki vera með viðurkennd vottorð. Það séu hraðpróf, svokölluð Antigen-próf, sem fáist með skemmri fyrirvara en PCR-prófin. Í Danmörku séu þau próf tekin gild en ekki hér á landi. Hér gildir eingöngu neikvætt PCR-próf sem allir þurfa að framvísa fyrir utan börn sem eru fædd 2005 eða síðar. „Það er talsvert af málum þar sem ferðamenn með búsetu á Íslandi eru með vottorð en ekki gild vottorð. Það eru sárafáir sem eru ekki með neitt." Sigurgeir segir að málin séu öll skoðuð með tilliti til sektar. Sekt ákvarðist af alvarleika brots. Allir eigi að vita af kröfu um vottorð „Í flestum tilfellum hefur fólk farið á heilsugæsluna og beðið um vottorð til að ferðast. Þá fær það hraðpróf sem gildir ekki hér á landamærum. Það er sannarlega ekki ásetningsbrot.“ Aftur á móti gildi annað um þá sem hafa engin vottorð og til að mynda þá sem eru sendir til baka. Ekki sé hægt að kenna lélegu upplýsingaflæði um, allir eigi að vita að þeir þurfi vottorð við landamærin. Sigurgeir ítrekar þó að þeir sem eru með löglega búsetu hér á landi sé ekki meinað að koma til landsins en þeir geti fengið sekt. Mjög seinlegt er nú að afgreiða hverja vél þrátt fyrir að fáar vélar lendi nú á vellinum. „Við erum upp í tvo tíma að tæma og fara yfir vottorðin,“ segir Sigurgeir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira