Hlynur lét drauminn rætast og gerir það gott á Kýpur Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2021 07:00 Hlynur starfar við sölu á fasteignum ytra. „Ég kom fyrst til Norður-Kýpur til að upplifa Miðjarðarhafslífsstílinn í ferðalagi þar sem draumur minn hefur ávallt verið að búa í sólríku landi. Þegar ég var búinn að heimsækja og ferðast aðeins um Norður-Kýpur í tvígang tók ég þá ákvörðun að flytjast hingað þar sem möguleikarnir voru margir og virkilega ódýrt að lifa af hérna eða um þrisvar sinnum ódýrara en til dæmis heima á Ísland,“ segir Hlynur M Jónsson sem búsettur er í Trikomo í Kýpur og tók hann ákvörðun um að elta drauminn og búa á sólríkum stað. Hann starfar við sölu fasteigna hjá fyrirtækinu Elite door properties. „Ég sem alþjóðlegur sölufulltrúi hef viðskiptavini og fjárfesta alls staðar að í heiminum sem ég aðstoða og leitast eftir bestu tækifærum hverju sinni með okkar alþjóðlegu skrám fasteigna og verkefna sem ná frá allt frá Austurlöndum til allrar Ameríku.“ Hlynur segir að það kosti lítið sem ekkert að búa þarna úti. Hlynur býr í bæ sem heitir Iskele. „Hérna á Norður-Kýpur má segja að hér sé einna ódýrast að lifa í öllu Miðjarðarhafinu allavega og með sambærilegan lífsstandard ef við berum okkur saman við til dæmis Spánn, Tenerife, Grikkland, Ítalíu og fleiri lönd á þessum slóðum. Ég get nefnd sem dæmi eins og að fjárfesta í fasteign hérna er um helmingi ódýrara en í nærliggjandi löndum og markaðurinn er að rísa upp á við. Matur og afþreying er virkilega ódýrt sem dæmi þá er ein stök máltíð frá um 500 krónum með gosi á veitingastað og ef þú ferð til dæmis fínt út að borða á hágæða veitingastað tveir saman og færð þér þriggja rétta máltíð með flösku af víni mun það vera um 3000 til 5000 krónur,“ segir Hlynur sem verður fertugur í maí. Hann segir að skattar séu lágir á Kýpur og leiguhúsnæðið ódýrt. Lífið leikur við Íslendinginn á Kýpur. „Ef þú vilt til dæmis leigja í langtímaleigu tveggja herbergja íbúð á góðum stað þá er það um 250-300 pund á mánuði eða um 50 þúsund íslenskar krónur.“ Hlynur segir að Norður-Kýpur sé talið eitt öruggasta svæðið í heiminum. „Þar er varla nokkur glæpatíðni. Heilsugæsla og sjúkrahús og öll sú þjónusta eru hágæða og hér eru einnig virkilega góðir háskólar svo eitthvað sé nefnt. Heimamenn eru virkilega vinalegir og hjálpsamir og mjög afslappað umhverfi og þjóðfélag, svo auðvitað það besta það er sólskin mestmegnis af árinu hérna og fullt af tækifærum bæði sem nýr áfangastaður til ferðalaga og fjárfestingarmöguleikar.“ Hann segist búa á austurströnd eyjunnar. „Ég bý svæði sem kallast Long beach í bæjarfélagi sem heitir Iskele og er það einmitt svæðið sem Forbes tók sérstaklega fram sem besta stað til að fjárfesta í ef þú vilt búa eða fjárfesta með ströndina og Miðjarðarhafið þér sem næst. Eins og nafnið gefur til kynna, Long beach, þá eru hér æðislegar hvítar strendur, tær sjór og frábærar aðstæður og afþreying sem eru kjörin til bæði ferðalaga eða til fjárfestinga því svæðið er i mikilli uppbyggingu,“ segir Hlynur og bætir við að það sé sól og sumar 320 daga á ári. Íslendingar erlendis Kýpur Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Hann starfar við sölu fasteigna hjá fyrirtækinu Elite door properties. „Ég sem alþjóðlegur sölufulltrúi hef viðskiptavini og fjárfesta alls staðar að í heiminum sem ég aðstoða og leitast eftir bestu tækifærum hverju sinni með okkar alþjóðlegu skrám fasteigna og verkefna sem ná frá allt frá Austurlöndum til allrar Ameríku.“ Hlynur segir að það kosti lítið sem ekkert að búa þarna úti. Hlynur býr í bæ sem heitir Iskele. „Hérna á Norður-Kýpur má segja að hér sé einna ódýrast að lifa í öllu Miðjarðarhafinu allavega og með sambærilegan lífsstandard ef við berum okkur saman við til dæmis Spánn, Tenerife, Grikkland, Ítalíu og fleiri lönd á þessum slóðum. Ég get nefnd sem dæmi eins og að fjárfesta í fasteign hérna er um helmingi ódýrara en í nærliggjandi löndum og markaðurinn er að rísa upp á við. Matur og afþreying er virkilega ódýrt sem dæmi þá er ein stök máltíð frá um 500 krónum með gosi á veitingastað og ef þú ferð til dæmis fínt út að borða á hágæða veitingastað tveir saman og færð þér þriggja rétta máltíð með flösku af víni mun það vera um 3000 til 5000 krónur,“ segir Hlynur sem verður fertugur í maí. Hann segir að skattar séu lágir á Kýpur og leiguhúsnæðið ódýrt. Lífið leikur við Íslendinginn á Kýpur. „Ef þú vilt til dæmis leigja í langtímaleigu tveggja herbergja íbúð á góðum stað þá er það um 250-300 pund á mánuði eða um 50 þúsund íslenskar krónur.“ Hlynur segir að Norður-Kýpur sé talið eitt öruggasta svæðið í heiminum. „Þar er varla nokkur glæpatíðni. Heilsugæsla og sjúkrahús og öll sú þjónusta eru hágæða og hér eru einnig virkilega góðir háskólar svo eitthvað sé nefnt. Heimamenn eru virkilega vinalegir og hjálpsamir og mjög afslappað umhverfi og þjóðfélag, svo auðvitað það besta það er sólskin mestmegnis af árinu hérna og fullt af tækifærum bæði sem nýr áfangastaður til ferðalaga og fjárfestingarmöguleikar.“ Hann segist búa á austurströnd eyjunnar. „Ég bý svæði sem kallast Long beach í bæjarfélagi sem heitir Iskele og er það einmitt svæðið sem Forbes tók sérstaklega fram sem besta stað til að fjárfesta í ef þú vilt búa eða fjárfesta með ströndina og Miðjarðarhafið þér sem næst. Eins og nafnið gefur til kynna, Long beach, þá eru hér æðislegar hvítar strendur, tær sjór og frábærar aðstæður og afþreying sem eru kjörin til bæði ferðalaga eða til fjárfestinga því svæðið er i mikilli uppbyggingu,“ segir Hlynur og bætir við að það sé sól og sumar 320 daga á ári.
Íslendingar erlendis Kýpur Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira